Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 18
 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Íslendingar hafa boðið til veislu. Þegar veislugestirnir mæta er ekkert á borðum því að það er ekki búið að baka terturnar eða hita kaffið. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, telur að Íslendingar verði óviðbúnir þegar erlent starfsfólk flæðir inn í landið. Útlendingar eru þægari EFTIR Á AÐ BAKA OG HELLA UPP Á „Þegar veislugestir mæta er ekkert á borðum og ekkert tilbúið. Það er hvorki búið að baka terturnar né hita kaffið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna fyrir frjálsa för verkafólks og býst Aðalsteinn við að fólk flæði inn í landið á næstu mánuðum og misserum því að atvinnuleysi er mikið víða í Evrópu en lítið hér á landi. Aðalsteinn bendir á að Íslendingar hafi nú fjölmennasta hóp erlendra starfsmanna af öllum Norðurlandaþjóðunum, útlendingar eru hér um sjö pró- sent af vinnumarkaði. Aðalsteinn er undrandi og gagnrýninn á sofandahátt íslenskra stjórnvalda. Hann er til dæmis hissa á því að samfélags- breytingin sem verður vegna frjálsu fararinnar eigi ekki að kosta krónu og það þrátt fyrir að stjórnvöld ætli að auka eftirlits- skyldu hjá Vinnumálastofnun svo dæmi sé nefnt. Fólk á betra skilið „Á hinum Norðurlöndunum er talað um að þetta sé stórt vanda- mál en við Íslendingar, sem tökum á móti flestum, ætlum að opna vinnumarkaðinn enn frekar meðan sumar aðrar Norðurlanda- þjóðir sporna við og setja stífar reglur,“ segir hann. „Erlendu starfsfólki hefur fjölgað stórkostlega og því mun fjölga enn frekar. Maður veltir fyrir sér eftirlitsskyldu og ábyrgð stjórnvalda, hvort það eigi til dæmis ekki að aðlaga fólk að íslensku þjóðfélagi,“ segir Aðal- steinn og líkir þessu við veislu- boð. „Þegar veislugestirnir mæta er ekkert á borðum og ekkert til- búið. Það er hvorki búið að baka terturnar né hita kaffið. Stjórn- völd hyggjast ekkert gera til að taka á móti þessu fólki hvað varð- ar íslenskukennslu og aðlögun að íslensku þjóðfélagi. Þetta fólk á betra skilið en það fær hér. Hér er ekkert gert,“ segir hann. Vinnumálastofnun verður löggan Aðalsteinn vitnar í greinargerð með frumvarpinu um frjálsa för verkafólks og segir að það eigi ekki að kosta krónu að taka á móti fólkinu. „Hvernig stendur á því að það á að opna landið án þess að það kosti krónu að taka á móti gestunum? Hver er ábyrgð stjórn- valda og atvinnurekenda? Vinnu- málastofnun á til dæmis að vera í eftirlitshlutverki og ég spyr hvernig eigi að mæta því. Vinnu- málastofnun verður löggan á vinnumarkaðnum. Hvaða þekking er þar til staðar varðandi ráðning- arsamninga og kjarasamninga?“ Aðalsteinn gagnrýnir hversu skyndilega málið hafi verið afgreitt gegnum þingið stuttu fyrir þinghlé og telur alþingi setja niður við slík vinnubrögð. Hann hefði viljað fresta frjálsri för og nota tímann til að undirbúa breyt- inguna, skipuleggja móttöku fólksins, tryggja eftirlitsskylduna og gefa stéttarfélögunum tóm til að skoða þessi mál. Þarf fólk sem kemur hingað í stuttan tíma til að vinna einhverj- ar sérstakar móttökur? „Hingað kemur fólk sem fer til baka og fólk sem sest hér að. Atvinnuleyfum fjölgar nánast lát- laust þannig að það þarf að gera átak í þessum málum. Ég hef trú á því að atvinnuleysi aukist og að það verði Íslendingarnir sem fari halloka. Tilhneigingin er sú að atvinnurekendur vilja frekar útlendinga en Íslendinga í vinnu því að útlendingarnir eru þægara fólk,“ segir hann. Fara fram hjá kerfinu Aðalsteinn segir frá því að atvinnurekandi hafi hringt í sig nýlega til að kanna hvort hann mætti ráða erlenda verkamenn upp á 300 krónur á tímann þegar lágmarkslaunin eru 630 krónur. „Ég sagði honum að ég myndi kæra hann um leið. Hann fór þá að velta fyrir sér hvort hann gæti verið með þetta fólk í starfskynn- ingu í sumar. Atvinnurek- endur eru að leita leiða til að fara fram hjá kerfinu.“ ÚTLENDINGAR „Erlendu starfsfólki hefur fjölgað stórkostlega og því mun fjölga enn frekar. Maður veltir fyrir sér eftirlitsskyldu og ábyrgð stjórnvalda,“ segir Aðalsteinn um áhrif þess að Íslendingar opni fyrir frjálsa för verkafólks. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMSÓKNUM FJÖLGAR Umsóknum um kennitölur hefur fjölgað verulega hjá Hagstofunni undanfarið ár. Biðtími eftir afgreiðslu kennitölunnar er venjulega aðeins þrír virkir dagar en nú tekur fimm og upp í tíu virka daga að afgreiða kennitölurnar. Jóna Garðarsdóttir, deildarstjóri hjá Hagstofunni, segir að þetta sé fyrst og fremst vegna erlendra starfsmanna í stórum verk- efnum fyrir austan. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstrihreyfingin grænt framboð Frjálslyndi flokkurinn Svona erum við > Framboðslistar stjórnmálaflokka í sveitarstjórnarkosningum 2002 Hvað er ASÍ? Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks í landinu en félagsmenn þess eru tæp 89 þúsund talsins. Það þýðir að tveir af hverj- um þremur launamanna sem eru í skipulögðum samtökum hér á landi eru félagsmenn sambandsins. Aðildarfélög ASÍ eru 82 en þau raða sér í sex landssambönd. Það stendur fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um réttindi þeirra. Það gegnir einnig upplýsingar-, ráð- gjafar-, og aðhaldshlutverki gagnvart stjórnvöldum og stjórnarandstöðu. Hvenær var ASÍ stofnað? Það var stofnað 12. mars 1916 og var stofnfundur þess í Báruhúsinu í Reykjavík. Tuttugu fundarmenn sátu hann en þeir komu frá sjö félögum sem í voru samtals 1500 félagsmenn. Ottó N. Þorláksson var kosinn forseti og Ólafur Friðriksson varaforseti. Á fyrsta reglulega þingi ASÍ var hins vegar ritari sambandsins, Jón Baldvinsson, kosinn forseti og Jónas Jónsson frá Hriflu varaforseti. Hver eru helstu baráttumál ASÍ núna? Nú stendur sambandið fyrir átakinu Einn réttur – ekkert svindl. Átakið miðar að því að uppræta undirboð og ólöglega atvinnustarfsemi með erlendu vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Forsvarsmenn ASÍ hafa lagt áherslu á að átakið beinist ekki gegn erlendu starfsfólki. heimild: www.asi.is FBL. GREINING: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Eru með tvo þriðju launamanna 37 30 10 10 3 Femínistafélag Íslands hlaut jafnréttis- verðlaun Reykjavíkurborgar sem voru afhent nú í fyrsta skipti. Að sögn Katrínar Önnu Guðmundsdótt- ur, talskonu félagsins, hefur öflug starf- semi átt sér stað og mikið framundan. Er félagið í samstarfi við hreyfingar erlendis? Við erum ekki í beinu form- legu samstarfi við hreyfingar erlendis en við erum partur af samstarfi kvenna- hreyfinga í Evrópu sem eru að berjast gegn kynjabundnu ofbeldi. Og við fylgjumst vel með hvað er í gangi ann- ars staðar. Sumir hópar innan félagsins hafa verið í samstarfi við hreyfingar erlendis, til dæmis karlahópurinn og ungliðahópurinn. Hvernig er staðan í jafnréttismálum á Íslandi miðað við Norðurlöndin? Við erum á svipuðu róli á sumum sviðum og aftarlega á öðrum. Við erum í góðum málum varðandi feðraorlofið til dæmis. En aftur á móti er femínismi almennt séð útbreiddari á hinum Norðurlöndunum og meiri viðurkenn- ing á vandanum. Enn er þó langt í land að jafnrétti sé á Norðurlöndunum sem teljast þó fremst í flokki vestrænna ríkja. SPURT OG SVARAÐ FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS Langt í land KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.