Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 59
MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI S Ö G U H O R N I Ð Á morgun eru liðin 179 ár frá fæðingu breska landkönnuðar- ins Johns Hannings Speke, sem fann Viktoríuvatn í Mið-Afríku er hann leitaði að upptökum Nílarfljóts. Speke fæddist í Bideford í Devonskíri í Bretlandi hinn 4. maí árið 1827. Hann var liðsforingi í breska hernum í Punjap í Indlandi árið 1844, þá 17 ára gamall og ferðaðist hann víða í starfi sínu, meðal annars til Tíbet og Himalayafjalla. 28 ára gamall gekk hann til liðs við landa sinn, landkönnuðinn Richard Burton, og fór ásamt honum í könnunarleiðangur til Sómalíu. Lenti Speke í átök- um við Sómala, sem tóku hann höndum og misþyrmdu. Meðal annars var spjótum stungið í hann auk þess sem félagi hans særðist alvarlega í andliti. Þeir flýðu úr haldi og sneru aftur til Bretlands. Speke var fljótur að jafna sig og gerðist sjálfboðaliði í breska hernum árið 1855 og barðist ásamt Tyrkjum og fleiri bandalagsherjum gegn yfirráð- um Rússa á Krímskaga. Í jólamánuðinum 1856 tók hann boði Burtons um að fara enn á ný til Afríku, í þetta sinn til að leita að stórum stöðuvötn- um í Mið-Afríku, sem sögð voru vera til. Helsti tilgangur farar- innar var að finna stöðuvatnið Nyassa, en talið var að þar væri að finna upptök Nílar. Þeir Speke og Burton könn- uðu austurströnd Afríku í hálft ár, frá upphafi árs 1857, í þeim tilgangi að finna hentugustu leiðina inn í land. Í júní fóru þeir svo frá Tansaníu í leit að vatninu. Þeir Burton veiktust báðir alvarlega af hitabeltis- sjúkdómum. Speke hlaut meðal annars tímabundna blindu auk þess sem hann missti heyrn á öðru eyra eftir að bjalla fór inn í það. Í febrúarmánuði árið 1858 komu þeir síðan að Tanganyikavatni og voru fyrstu Vesturlandabúarnir sem þangað komu. Speke sá hins vegar ekki vatnið þar eð hann þjáðist enn af blindunni. Þar heyrðu þeir um annað stöðuvatn, sem sagt var mun stærra. Burton var hins vegar of veikur til að halda för- inni áfram og fór Speke því einn síns liðs inn í land. Nokkrum mánuðum síðar fann hann að lokum Nyassavatn, sem hann gaf heitið Viktoríuvatn til heiðurs Viktoríu Bretlandsdrottningu. Búnaður Spekes hafði hins vegar týnst á leiðinni og því gat hann ekki mælt stærð vatnsins með viðunandi hætti. Þegar Speke sneri aftur gerði hann Burton grein fyrir fund- inum og kenningu sinni að þar væri að finna upptök Nílarfljóts. En fáir trúðu orðum hans, þar á meðal Burton. Til að slá á efasemdaraddirnar fjármagn- aði breska landfræðingafélagið aðra för Spekes til vatnsins til að skera úr um deilumálið. Speke og leiðangursmenn hans kortlögðu Viktoríuvatn að hluta árið 1862. Í sama leiðangri fann Speke að lokum foss sem rann úr vatninu út í Nílarfljót og nefndi hann vatnsfallið Riponsfoss. Speke hafði hug á að fylgja fljótinu niður til ósa þess en varð að gefa áætlanir þess efnis upp á bátinn vegna ættbálkaóeirða. Uppgötvunin sannfærði ekki Burton og aðra meðlimi breska landfræðingafélagsins. Hinn 16. september árið 1864 hugðist Speke halda opinberan fyrirlestur um Viktoríuvatn og upptök Nílarfljóts. Honum tókst hins vegar ekki verk sitt því degi fyrir fyrirlesturinn varð hann fyrir skoti úr eigin byssu og lést af völdum sára sinna, 37 ára að aldri. Ekki er ljóst hvort um slysaskot hafi verið að ræða eða sjálfsmorð. Granítsúla var reist til minningar um þennan þekkta breska landkönnuð og stendur hún í Kensingtongarði í Lundúnum. Fann upptök Nílarfljóts BÁTAR Á VIKTORÍUVATNI Vatnið liggur að þremur Afríkuríkjum enda eitt af stærstu stöðuvötnum í heimi. Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 0 8 1 LÆGRI KOSTNAÐUR FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI FYRIRTÆKJAVILD GLITNIR KYNNIR FYRIRTÆKJAVILD Fyrirtækjavild samanstendur af bankaþjónustu Glitnis, fjármögnunar- þjónustu hjá Glitni Fjármögnun og tryggingaþjónustu hjá Sjóvá. Fyrirtækjavild eykur fríðindi þeirra fyrirtækja sem nýta sér heildarþjónustu bankans. Þjónustan skiptist í þrjú stig eftir umfangi viðskipta – Vild, Gullvild og Platínumvild. • Betri kjör • Betri þjónusta • Aukin fríðindi • Afsláttarkjör • Heildaryfirsýn yfir fjármálin í Fyrirtækjabankanum • Aukin þægindi með banka og tryggingar á sama stað Kynntu þér kosti Fyrirtækjavildar hjá fyrirtækjafulltrúum okkar í síma 440 4000 eða á glitnir.is. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.