Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 80
 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elísabet Benediktsdóttir frá Erpsstöðum í Dalasýslu, Álfheimum 36, Reykjavík, sem lést föstudaginn 21. apríl á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 3. maí, kl. 15.00. Anna Margrét Albertsdóttir Hildiþór Kr. Ólafsson Guðrún Albertsdóttir Páll Björnsson Svanhildur Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær og yndislegur sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi. Svanberg Ingi Ragnarsson Skólavegi 9, Keflavík. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.00. Sigrún Ögmundsdóttir Ragnar Ólafur Sigurðsson Erla Ragnarsdóttir Gunnar Daníel Sveinbjörnsson Þóra Lilja Ragnarsdóttir Sigurður Bjarni Gunnarsson Kristín Erla Valdimarsdóttir Ögmundur Pétursson Þóra T. Ragnarsdóttir Karen Sigurðardóttir Svanberg Ingi Ragnarsson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Guðríður Björnsdóttir Mýrarvegi 115, Akureyri, sem lést 21. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. maí kl. 13.30. Jónas Kristjánsson Arnfríður Jónasdóttir Vilhjálmur Hallgrímsson Kristján Jónasson Sigríður Rut Pálsdóttir Ester Jónasdóttir Þórður Ármannsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóhanna Guðbjörg Jóhannsdóttir lést laugardaginn 22. apríl á Landspítalanum. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. maí, klukkan 13.00. Jórunn Lilja Andrésdóttir Magnús Ingi Sigmundsson Jocelyn Barro Jarocan Eva María Magnúsdóttir Jóhanna Agnes Magnúsdóttir Snædís Margrét Magnúsdóttir Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Dagur Hannesson járnsmiður, lést sunnudaginn 3. apríl. Sigurður Dagsson Ragnheiður Lárusdóttir Bjarki Sigurðsson Dagur Sigurðsson Ingibjörg Pálmadóttir Lárus Sigurðsson Heba Brandsdóttir og barnabörn. ANDLÁT Alda Steina Tómasdóttir And- ersen andaðist á heimili sínu á Lollandi, Danmörku, sunnudaginn 28. apríl. Björn Berndsen málarameistari, Leirubakka 18, Reykjavík, lést að kvöldi laugardagsins 29. apríl. Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir, Kleppsvegi 24, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 26. apríl. Jón S. Alexandersson, Aðalstræti 9, lést á Landspítalanum í Foss- vogi mánudaginn 1. maí. Margrét Hermannsdóttir frá Bíldudal er látin. Útför fór fram í kyrrþey. Rúnar Jón Ólafsson, Vogatungu 105, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 27. apríl. JARÐARFARIR 13.00 Haukur Eggertsson útvarpsvirkjameistari og fyrrverandi forstjóri Plast- prents hf., Barmahlíð 54, Einar Benediktsson sendiherra hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hann ferð- aðist um heimsins höf sem sendiherra Íslands og sinnti síðan ýmsum öðrum störfum þangað til hann tók við stjórn- arformennsku landsnefndar UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á Íslandi fyrir þremur árum. Lítið var þó um fyrirfólk á 75 ára afmæli Einars sem hann hélt upp á um helgina í góðra vina hópi þar sem nóg var af rjóma- pönnukökum. „Við héldum eiginlega upp á annan í afmæli á mánudaginn því allt góðgætið var ekki búið. Ég bannaði allar afmæl- isgjafir en við komumst nú að þeirri málamiðlun að ef fólk vildi leggja til bakkelsi væri það vel þegið,“ segir Einar. Veislan var að hans sögn afburðavel heppnuð en öll nánasta fjöl- skylda og vinafólk Einars var þar saman komin ef frá eru talin þrjú börn hans sem búa í útlöndum. „Þetta var mjög góð stund og þýðingarmikil fyrir mig. Maður finnur að einlæg bönd vin- áttu og tengsla hafa vaxandi gildi eftir því sem árin líða.“ Mörgum kemur kannski á óvart að æviárin séu orðin 75 hjá Einari enda heldur hann ótrauður áfram í starfi. Hann segist vera heppinn að vera við góða heilsu og hafa enn mikið vinnu- þrek. Hann nefnir þar að auki eitt atriði öðrum fremur sem hefur haft mikil áhrif á þá staðreynd að honum hafi tek- ist að halda sér í sambandi við umheim- inn. „Ég þurfti að venjast því tiltölu- lega fljótlega að vinna með tölvu og það gerir alla hluti auðveldari fyrir mig. Bæði eru það öll samskiptin með tölvupósti og svo kíki ég á erlend dag- blöð í tölvunni og nota leitarvélar eins og Google til að finna það sem ég hef áhuga á.“ Einar hefur starfað sem stjórnar- formaður UNICEF á Íslandi frá því að félagið var stofnað og segist frá upp- hafi hafa haft áhuga á því að taka þátt í verkefninu. „Ég hef vegna starfs míns haft mikinn áhuga á þróunaraðstoð og þátttöku Íslendinga í því að rétta hjálp- arhönd til þess mikla fjölda fólks sem býr við bág kjör og er hægt að hjálpa. Ekki skemmir fyrir að á skrifstofu UNICEF starfar mikið ágætisfólk, vel menntað og duglegt sem er gott að vinna með.“ Starf UNICEF á Íslandi hefur farið vel af stað og segir Einar að mikill hljómgrunnur sé fyrir því að gera félagið að virku afli í því að hjálpa börnum. „Við fengum mikla aðstoð frá fyrirtækjum til að koma af stað fyrsta verkefninu okkar í Gíneu-Bissá þar sem við einbeitum okkur að menntun stúlkna og uppbyggingu á heilsugæslu og fræðslustörfum. Þetta er mjög þýð- ingarmikið mál fyrir okkur og stór- kostlegt fyrir okkur að geta hjálpað fólki í þessu litla landi. Við erum einnig að byrja með annað slíkt verkefni í Síerra Leóne og á morgun kynnum við bólusetningarverkefni sem við erum að fara af stað með í Nígeríu.“ Af öllum verkefnum UNICEF á Íslandi hefur líklega borið mest á heimsforeldris- verkefninu sem er nú stutt af 6.300 ein- staklingum. „Á árlegum aðalfundi landsnefnda UNICEF fengum við við- urkenningu fyrir að hafa staðið okkur mjög vel og ver tiltekið hve mikla athygli það hafi vakið hversu margir heimsforeldrar eru á Íslandi.“ Einar segist enn eiga ýmislegt eftir í starfi sínu hjá UNICEF þótt hann sé nú farinn að líta til endaloka starfsæv- innar. „Ég held að það sé mjög við hæfi að líta á þetta sem merkilegan loka- áfanga á því sem ég hef fengið að fást við í utanríkisþjónustunni.“ Aðspurður segist hann ekki óttast að sitja auðum höndum eftir að hann lætur af störfum hjá UNICEF. „Maður getur haft mikið að gera þótt maður sé ekki í einhverj- um stöðugangi úti um allar trissur. Það er hægt að reyna að fylgjast vel með því sem barnabörnin hafa áhuga á og ég er til dæmis sæmilega vel lesinn í Harry Potter og Hringadróttinssögu.“ EINAR BENEDIKTSSON: 75 ÁRA STJÓRNARFORMAÐUR UNICEF Á ÍSLANDI Fékk bakkelsi í afmælisgjöf EINAR BENEDIKTSSON STJÓRNARFORMAÐUR UNICEF Á ÍSLANDI Þrátt fyrir árin 75 heldur Einar ótrauður áfram í starfi UNICEF. Hann óttast þó ekki að sitja auðum höndum þegar starfsævinni lýkur enda sé alltaf hægt að fylgjast vel með því sem barnabörnin hafa áhuga á. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GOLDA MEIR (1898-1978) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Þeir sem ekki kunna að gráta með öllu hjartanu kunna ekki heldur að hlæja.“ Golda Meir hafði bæði ástæðu til að gráta og brosa á ferli sínum sem forsætisráðherra Ísraels. Íslenska þjóðin sat með öndina í hálsinum fyrir framan sjónvarpsskjái sína þann 3. maí árið 1986. Fæstir efuðust um að fyrsta framlag Íslendinga í söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Gleðibank- inn, myndi bera sigur úr býtum í keppninni. Gífurleg- ur áhugi var á Júróvisjón-keppninni hér heima og sást varla hræða á ferli meðan á henni stóð. Víða voru haldin samkvæmi til að fylgjast með sigur- göngu Gleðibankans. Forkeppnin var haldin í sjónvarpinu og hafði lag Magnúsar Eiríkssonar sigur úr býtum en hann hafði þá um skeið verið einn vinsælasti dægurlagahöf- undur landsins. Allt var gert til að búa lagið sem glæsilegast. Þrír vinsælir söngvarar fluttu lagið. Þau Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson og kölluðu sig Icy af því tilefni. Vonbrigði íslensku þjóðarinnar urðu því gífurleg þegar lagið lenti í 16. sæti. Landsmenn voru þó fljótir að ná sér og áfallið virðist ekki hafa haft áhrif á óbilandi trú Íslendinga um að sigur í Júróvisjón sé rétt handan við hornið. ÞETTA GERÐIST: 3. MAÍ 1986 Júróvisjónæðið heltekur landann MERKISATBURÐIR 1943 Fjórtán bandarískir hermenn farast er flugvél af gerðinni Boeing 24 brotlendir á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Meðal þeirra er yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu. 1968 Fyrsta hjartaígræðslan í Bretlandi er framkvæmd. Hjartaþeginn dó 46 dögum síðar. 1970 Álver Íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík er formlega tekið í notkun, en fram- leiðsla hófst árið áður. 1974 Menntamálaráðuneytið birtir auglýsingu um greina- merkjasetningu, þar sem kommum er fækkað, og aðra um stafsetningu. 1990 Lettar ákveða að lýsa yfir sjálfstæði. ICY TRÍÓIÐ SEM FLUTTI GLEÐIBANKANN Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju. 13.00 Helga Jónsdóttir, Hrafnistu, áður til heimilis í Grundar- gerði 2, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.00 Sigríður Arnfinnsdóttir, Hraunbæ 170, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. 14.00 Svanberg Ingi Ragnarsson, Skólavegi 9, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju. 15.00 Elín Guðmundsdóttir, áður til heimilis í Mávahlíð 1, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Elísabet Benediktsdóttir frá Erpsstöðum, Dalasýslu, Álfheimum 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 15.00 Herdís K. Karlsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri, Frostafold 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju við Vesturbrún. 15.00 Jóhannes Helgi Jónsson, Hvassaleiti 56, áður Álfta- mýri 30, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.