Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 64
MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR H É Ð A N O G Þ A Ð A N Á reglubundinni ráðstefnu fyr- irtækja sem nota símbúnað frá sænska fyrirtækinu Ericsson sem haldin var nýverið var meðal annars fjallað um Mobile TV eða „farsjónvarp“. Ráðstefnur sem þessar eru haldnar tvisvar á ári og farið yfir möguleikana sem nýjasta tækni hefur að bjóða. Í erindinu um „farsjónvarpið“ gerðu sérfræðingar fyrirtækis- ins tilraun með beina sjónvarps- útsendingu í GSM-síma í gegn um EDGE-flutningskerfið, en í því er flutningshraðinn 240 kíló- bit á sekúndu. Vel þótti takast til, en sýnt var efni frá erlend- um sjónvarpsstöðvum á borð við CNN. Ekki er langt síðan síma- fyrirtækin stóru hér tóku upp EDGE-gagnaflutningskerfi fyrir farsíma, en það þykir stórauka þjónustumöguleika í kerfinu, þó að hraðinn sé ekki nema brot af því sem fyrirheit eru gefin um í þriðju kynslóð farsímakerfa. Að þessu sinni hélt Og Vodafone ráðstefnu fyrirtækj- anna, en hún fór fram á hótel Nordica í Reykjavík. - óká FARSJÓNVARP Í KYNNINGU Juan- Antonio Ibanez frá Ericsson fer yfir mögu- leika í sendingum yfir EDGE-gagnaflutn- ingskerfi farsíma. Markaðurinn/Heiða Sjónvarp í beinni yfir EDGE-kerfið Sigurjón Örn Þórsson, sem var aðstoðarmaður félags- málaráðherra, tekur formlega við starfi framkvæmdastjóra verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar á næstunni af Erni Kjartanssyni sem hefur haldið til Fasteignafélagsins Stoða. Sigurjón er kunnur úr heimi kaupmennskunnar, enda rak hann Herragarðinn um árabil. - eþa Nýr stjóri í Kringlunni DAVID ZELL hefur verið ráðinn yfirmaður lánastarfsemi og sambankalána í útibúi Glitnis í London. David verður einnig staðgengill framkvæmdastjóra útibúsins. David Zell hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamark- aði í London og á meginlandi Evrópu. Hann hefur komið að umfangsmiklum endurfjármögn- unarverkefnum, fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækja og fjármögnun fyrirtækjakaupa. Áður en David hóf störf hjá Glitni var hann framkvæmdastjóri hjá WestLB í London þar sem hann var yfir sambankalánum í Vestur-Evrópu og víðar. David þróaði sambankalánastarf- semi WestLB og leiddi stór verkefni fyrir viðskiptavini eins og Deutsche Bahn, Gazprom og TUI/Thompson Travel. Áður en David réðst til WestLB var hann framkvæmdastjóri lánastarfsemi Citigroup í 10 ár ásamt því að stýra sambankalánum í Þýskalandi, Sviss og á Ítalíu og fyrir heilbrigðisgeirann í Evrópu. JÓHANNA Á Bergi hefur verið ráðin forstjóri Faroe Ship frá og með 22. maí næstkomandi. Jóhanna tekur við af Árna Joensen sem fer á eftirlaun eftir tæplega 30 ára starf sem forstjóri fyrirtæk- isins. Jóhanna á Bergi útskrifaðist frá Danish school of Export and Marketing árið 1994 og lauk mastersnámi í stjórnun frá Robert Gordon University í Skotlandi 2004. Hún er í dag sölu- og markaðs- stjóri hjá P/F JFK í Færeyjum og hefur áður starfað sem sölustjóri hjá P/F kósin Seafood og sölustjóri hjá Faroe Seafood í Frakklandi. Hún er stjórnarformaður verslunarskóla Færeyja auk þess að eiga sæti í stjórnun nokkurra færeyskra fyrirtækja. Faroe Ship er leiðandi flutn- ingsfyrirtæki í Færeyjum og dótturfélag Eimskips sem hefur undanfarið aukið verulega umsvif sín í Færeyjum með kaupum á landflutningafyrirtækjun- um Heri Thomsen og Farmaleiðum. Jóhanna á Bergi mun leiða sameiningu og samþættingu á starfsemi Eimskips í Færeyjum með það að markmiði að auka og bæta núverandi þjónustu í flutningum og vörustjórnun. RAGNAR ÞÓRIR Guðgeirsson hefur tekið við forstjórastarfi IMG á Íslandi og hann mun jafnframt stýra fjármál- um samstæðunnar. Innan IMG á Íslandi eru IMG Gallup, IMG ráðgjöf og ráðning- arstofur IMG. Ragnar er viðskiptafræðingur frá HÍ og löggiltur endurskoðandi. Hann starfaði við endurskoðun hjá KPMG frá 1989 til 1998 en þá hann tók hann að sér uppbyggingu og stjórnun ráðgjafarsviðs KPMG. Eftir samruna IMG og KPMG Ráðgjafar í ársbyrjun 2005 stýrði hann stoðdeildum félagsins auk þess að stýra verkefnum á sviði ráðgjafar. Frá nóv- ember 2005 hefur hann stýrt ráðgjafar- starfsemi IMG. Ragnar er kvæntur Hildi Árnadóttur og eiga þau tvö börn. KRISTINN TRYGGVI Gunnarsson tekur við framkvæmdastjórn ráðgjafarsviðs IMG ráðgjafar. Innan ráðgjafarsviðs eru hópar sem sinna meðal annars ráðgjöf á sviði stefnumótunar, árangursstjórnunar, mannauðsmála, stjórnendaþjálfunar, fjármála, upplýsinga- tækni og verkferla. Kristinn er með BS-próf í viðskiptafræði frá University of North Carolina og MBA-gráðu frá University of Georgia. Hann starfaði hjá Íslandbanka frá 1991 til 1998, lengst af sem útibússtjóri í Garðabæ og Kópavogi. Á árunum 1998 til 2002 starfaði hann hjá SPRON sem framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs og síðar sem framkvæmdastjóri markaðssviðs. Hann hóf störf hjá IMG árið 2003 sem ráðgjafi á sviði stefnu- mótunar, markaðsmála og viðskipta- tengsla. Kristinn er kvæntur Guðrúnu Högnadóttur og eiga þau tvær dætur. EINAR EINARSSON hefur tekið við fram- kvæmdastjórn á rannsóknarsviði sem starfar undir merkjum IMG Gallup. Undir rann- sóknarsviði eru meðal annars markaðs- og vinnustaðarannsóknir, fjölmiðla- og við- horfskannanir ásamt ýmiss konar þjónustumælingum. Þessi starfsemi er í samstarfi við erlend samstarfsfyrirtæki, svo sem Gallup og AC Nielsen. Einar er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað hjá IMG frá árinu 1993. Frá 1997 til 2004 stýrði Einar einkum verkefnum á sviði markaðs- greiningar í samstarfi við AC Nielsen. Einar var áður einn af tveimur aðstoðar- framkvæmdastjórum IMG Gallup. Hann er kvæntur Hildi Pálsdóttur og eiga þau fjórar dætur. AUÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR hefur tekið við nýju starfi þjónustustjóra hjá IMG á Íslandi. Þjónustudeild annast framkvæmd markaðsmála, útgáfu- mála og ritstjórn á ytri vef félagsins, ásamt ýmsum innri þjónustu- þáttum. Auður hóf störf hjá KPMG Ráðgjöf árið 2000 á sviði umbrots og grafískrar hönnunar og sinnti því starfi fyrir KPMG í heild. Hún gegndi sams konar starfi hjá IMG þar til hún tók við starfi þjónustustjóra. Sambýlismaður Auðar er Unnar Friðrik Pálsson og eiga þau eitt barn. ÓLAFUR RÓBERT Rafnsson hefur tekið við nýju starfi framkvæmdastjóra Kerfisveitunnar ehf. Kerfisveitan hefur í nokkur ár leigt aðgang að MS Axapta-bók- haldskerfinu og á síðasta ári bætti hún hýsingu á Cognos-hug- búnaði, fyrir viðskiptavini IMG, við þjón- ustuframboðið. Nú mun Kerfisveitan einnig taka við verkefnum á sviði rekstrar innri upplýsingakerfa IMG og Capacent í Danmörku. Ólafur hefur lokið tölvunámi við Rafiðnaðarskólann. Hann hóf störf hjá KPMG árið 2000, þar sem hann stýrði uppbyggingu upplýsinga- kerfis fyrirtækisins á Íslandi í samræmi við kröfur KPMG International. Síðustu tvö ár hefur hann starfað hjá IMG Ráðgjöf við ráðgjöf á sviði upplýsinga- öryggis og reksturs upplýsingakerfa. Sambýliskona Ólafs er Guðný Ósk Garðarsdóttir og á hún tvö börn. Hagvangur b‡›ur flér á morgunver›arfund á Nordica hotel, fimmtudaginn 11. maí, kl. 8-10. Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Fundurinn hefst me› morgunver›i kl. 8.00 og honum l‡kur kl. 10.00. Vinsamlegast sta›festu komu flína me› flví a› senda tölvupóst á netfangi› berglind@hagvangur.is fyrir 10. maí. Nánari uppl‡singar á hagvangur.is Fjalla› ver›ur um mats- og flróunarstö›var (e. assessment center, development center) sem bjó›a upp á gagnlegustu a›fer›ina til a› greina hæfni einstaklinga vi› rá›ningar og stö›uhækkanir, sem og fljálfunarflörf og skipulagningu starfsferils. Rætt ver›ur um hva› felst í a›fer›inni og hvernig skipulag og uppbygging flarf a› vera. Kynnt ver›a helstu verkfæri sem notu› eru, svo sem persónumat, greindarpróf og sértæk verkefni. Einnig ver›ur rætt um matsstö›var í íslensku atvinnulífi me› tilliti til hagn‡tingar og kostna›ar. Hvernig velur flú hæfasta fólki› Starfsmannastjórnun Fyrirlesarar: Albert Arnarson, M.Sc. í vinnusálfræ›i, rá›gjafi hjá Hagvangi Baldur G. Jónsson, M.Sc. í vinnusálfræ›i og MBA, verkefnastjóri rá›gjafasvi›s Hagvangs Jón Kr. Gíslason, starfsmannastjóri Össurar fjallar um n‡tingu mats- og flróunarstö›va hjá Össuri. Mats- og flróunarstö›var au›velda fyrirtækjum a›: • Rá›a hæfustu starfsmennina og flróa starfsferil fleirra • Skipuleggja arftakakerfi • fijálfa starfsmenn til stjórnunarstarfa • Skipuleggja fljálfun út frá hagsmunum fyrirtækisins Albert Arnarson Baldur G. Jónsson Jón Kr. Gíslason og fljálfun sem n‡tist vel? opið alla laugardaga 10-14 FISKRÉTTIR Á GRILLIÐ KRYDDLEGIN LAX OG LÚÐA STÓR HUMAR RISAHÖRPUSKEL RISARÆKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.