Fréttablaðið - 13.09.2006, Side 16

Fréttablaðið - 13.09.2006, Side 16
 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hefði farið fyrir 30 árum „Við blessum súluna og vonum að af henni stafi friður í allar áttir í nafni Johns Lennon, þess mikla snillings,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður um friðarsúlu Johns Lennon sem Yoko Ono hyggst reisa 9. október nk., en væri Lennon lifandi héldi hann þá upp á 66 ára afmæli sitt. Magnús segist ekkert vita um málið nema það sem hann hefur lesið á hraðbergi í blöðum. „Ég hef t.d. ekki séð mynd af bless- aðri súlunni ennþá. Maður hefði nú tekið kipp yfir þessum fréttum fyrir 30 árum og líklega farið út í eyju til að vera viðstaddur. Yoko Ono var nú samt aldrei í uppáhaldi enda kom allt annar andi í samstarf Bítlanna eftir að hún lagði Lennon undir sig – eða eigum við að segja; ofan á sig. En hún er samt greini- lega í þessu friðarbrölti af fullri einlægni.“ SJÓNARHÓLL FRIÐARSÚLA YOKO ONO Í VIÐEY MAGNÚS KJARTANSSON TÓNLISTARMAÐUR „Það hefur staðið til lengi að fara á Gljúfrastein,“ segir Þorbjörg í Þór- bergssetri. Hún segir að það hafi gengið mjög vel síðan setrið var opnað 1. júlí sl. „Það hafa um 4.000 manns heimsótt okkur og það er gaman að finna hversu sterk tengsl fólk hefur við bækur Þórbergs. Við viljum hafa þetta lifandi safn með starfsemi allan ársins hring og liður í því er hátíðarmálþing sem við höldum helgina 13.-14. októ- ber.“ Guðný Dóra á Gljúfrasteini hefur ekki komið í Þórbergssetrið ennþá. „Ég er búin að vera á leið- inni í allt sumar og stefni nú á að komast á hátíðarmálþingið.“ Hús skáldsins á Gljúfrasteini var opnað almenningi fyrir tveim árum og Guðný segir að um 20.000 manns hafi komið í heimsókn. „Næsta verkefni hjá okkur er að bjóða upp á „bók mánaðarins“ þar sem við fáum einhvern skemmtilegan til að fjalla um eina bók Hall- dórs og spjalla um hana við gesti. Jón Karl Helgason ríður á vaðið og tekur Atómstöðina fyrir núna í september.“ Halldór Laxness og Þór- bergur stóðu oft í orðaskaki um hin ýmsu mál á sínum tíma og voru ekki frægir fyrir mikinn kunn- ingsskap. Bæði Þorbjörg og Guðný blása þó á að samkeppni eða metingur sé á milli safnanna. „Samstarfssamn- ingur er meira að segja í bígerð á milli okkar,“ segir Þorbjörg og Guðný bætir við að þær séu á leið- inni til Svíþjóðar á ráðstefnu rithöf- unda- og tónskáldasafna á Norður- löndunum. „Þarna verða til dæmis fulltrúar frá söfnum HC Andersen, Grieg, Lindgren og Blixen og við getum örugglega lært heilmikið af þessu fólki,“ segir Guðný. Með í för verður fulltrúi frá Gunnarsstofnun í Skriðuklaustri. Þar er sem kunn- ugt er safn Gunnars Gunnarssonar rithöfundar; þriðja stórmennis bók- menntanna á síðustu öld sem lifir nú á safni. gunnarh@frettabladid.is Enginn metingur á milli Þórbergs- og Laxnesssafnanna „Það er allt mjög gott að frétta eins og hjá öllum öðrum á Íslandinu góða,“ segir María Reyndal leikstjóri. Hún segir að það sé allt vitlaust að gera hjá sér. „Núna er ég að skrifa handrit með Hávari Sigurjónssyni og sjö útlendingum. Leikritið heitir Bezt í heimi og verður frumsýnt í Iðnó í lok október. Leikhópurinn samanstendur af þessum sjö útlendingum og verkið fjallar um samskipti fólks og hvernig það er að vera útlendingur á Íslandi. Það er gert mikið grín að okkur og þetta verður sýnist mér alveg óhugnanlega fyndin sýning. Útlendingarnir leika Íslendinga svo allir Íslendingarnir í verkinu eru með hreim.“ María er líka á fullu að skrifa handrit að Stelpunum ásamt öðrum, en tökur á þriðju seríu þess vinsæla gam- anþáttar hefjast seinna í haust. En það er ekki bara í vinnunni sem mikið er að gera hjá Maríu; það er líka nóg að stússast heima- fyrir. „Sonur minn Jörundur fæddist hér heima í mars og hann er alveg guðdómlegur. Hann hefur skap föður síns og er ljúfur og góður – alveg greinilega ekki frá mér komið. Svo erum við að hugsa um að kaupa okkur nýjan bíl og nýja íbúð.“ María segir þau hjónin ekki vera farin að skoða húsnæði að neinu ráði en ekkert komi til greina nema miðbærinn. „Annars er hann Magni búinn að yfirtaka líf mitt undanfarið,“ segir María. „Ég hlakka ekkert smá til þegar það ævintýri klárast svo ég geti farið að sofa á nóttunni!“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARÍA REYNDAL LEIKSTJÓRI Leikstýrir Íslendingum með hreim Forkastanlegt „Þetta er eins ólýðræðislegt og hugsast getur.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON, ÞINGMAÐUR VINSTRI GRÆNNA, SEGIR ÞAÐ FORKASTANLEG VINNU- BRÖGÐ HJÁ LANDSVIRKJUN AÐ KREFJAST ÞESS AÐ FARIÐ SÉ MEÐ UPPLÝSINGAR UM ARÐSEMISMAT KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR SEM TRÚNAÐARGÖGN. FRÉTTABLAÐIÐ, 12. SEPTEMBER. Lestur í ólestri „Ísland stendur langt að baki flestum þjóðum Evrópu. Hér er ekki boðið upp á neina kennsluþjónustu fyrir blind börn.“ HALLDÓR SÆVAR GUÐBERGSSON, FORMAÐUR BLINDRAFÉLAGSINS, SEGIR MENNTAMÁLUM BLINDRA HÉR Á LANDI MJÖG ÁBÓTAVANT. FRÉTTABLAÐIÐ, 12. SEPTEMBER. Gísli Óskarsson, kennari, fræði- maður og fréttaritari NFS, hefur í áratug stundað sínar eigin lunda- pysjurannsóknir í Vestmannaeyj- um. Brennandi áhugi hans hefur smitað út frá sér og nú í ár er fjórða árið sem Náttúrugripasafnið og Rannsóknarsetrið í Vestmannaeyj- um starfrækja sérstakt pysjueftir- lit í samvinnu við grunnskólann. Þeir sem finna lundapysjur vigta þær á vigt sem er staðsett utan við Náttúrugripasafnið, skrá þyngd pysjunnar og skrásetja það á þar til gert blað, sem skilið er eftir hjá Náttúrugripasafninu. „Það er mikill áhugi fyrir þessu hérna og krakkarnir voru á fullu um síðustu helgi,“ segir Gísli. „Það voru um áttatíu krakkar að leita en það fundust bara tólf pysjur. Það segir sína sögu, því það er veruleg fækkun á stofninum í ár. Pysjurn- ar eru fáar, í léttari kantinum og seinna á ferðinni en vanalega.“ Hverju kennir Gísli um? „Ja, það er nú það. Ef menn þykjast hafa svör þá kvikna bara enn fleiri spurningar. En það eru fjölmargar tilgátur og þar sem lífríkið er gríð- arlega fínstillt þá hlýtur þetta að tengjast einhverri röskun þar. Til dæmis lélegum sandsílastofni, sem er 90 prósent fæði lundans hérna, hækkandi hitastigi sjávar, þörungarblóma eða jafnvel tengist þetta eitthvað umbrotum í Kötlu. Svo var vorið kalt og það hefur áhrif.“ En hvað með kanínurnar í Vest- mannaeyjum – eru þær kannski vandamálið? „Kanínurnar?“ hváir Gísli. „Nei, það sjást engar kanín- ur hér lengur. Það var fljótgert að skjóta þær allar.“ Greinilega ekki það sama í Eyjum, kanína og Séra Lundi! - gh Pysjueftirlitið vinsælt í Eyjum GÍSLI ÓSKARSSON VIGTAR PYSJU Lundapysjurnar eru færri, léttari og seinna á ferðinni en í meðalári. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P FRIÐRIKSSON Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson voru höfuðsnill- ingar íslenskra bókmennta á síðustu öld. Nú hefur báðum verið reist vegleg minnismerki í formi safna. Þorbjörg Arnórsdóttir er forstöðukona Þórbergssetursins en Guðný Dóra Gestsdóttir ræður ríkjum á Gljúfrasteini. Þær hafa hvorugar komið á söfn „keppinautarins“, en það stendur til. RITHÖFUNDASETUR FRAMTÍÐAR? Arnaldssetur Í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg? Vigdísarstaðir Að Grandavegi 7? Guðbergsstofnun Á æskuslóðunum í Grindavík? Guðrúnareyja Skemmtigarður í Engey þar sem leikarar klæddir upp sem Jón Oddur og Jón Bjarni og Páll Vil- hjálmsson skemmta gestum? Hallgrímssafn Á Kaffibarnum? Draumaland Andra Snæs Í yfirgefinni virkjun á Kárahnjúkum? MINNING ÞÓRBERGS OG LAXNESS LIFIR Á SÖFNUM Forstöðukonur safnanna segjast báðar á leiðinni að sjá safnið hjá hinni. ���� ����������� ��������� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� ������������� ��� ���������� ��� ���������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.