Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 57
MARKAÐURINN sé meðal annars ástæðan fyrir því að Economist sýndi þessu svo mikinn áhuga. ÞURFUM AÐ GERA MEIRA Þór segir að hugmyndir hafi verið uppi um að halda hringborðið í London. „Við lögðum á það áherslu að það væri spennandi að halda þetta hér. Icelandair sýndi þessu strax mikinn áhuga sem hjálpaði til. Þeir höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði minni ef hringborðið yrði hér. Það kemur hins vegar á daginn að þátttakan er vel viðunandi miðað við fyrsta fund og fyrirhöfnina við að koma til Íslands. Ég held að við munum sjá hér fleiri erlenda við- skiptamenn á þessum fundi en nokkrum öðrum sem haldinn hefur verið um Ísland og íslenskt viðskiptalíf.“ Þór segir að auk athyglinnar sem ráðstefnan veki sé ekki síður mikill fengur í öllum þeim fjölda frá Economist sem hafi myndað tengsl á Íslandi og aukið þekkingu sína á því sem hér hefur verið að gerast. „Við þurfum að gera miklu meira af svona hlutum.“ Hringborð Economist er enginn hallelújasam- koma. Búast má við að ýmsum spurningum verði velt upp um þá þætti í hagkerfinu og viðskitpalífinu sem bæði ógna og skapa ný tækifæri. Sérfræðingar Economist, Nenad Pacek framkvæmdastjóri hjá greiningarteymi Economist og Neil Prothero sér- fræðingur í málefnum Íslands hjá blaðinu, munu fjalla um hvers vegna viðskiptalífið hafi sprungi út á undanförnum misserum og hvort vöxtur hag- kerfisins sé viðvarandi. Jafnframt munu þeir velta fyrir sér stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Erlendir gestir úr efra stjórnendalagi alþjóð- legra fyrirtækja munu halda erindi og taka þátt í umræðum. Má þar nefna Bernt Reitan frá Alcoa, Thomas Pickering frá Boeing og Sven Estwall frá Vísa í Evrópu. MIKILVÆGAR SPURNINGAR Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar verða á meðal gesta. Auk þess munu nokkrir úr forystusveit íslenskrar útrásar taka þátt í umræðum og flytja erindi. Má þar nefna Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Svöfu Grönfeldt. Við hrinborðið munu menn velta fyrir sér grund- vallarspurningum fyrir framtíð þjóðarinnar svo sem hvort við séum samkeppnishæf á heimsvísu og hvað laði erlent fjármagn til landsins og hvað beri að varast í þeim efnum. Þá munu brenna á fundarmönnum spurningar sem hafa verið áberandi í umræðunni um Ísland eins og hvort smæð hagkerfisins ógni okkur, sveifl- ur þess og framtíðarhorfur. Skilvirkni fjármálaum- hverfisins fyrir atvinnulífið verður einnig á dag- skrá og sú óhjákvæmilega spurning sem æ oftar skýtur upp kollinum. Hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. 13MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 Neil Prothero er hagfræðingur í greiningarteymi Economist. Greining á Íslandi er á hans könnu og hann hefur fylgst með efnahagslífinu hér um skeið. Auk Íslands ber hann ábyrgð á greiningu sænska hagkerfisins og því austurríska. Hann segir umræðu um Ísland að undan- förnu hafa verið yfirdrifna og ástæðan fyrir því sé að margir sem ekki hafi fylgst með hag- kerfinu og íslensku bönkunum séu nú að greina þá í fyrsta skiptið. „Það er erfitt að festa algjörlega hendur á umræðunni um íslenskt efnahagslíf að undanförnu. Hún hefur komið á óvart. Það er aug- ljóslega skortur á jafnvægi í hagkerfinu sem er fylgifiskur mikils vaxtarskeiðs í efnahags- lífinu síðustu þrjú til fjögur ár. Þetta má auðvitað merkja í mikl- um viðskiptahalla og verðbólgu- þrýstingi,“ segir Neil Prothero. Hann segir að umræðan hafi farið af stað þegar matsfyrir- tækið Fitch breytti horfum sínum á lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. „Ég tel að umræðan hafi verið yfirdrifin, án þess að það sé ein- hverjum einum að kenna. Fram til þessa hefur ekki verið mikið fjallað um Ísland á heimsvísu þar til upp á síðkastið. Allt í einu er Ísland aftur og aftur á for- síðum blaða svo sem Financial Times. Það er því sífellt fleira fólk að átta sig á því að þið eruð til.“ MIKLAR BREYTINGAR Neil segir að við þessa auknu athygli séu fleiri að fjalla um Ísland og þá leiði af sjálfu sér að þar fari margir sem ekki hafi fylgst mikið með íslensku efna- hagslífi. „Ísland er lítið hagkerfi og menn hafa tilhneigingu til að túlka tölur um hagkerfið í samhengi við stærri hagkerfi þar sem samanburður á tæplega við. Það þarf að fara varlega í að túlka stærðirnar í íslensku hagkerfi og þær þarf að skoða í samhengi við styrk hagkerfis- ins“ Hann segir miklar breyt- ingar hafa orðið á hagkerfinu síðustu fimmtán árin. „Munurinn er mikill og landið hefur verið að fjölga stoðum hagkerfisins og ráðist í jákvæðar breytingar á fjármálakerfinu með afnámi hafta og frelsisvæðingu. Ísland hefur fylgt alþjóðlegri þróun í þessum efnum.“ Viðskiptahalli hagkerfis- ins er gríðarlegur. Neil segir að breytingar á krónunni hafi gríðarleg áhrif á svo lítið hag- kerfi með hlutfallslega mikinn inn- og útflutning. „Breytingar á genginu nú gerðust hins vegar á skemmri tíma og fyrr en flestir bjuggust við.“ Hann segir að það hafi legið ljóst fyrir að styrk- ur krónunnar myndi ekki verða sá sem hann var til lengdar. „Stíflan brast. Þannig hegðar gjaldeyrismarkaður sér oft, sér- staklega varðandi lítið hagkerfi eins og Ísland.“ Eitt af því sem skýrsluhöf- undar Danske Bank litu til sem meiriháttar ógnunar stöðugleika eru erlendar skuldir þjóðarinnar. Þær nema um þrjú hundruð pró- sent af landsframleiðslu. „Það er augljóst að erlendar skuldir einkageirans eru mikla. Mikill hluti þessara skuldbindinga eru fjármagnaðar erlendis og vegna erlendra eigna og koma því ekki við hagkerfið. Það er erfitt að spá nákvæmlega hvað á eftir að gerast og það er augljóst að þið þurfið að glíma við óstöðugleika. Það hefur verið ljóst um langan tíma. Það virðist vera að færast meiri ró yfir, en það er erfitt að segja til um hvað gerist á næstunni.“ LANGUR AÐDRAGANDI Hringborð Economist er það fyrsta sem blaðið held- ur á Norðurlöndum. Ísland er smæsta hagkerfi Norðurlanda. „Norðurlöndin eru spennandi svæði. Það hefur margt gerst þar. Ísland er svæði sem hefur verið í örum vexti og því höfð- um við áhuga á að bregða ljósi á þær breytingar sem hafa orðið og hvort áfram verði haldið á sömu braut.“ Norðurlöndin, Bretland og Ísland hafa verið við ágætt lífs- mark í hagrænu tilliti meðan meginland Evrópu hefur verið í hægagangi. „Mörg þessara landa hafa dregið lappirnar í endurbótum á kerfinu svo sem á vinnumarkaði og þessi lönd glíma við mikið atvinnuleysi. Norðurlöndin hafa ráðist í end- urbætur og aukið sveigjanleika og það hefur skilað sér í hag- kerfinu. Ísland býr við lítið atvinnuleysi og mestu atvinnu- þátttöku innan OECD. Þar við bætist að þjóðin er ung og yngri en í nágrannalöndum ykkar.“ Neil segir eitt af því sem margir velti fyrir sér sé hvernig það sé mögulegt að íslendingar spretti fram svo skyndilega með erlendum fjárfest- ingum og mikla fjármuni. „Það eru margir sam- verkandi þættir og þetta á sér mun lengri aðdraganda, en flestir gera sér grein fyrir. Það er margt mjög margt lofandi fyrir íslenska hagkerf- ið.“ Hann segir sprengjuna á hús- næðismarkaði með innkomu bankanna hafa ýtt af stað mikilli skulda- aukningu einstakl- inga á skömmum tíma og aukið skammtímavanda í hagkerfinu. „Það verður forvitnlegt að sjá hvað gerist á næstu tveimur til þremur árum. Það má búast við nýjum stórframkvæmdum, en það er gott fyrir hagkerfið að ná slaka áður en það fer af stað aftur. Hversu sterk krónan varð sýnir að menn verða að gá að sér því svo sterkur gjaldmið- ill veldur skakkaföllum í öðrum atvinnugreinum.“ Neil segir tímana framund- an spennandi. Hann segir að þó umræðan um banka og hagkerf- ið á Íslandi hafi verið yfirdrif- in og neikvæðnin meiri en efni stóðu til, þá kunni það að verða til góðs. „Svo kaldhæðið sem það nú hljómar, þá gæti umræðan orðið til þess að menn gæti að sér og stígi varlega til jarðar sem ég verð að segja að er í sjálfu sér gott.“ NEIL PROTHERO Greinandi hjá Economist sem fylgist með íslenska hagkerfinu. Hann segir margt lofa góðu um framtíðina, þrátt fyrir augljóst ójafnvægi í augnablikinu. Ísland lagt á hringborð Economist Economist mun halda ráðstefnu hér á landi þar sem brotnar verða til mergjar ýmsar spurningar um stöðu viðskiptalífsins og hagkerfisins. Aðdragandinn nær rúm tvö ár aftur í tímann. Hafliði Helgason fjallar um komandi hringborð Economist og átt spjall við Þór Sigfússon sem ýtti hugmyndinni úr vör og Neil Prothero, sérfræðing í málefnum íslands hjá Economist. Umræðan um Ísland yfirdrifin Breytingar á genginu nú gerð- ust hins vegar á skemmri tíma og fyrr en flest- ir bjuggust við. ... Stíflan brast. Þannig hegðar gjaldeyrismarkað- ur sér oft, sérstak- lega varðandi lítið hagkerfi eins og Ísland. Vinnumenning hér er með þeim hætti að atvinnu- þátttaka er meiri en í nokkru OECD-landi. Þetta kveikir dálitið í mönnum. Menn eru leiðir á að horfa alltaf á sömu tölurnar og sjá þetta sem vísbendingu um að það þurfi að horfa til annarra þátta þegar metinn er hagvöxtur næstu tíu ára. Til dæmis að hér sé frumkvöðlaára sem tvímæla- laust hefur einkennt okkur að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.