Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. september 2006 13 ALÞINGI Örorkubyrði er farin að íþyngja lífeyrissjóðunum. Reikn- að var með að lífeyrir til öryrkja yrði undir tíu prósentum af heildarskuldbindingum lífeyris- sjóðanna en reynslan sýnir að hann er tæplega tuttugu prósent. Sjóðirnir hafa því minna fé til að standa við aðrar skuldbindingar sínar. Skerðing og niðurfelling lífeyris- sjóðanna á lífeyri til öryrkja var rædd á fundi efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. Pétur Blöndal, formaður nefndarinnar, segir að lífeyrissjóð- irnir hafi alltaf haft heimild til að skerða lífeyri til öryrkja sem hafa hærri tekjur en þeir höfðu fyrir örorkumat. Lífeyrissjóðirnir séu nú farnir að beita þessum reglum. „Örorkubyrðin er farin að þyngjast langt umfram það sem lífeyrissjóðirnir höfðu reiknað með. Það er því minna eftir til að greiða annan lífeyri,“ segir Pétur. Á fundinum var meðal annars rætt um möguleikana á því að fresta skerðingunum eða breyta reglunum. Einnig var rætt um að tengja launaútreikninga fyrir örorku við launavísitöluna. Fulltrúar ÖBÍ, vinnumarkað- arins og lífeyrissjóðanna verða boðaðir á fund nefndarinnar í næstu viku. - ghs PÉTUR BLÖNDAL Formaður efnahagsnefndar segir lífeyrissjóði hafa heimild til að skerða lífeyri til öryrkja sem hafa hærri tekjur en þeir höfðu fyrir örorkumat. Pétur Blöndal um skerðingu lífeyrissjóðanna á greiðslum til öryrkja: Örorkubyrðin er lífeyrissjóðum of þung KÓLUMBÍA Liðsforingjar í kólumb- íska hernum hafa orðið uppvísir að því að koma fyrir bílasprengj- um víðs vegar um höfuðborg landsins, Bogotá. Þetta gerðu þeir í von um að innheimta fundarlaun í gegnum uppljóstrara. Þetta er annað hneykslið á skömmum tíma sem herinn lendir í. Forseti landsins reynir nú allt hvað hann getur til að bæta ímynd hersins, sem er að miklu leyti rekinn með framlögum frá Bandaríkjunum. Ein sprengnanna sprakk í loft upp og féll þá tylft hermanna, ásamt einum borgara. - kóþ Kólumbíski herinn: Bílasprengjur víða um borg SÚDAN Kofi Annan, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, sagði á fundi öryggisráðs SÞ á mánudag frá skelfilegu ástandi í Darfúr-héraði. Annan sagði að aukin þátttaka súdanska hersins í átökunum gerði illt verra og hvatti þjóðar- leiðtoga til að reyna að koma í veg fyrir manngerðar hamfarir á svæðinu. Annan líkti ástandinu í Darfúr við ástandið í Rúanda á síðasta áratug og spurði hvort þjóðir heims ætluðu sér að horfa upp á nýjan harmleik í Darfúr, eftir að hafa brugðist fólkinu í Rúanda. Tvær milljónir manna hafa yfirgefið heimili sín í Darfúr- héraði síðan átök brutust út árið 2003. - kóþ Annan eggjar þjóðir heims: Harmleikur í Darfúr-héraði Skólasetning á Akureyri Menntaskólinn á Akureyri verður settur klukkan 15 í dag. Nemend- ur skólans eru nú fleiri en nokkru sinni, um 750 talsins. Tíu bekkjar- deildir eru í 1. bekk og nemendur þar um 250 alls. Þar af eru sextán nemendur sem eru að koma beint úr níunda bekk grunnskóla. SKÓLASTARF Sviptur á staðnum Lögreglan í Reykjavík tók ökumann á mánudag á áttatíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er þrjátíu kílómetrar. Hann var sviptur ökurétt- indum á staðnum enda á vel rúmlega tvöföldum hámarkshraða. LÖGREGLUFRÉTT KOFI ANNAN Aðalritari SÞ líkir ástandinu í Darfúr við ástandið í Rúanda. DANMÖRK Dæmi eru um að au pair- stúlkur í Danmörku séu látnar vinna um hundrað tíma á viku og fái aðeins áttatíu íslenskar krónur greiddar fyrir vinnuvikuna. Sagt er frá þessu í dagblaðinu 24 tímar. Að sögn blaðsins berast árlega hátt í hundrað kvartanir frá stúlkum til ráðningarstofa vítt og breitt í landinu. Stúlkurnar kvarta undan miklu vinnuálagi, litlum launum og slæmum aðbúnaði. Þekkt eru dæmi um að au pair-stúlkur hafi verið látnar deila herbergi með gæludýrum fjölskyldunnar. Algengast er að stúlkurnar séu frá Asíu og Austur-Evrópu. - ks Kvartanir í Danmörku: Au pair-stúlkum oft þrælað út

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.