Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 47
7 Iðnskólinn í Hafnarfirði: BYGGINGA- OG MANNVIRKJA- NÁM. Námið hefst með einnar annar sameiginlegu grunnnámi en að því loknu velja nemendur fagnám í húsasmíði, húsgagna- smíði, málaraiðn, múraraiðn, pípu- lögnum eða veggfóðrun/dúkalögn. Fagnámið skiptist í tvennt, annars vegar bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaða- nám. Skólinn býður fagnám í húsa- smíði, húsgagnasmíði og pípulögn- um. Heildarnámstími er að jafnaði 4 ár og þar af er samningsbundið vinnustaðanám 72-96 vikur eftir iðngreinum. Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. RAFIÐN. Rafiðngreinum er skipt í tvo flokka, veikstraum sem raf- eindavirkjun fellur undir og sterk- straum sem rafveituvirkjun, raf- vélavirkjun og rafvirkjun falla undir. Við skólann er hægt að klára samningsbundið nám í rafvirkjun og fyrrihluta náms í rafeindavirkj- un, en fyrsta árið er sameiginlegt og kallast grunndeild rafiðna. Almennt markmið með námi í rafiðngreinum er að nemar hafi við námslok öðlast nauðsynlega fræðilega og faglega þekkingu og þjálfun til að gegna störfum faglærðra við framleiðslu á raforku, raflagnir, uppsetningu/ tengingu, bilanagreiningu og þjón- ustu við rafknúnar og rafeinda- stýrðar vélar, tæki, mannvirki og hvers konar búnað. Heildarnáms- tími er að jafnaði 4 ár og þar af er samningsbundið vinnustaðanám 24-72 vikur eftir iðngreinum. Nám- inu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inn- göngu í nám til iðnmeistaraprófs. Tekið af vefsíðu Iðnskólans í Hafnarfirði. Spennandi iðnnám ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■ Félag íslenskra gullsmiða undir- býr nú af fullum krafti samkeppni á meðal félagsmanna sinna, sem haldin verður í haust. „Keppni af þessu tagi hefur verið haldin einu sinni áður, eða 1999, fyrir hart- nær sjö árum,“ segir Halla Boga- dóttir formaður félagsins. „Hún er því haldin annað veifið gagnstætt reglulegum yfirlitssýningum á verk- um gullsmiða. Dómnefnd verður skipuð, sem kemur til með að setja keppendum leikreglur. Verkin verða metin út frá þeim auk þess sem val á sigurvegara ræðst af hönnun, hugmyndaauðgi, stíl og möguleika á framleiðslu verksins.“ „Síðast þegar keppnin fór fram var þemað víntappar og brugðum við þá á það ráð að stilla verkunum til sýnis í landganginum í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það hreinlega rigndi yfir okkur fyrirspurnum í kjölfarið, ekki hvað síst frá erlend- um aðilum sem vildu afla sér frekari fróðleiks um gullsmíði hérlendis.“ Í ár er þema keppninnar skírnar- gjafir og er farið fram á við kepp- endur að þeir reyni að finna nýja fleti á þeim. „Hingað til hefur hönn- un skírnargjafa einskorðast nokkuð við gerð krossa svo dæmi séu nefnd. Því væri gaman að sjá hvað fólki dettur í hug þegar því er gefið fullt frelsi til listrænnar tjáningar. Ef vel til tekst er fyrrnefndur möguleiki á framleiðslu og eins eru í boði veg- leg verðlaun. Í valinu felst auðvit- að líka ákveðinn gæðastimpill fyrir sigurvegarann,“ segir Halla. Það er rétt að taka fram að eingöngu félagsmenn eru þátttökuhæfir. Gullsmíði grunnur að góðri útflutningsvöru Undirbúningur að samkeppni í gullsmíði stendur yfir. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta verkið. Halla Bogadóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða. FRETTABLADID/E.ÓL Láki-1. Sigur- verk í flokknum kvenlegasti vín- flöskutappinn frá árið 1999. Hönnuður er Anna María Sveinbjörns- dóttir gull- smiður. MYND/MAGNÚS HJÖR- LEIFSSON Hugrekki. Sigurverkið í flokknum karl- mannlegasti vín- flöskutappinn frá árinu 1999. Hönnuður er Páll Sveinsson gullsmiður. MYND/MAGNÚS HJÖR- LEIFSSON ... verk- og tæknifræðingum til starfa. Í boði eru spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi. Mikil erlend samskipti. Færni í ensku og spænsku skilyrði en kunnátta í kínversku og hindí æskileg. Mjög góð laun. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nám sem veitir ungu fólki aðgang að þessum störfum. Íslenskt atvinnulíf árið 2010 óskar eftir...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.