Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 66
MARKAÐURINN 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, velti fyrir sér kostum og göllum verðtrygg- ingar á banka og neytendur í ræðu sinni á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja á fimmtu- dag í síðustu viku. Hreiðar sagði m.a. að þegar verðtryggingin var tekin upp hér á landi árið 1979 hafi hún að mörgu leyti hentað vel til að koma bönd- um á þá óðaverðbólgu sem hafi verið hér á landi árin á undan. Á meðal kosta verðtryggingarinnar sé að hún eyði óvissu í lánaviðskiptum hérlendis og leiði til betri lánakjara. „Eftir að millibankamarkaður komst á nútíma- legt form búum við í raun við tvískipt fjármálakerfi þar sem annars vegar eru viðskipti með lausafé og víxla og hins vegar verðtryggð lánaviðskipti. Ljóst er að Seðlabankinn hefur veruleg áhrif á hið fyrra en á í miklum erfiðleikum með það síðara,“ sagði Hreiðar Már. Að hans sögn er staðan hér á landi orðin sú að Seðlabankinn þarf að fara með stýri- vexti í tveggja stafa tölu til að hafa áhrif á raun- vaxtaferillinn. Svo mikil hækkun hafi gríðarleg áhrif á nafnvaxtamarkaðinn, sér í lagi á krónuna. Nafnvextir eru nú fimm sinnum hærri hér á landi en á evrusvæðinu og hafi reynslan margsinnis sýnt, að mikill vaxtamunur á milli landa geti ávallt af sér flökt og óstöðugleika af gjaldeyrismarkaði. Hreiðar sagði ennfremur að menn veltu alltaf fyrir sér orsök og afleiðingu. Hafi verið gripið til verðtryggingar sem svars við óstöðugleikanum á árum áður. „En getur verið að nú sé svo komið að verðtryggingin sé orðin orsakavald- ur?“ spurði Hörður. „Mér finnst að við höfum í rauninni það versta úr báðum heimum. Annað hvort verðum við að grípa til einhverra aðgerða til þess að bæta áhrifamátt peningamálastefnunn- ar hérlendis og minnka þá til dæmis vægi verð- tryggingar hérlendis eða stíga skrefið til fulls og sameina íslenska myntsvæðið við hið evrópska og taka upp evru. Hreiðar sagði það hins vegar mikinn miskilning að almenningur finni ekki fyrir verðbólgu ef verð- trygging verði ekki til staðar og benti á að hún komi sér vel í dag þar sem greiðslubyrði heimilanna sé mun stöðugri nú en ella. NAUÐSYNLEGT AÐ OPNA UMRÆÐUNA Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbéfafyrirtækja (SBV), segir erindi Hreiðars Más mikilvægt innlegg í umræðuna um kosti og galla verðtryggingar. Ekki hafi verið rætt um það innan samtakanna hvort verðtryggingin geri Seðlabankanum erfitt fyrir í baráttunni við verðbólguna. „Það sem mér finnst skipta máli er að í fyrsta lagi er heilbrigt og gott að menn tali um hlutina. Hreiðar opnar ákveðna umræðu sem hefur ekki verið rædd að ráði. Nú er hún á lofti. Þá skiptast menn á skoðunum og ekkert nema gott um það að segja,“ segir Guðjón en bætir við að mis- skilnings gæti oft þegar menn tali um verðtrygg- ingu. Vísaði hann m.a. til orða Kristjáns Gunnarssonar, for- manns Starfsgreinasambandsins, sem vitnaði til ummæla Hreiðars Más í ræðu sinni á Ísafirði á frídegi verkalýðsins á mánu- dag. Kristján sagði verkafólk ekki hafa neina tryggingu fyrir raunávöxtun lífeyris nema verð- trygginguna. Allt tal um afnám hennar við núverandi áðstæður væri árás á launafólk og þjónaði aðeins hagsmunum bankanna. Guðjón segir verðtrygging- una hafa verið tekna upp til að koma böndum á óðaverðbólgu og tryggja sparifé fólks. „Hún hefur þjónað mikilvægu hlutverki. En það eru tæpir þrír áratugir síðan hún var tekin upp og því eðlilegt að menn spyrji hver staða hennar sé í dag. Ég sé ekki að verið sé að tala um afnám hennar yfir nótt eða neitt slíkt.“ segir Guðjón og bendir á að menn verði að gera sér grein fyrir því að verðtrygging sé ekki lögboðin skylda heldur hafi aðilar á fjár- málamarkaði heimild í lögum fyrir því að nota verðtryggingu til að verðtryggja lán sín sem eru lengri en til fimm ára. „Staðreyndin er sú að verðtryggingin hefur fram til þessa verið ráðandi vegna þess að hún hefur að flestra mati verið farsælli í lánum til lengri tíma til að tryggja lán á lægri vöxtum. Það er þess vegna ekkert sem mælir gegn því að fjármálafyrirtæki auglýsi og bjóði óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa frá og með morgundeginum,“ segir hann. HÆGFARA BREYTING Guðjón segir ákveðnar breytingar þurfa að koma til eigi að verða raunhæft að veita óverðtryggð lán á föstum vöxtum til lengri tíma. „Til þess að fyrirtæki verði tilbúin að lána óverðtryggt til lengri tíma þá þurfa þau á sama tíma að eiga kost á því að fjármagna sig með sama hætti. Það hefur ekki verið til neinn alvöru djúpur markaður með óverðtryggð bréf á Íslandi,“ segir hann og bendir á að SBV hafi komið inn á það í tilögum um úrbætur á verðbréfamarkaði sem samtökin sendu frá sér við lok síðasta árs. „Ábending okkar var m.a. sú að stærri fjárfestar, s.s. lífeyrissjóðir, ríkissjóður og aðrir sjóðir, þyrftu að koma í meiri mæli inn á hinn óverðtryggða markað en þeir hafa gert. Ef þessir aðilar væru tilbúnir að koma inn á markaðinn sem fjármögnunaraðilar með óverðtryggt fjármagn þá myndi það búa til óverðtryggðan markað fyrir þá sem sækja sér fjármagn til að lána það aftur,“ segir Guðjón. Hann sér hins vegar ekki fyrir sér að verðtryggingunni verði kastað fyrir róða í einu vet- fangi, eins og stundum virðist mega skilja á þeim sem mælt hafa gegn henni. Horfa verði til þess að t.d. skuldbindingar lífeyrissjóða séu verðtryggðar og þeir hafi því að mestu leyti sóst eftir verðtryggðri ávöxtun á móti „Verði það hins vegar ofan á að taka upp evru hér á landi í framtíðinni þá fara menn úr verð- tryggðum lánum í óverðtryggð lán sama dag og upptaka evrunnar á sér stað. Umræðan um verðtryggð lán og óverðtryggð á sér því stað svo lengi sem krónan er gjald- miðill hér á landi,“ segir hann. „Eins og málið er í dag mun það gerast hægt og bítandi en ekki í risastökkum.“ GUÐJÓN RÚNARSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI SBV Guðjón segir erindi Hreiðars Más hafa verið mikilvægt innlegg í umræðuna um verðtrygginguna. Hann segir hana ekki verða lagða niður á einni nóttu eins og sumir haldi. Er verðtrygging vond? Verðtryggingin reyndist vel til að slá á óðaverðbólguna hér á landi á átt- unda áratug síðustu aldar. Margir telja hana úrelta en aðrir vara við afnámi hennar. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í verðtrygginguna og leitaði svara. HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON, FORSTJÓRI KAUPÞINGS BANKA Hreiðar velti því upp á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, hvort verðtryggingin orsakaði óstöðugleikann hér á landi. M Á L I Ð E R Verðtrygging Hvað er verðtrygging? Verðtrygging lána felur í sér að lánsupphæðin og afborg- anir hækka í takt við hækkun verðlags eins og hún er mæld með vísitölu neysluverðs. Á Íslandi er hún nánast reglan í lánssamningum í innlendri mynt til langs tíma en henni má líka koma við í ýmsum öðrum samningum. Hvenær var verð- tryggingin tekin upp hér á landi og hvernig var ástandið áður en hún var tekin upp? Verðtrygging lána varð algeng hérlendis eftir að svokölluð Ólafslög leyfðu hana árið 1979. Það eru þó til ýmis eldri dæmi um verðtrygg- ingu lána, t.d. voru gefin út verðtryggð spari- skírteini fyrir þennan tíma. Áður en verð- trygging varð almenn þá var það nánast regl- an að sparifé og lán brunnu upp í verðbólgu, þ.e. verðbólgan rýrði höfuðstólinn. Nafnvöxtum var haldið lágum af stjórnvöldum, yfirleitt mun lægri en sem nam verðbólgu. Framboð af sparifé varð eins og við er að búast lítið við þessar aðstæður og því lítið til af láns- fé og það skammtað. Hverjir eru kostir og gallar verðtryggingar? Kostir verðtryggingar lána eru fyrst og fremst þeir að hún dregur úr óvissu eða áhættu um raunvirði greiðslna af lánum. Það kemur bæði lánveitendum og lántakendum vel og veldur því að vaxtabyrði ætti að jafn- aði að vera lægri en ella þegar allt er reiknað, þ.e. bæði vextir og verðbætur. Það er líka auð- veldara að hafa greiðslubyrðina jafna þegar til lengdar lætur ef lán eru verð- tryggð en þegar þau eru það ekki. Gallar verðtrygg- ingar eru einnig nokkrir. M.a. er nokkuð óhagræði af því að vera í reynd með tvo innlenda gjald- miðla, bæði verð- tryggða krónu og óverðtryggða. Hver eru áhrif verðtryggingar á peningastefnuna? Samspilið þarna á milli er flókið. Almennt hefur peningastefna Seðlabankans mun meiri áhrif á vexti óverð- tryggðra lána til skamms tíma en verðtryggðra lána til langs tíma. Peningastefnan hefur líka áhrif á verðlag sem aftur hefur áhrif á verðbætur. Seðlabankinn þarf að horfa til alls þessa og raunar fleiri þátta þegar stefnan í peningamálum er mörkuð. Hvaða áhrif hefur verðtrygging- in á neytendur? Það er erfitt að rekja í stuttu máli en verðtryggingin hefur fyrst og fremst áhrif á lántak- endur og lánveitendur, þ.m.t. sparifjáreigendur og eigendur lífeyrissjóða. Hún hefur þar með áhrif á nánast alla lands- menn. Verðtryggingin dregur úr óvissu VERÐTRYGGING hefur meðal annars áhrif á afborganir af húsnæðislánum. T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Gylfa Magnússonar deildarforseta viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.