Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 20

Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 20
20 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Vilji menn sjá hvernig einstakir atburðir geta breytt heiminum ættu þeir að horfa fimmtíu ár, frekar en fimm ár aftur í tímann. Hryðjuverkaárásin á New York hefur haft mikil áhrif en fullyrð- ingar um að hún hafi gjörbreytt heiminum eru hins vegar augljós- lega rangar. Framleiðslukerfi heimsins og alþjóðleg kerfi í viðskiptum, fjármálum og jafnvel stjórnmálum eru óbreytt. Kína heldur áfram að þróast í efnahags- legt og pólitísk stórveldi og sömuleiðis Indland. Fátt breyttist í málefnum Afríku og ekkert í Suður-Ameríku. Málefni Miðaust- urlanda eru í sama hnút og áður. Olían frá Persaflóa skiptir enn öllu máli. Enn deyja tugir þúsunda barna á dag úr fátækt. Heimurinn stefnir á óbreyttum hraða inn í mestu umhverfisslys sögunnar. Atburðir fyrir réttum fimmtíu árum síðan höfðu mun djúpstæðari áhrif. Sumarið 1956 þjóðnýtti egypska stjórnin Súez-skurðinn. Bretar höfðu lengi stjórnað Egyptalandi með beinum eða óbeinum hætti þegar ungir herforingjar undir forustu Nassers bundu enda á gerspillta konungs- stjórn landsins og ráku breskan her úr landi. Breska stjórnin sagði skurðinn vera lífæð breska heimsveldisins, sem þá var þó nánast hrunið, og gerði opinbert bandalag við Frakkland og leynilegt bandalag við Ísrael um innrás í Egyptaland. Skurðurinn skipti máli en eins og svo oft í alþjóðamálum skipti fordæmið enn meira máli. Frakkar stóðu í nýlendustríðum í Norður-Afríku. Bretar óttuðust um áhrif sín í Miðausturlöndum og töldu sig ekki geta liðið uppsteyt af þessu tagi. Bandaríkin lögðust hins vegar gegn innrásinni. Stjórn Eisenhowers vissi að íbúar Miðausturlanda og Asíu myndu fordæma innrásina, sem greinilega snerist ekki um annað en þrönga hagsmunagæslu evrópskra stórvelda. Breska stjórnin neitaði að hlusta á ráð Bandaríkjamanna. Á endanum var ekki nóg að endur- heimta Súez-skurð fyrir breska heimsveldið, heldur vildu Bretar líka skipta um stjórn í Egyptalandi og sögðu Nasser hættulegan friði í heiminum. Innrásin gekk vel, enda höfðu Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn í sameiningu mikla yfirburði á hernaðarsviðinu. Tylliástæðan fyrir innrás vestrænu stórveld- anna var að þau þyrftu að stilla til friðar eftir að Ísraelsmenn höfðu gert innrás í Egyptaland. Þetta er ekki eldri saga en svo að stjórn- andi fallhlífasveitanna sem réðust inn fyrir egypsku landamærin var Ariel Sharon. Nasser gat ekki stöðvað innrásarliðið en það gátu Bandaríkjamenn og þeir gerðu það með því að setja Bretum úrslita- kosti. Sumir segja að breska heimsveldið hafi endanlega hrunið þessa haustdaga fyrir fimmtíu árum þegar í ljós kom að eitt orð frá forseta Bandaríkjanna dugði til að breskur her var dreginn í burtu frá líflínu heimsveldisins. Breskum her yrði ekki framar beitt til að ná markmiðum landsins í heimsmálum nema með sam- þykki Bandaríkjanna. Síðan hafa Bretar verið í því hlutverki í heim- inum sem þeir hafa leikið síðustu árin undir forustu Tony Blair. Eftir innrásina í Írak, stuðning Bandaríkjanna við öfgaöfl í Ísrael og atburði sumarsins í Líbanon er breska þjóðin hins vegar orðin þreytt á þessu hlutverki. Frakkar lærðu allt aðra lexíu af Súez en Bretar. Þeim varð ljóst að Evrópuríki gætu ekki framar leikið stórt hlutverk í heimsmál- um nema þau stæðu saman. Þetta gerðu Þjóðverjar sér einnig ljóst. Súez-stríðið varð til að ýta mjög undir tilraunir manna til stórauk- innar samvinnu ríkja á meginlandi Evrópu. Sem betur fer þróaðist stefna Evrópuríkja í alþjóðamál- um í allt aðrar áttir en hún stefndi í fyrir fimmtíu árum. Stefna Bandaríkjanna breyttist hins vegar líka og fór með tímanum að líkjast í mörgum greinum þeirri stefnu sem evrópsku nýlenduveld- in höfðu fylgt í heimsmálum. Nú, fimmtíu árum síðar, stendur breska stjórnin enn með Banda- ríkjunum í öllum málum en önnur leiðandi ríki í Evrópu reyna enn að ná saman um öðruvísi stefnu í vaxandi fjölda alþjóðlegra málefna, allt frá umhverfisvernd til mannréttinda, stríðsglæpa og málefna einstakra heimshluta. Þetta haust fyrir fimmtíu árum réðist sovéskur her inn í Ungverja- land. Innrásin var auðvelduð með Súez-stríðinu því leiðandi ríki Evrópu gátu ekki fordæmt innrás Sovétmanna af siðferðilegum styrk. Þetta haust fæddist arabísk þjóðernisstefna sem nú er að víkja fyrir pólitískum hreyfingum á grunni íslamskrar trúar vegna árangursleysis í Palestínumálinu og mörgum öðrum málum. Þetta haust varð Palestínumálið að alþjóðlegu deiluefni og Bandaríkin urðu ráðandi stórveldi í Miðaust- urlöndum. JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Í DAG | Alþjóðamál og stórveldi Í tengslum við fund Samfylkingarinnar í Skjólbrekku um síðustu helgi lýsti flokksformaðurinn því yfir að rétt væri að stjórnarandstöðuflokkarnir mynduðu ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. En hvað þýðir slík yfirlýs- ing þegar til kastanna kemur? Hefur hún eitthvert raun- verulegt pólitískt gildi? Þegar þeirri spurningu er svarað verður að taka tillit til þess að formaður Samfylkingarinnar hefur jafnframt hafnað form- legu kosningabandalagi stjórnarandstöðuflokkanna. Á hinn bóginn hafði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs lýst áhuga á fastara samstarfi af því tagi. Skjólbrekkuyfirlýsingin er því í raun og veru staðfesting eða ítrekun á kaffifundi forystumanna stjórnarandstöðunnar á dögunum. Skoðanakannanir benda eins og sakir standa til þess að mjótt sé á munum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnar- andstöðuflokkanna hins vegar. Að því leyti eru yfirlýsingar af þessu tagi ekki óraunhæfar. En í raun réttri fela þær ekki annað í sér en að stjórnarand- stöðuflokkarnir heita hver öðrum eins konar forgangssamtöl- um um stjórnarmyndun, að því gefnu að ríkisstjórnin falli. Í sjálfu sér er þetta afar veik pólitísk binding. Henni verður ekki einu sinni jafnað til forkaupsréttar. Eigi að síður hefur hún nokkuð pólitískt gildi. Á þessum vett- vangi hefur ítrekað verið vakin athygli á mikilvægi þess fyrir þróun lýðræðis í landinu að kjósendur gætu með beinum hætti valið um ríkisstjórn. Á móti því verður ekki mælt að Skjól- brekkuyfirlýsingin er skref í þá veru. Ólíklegt er að báðir stjórnarflokkarnir séu reiðubúnir til þess að gefa yfirlýsingar af þessu tagi. Það hefði eigi að síður verið æskilegt horft frá þeim sjónarhóli að kosið verði um skýra kosti. Mikilvægt er á hinn bóginn að hafa í huga að málefnaum- ræðan á komandi vetri getur auðveldlega ruglað það rím sem hér er verið að setja saman. Stíf Evrópusambandsumræða af hálfu Samfylkingarinnar getur til að mynda veikt þessa stöðu. Loforð um forgangssamtöl gætu þannig orðið nafnið eitt. Ríkisstjórnin hefur þar á móti gefið fyrirheit um að flytja nokkur þingmál sem líkleg eru til þess að þjappa stjórnarand- stöðuflokkunum saman og gera samstarf þeirra líklegra. Rík- isútvarpsfrumvarpið getur til dæmis augljóslega haft veruleg áhrif í þá veru. Litlar fyrirstöður breyta stundum straumfalli. Aðalatriðið er þó að ekki er útilokað að kjósendur eigi í vændum að velja milli skýrari kosta um ríkisstjórn en oftast nær áður í þingkosningum. Það væri kosningaháttabót. Skjólbrekkuyfirlýsingin: Möguleg kosn- ingaháttabót ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Haust fyrir fimmtíu árum Nú fimmtíu árum síðar stend- ur breska stjórnin enn með Bandaríkjunum í öllum málum en önnur leiðandi ríki í Evrópu reyna enn að ná saman um öðru vísi stefnu í vaxandi fjölda alþjóðlegra málefna. UMRÆÐAN Ísland og umheimurinn Alþjóðavæðingin veldur því að nú keppa lönd á einum markaði um neytendur, ferðamenn, nemendur, fjárfesta og frum- kvöðla. Í markaðsvæddu alþjóðasamfélagi er upplýsingaflæði orðið svo mikið að fæst- ir hafa tíma til að setja sig sérstaklega inn í raunverulegar staðreyndir um eitt land öðru fremur. Ímyndin sem sett er fram af alþjóðlegum fjölmiðlum verður raunveru- leiki í hugum flestra. Enda er sjaldnast tími til að vaða í gegnum hafsjó upplýsinga til að kynna sér hvernig hlutirnir eru í raun og veru. Ísland lenti á fyrri hluta ársins í ólgusjó misskiln- ings. Misupplýstir fjölmiðlar og greiningaraðilar á alþjóðamarkaði lögðu sitt af mörkum við að skapa ímynd landsins. Gagnrýnin var töluverð og þó að sumt ætti við nokkur rök að styðjast er óhætt að segja að mikið af alþjóðlegri fjölmiðlaumfjöllun í vor var upplifun fremur en raunveruleiki. Afleiðingin varð óróleiki á fjármálamörkuðum, veiking krónunn- ar og versnandi kjör bankanna, sem skila sér áfram til fyrirtækja og neytenda. Aukið upplýsingaflæði bankanna og menntunarátak í stöðu íslenska hag- kerfisins náði eyrum þeirra sem máli skipta og viðsnúningur varð í umræð- unni. Ástandið virðist hafa náð einhverju jafnvægi á ný. Íslendingar hafa skemmtilega sögu að segja. Okkar litla land er með samkeppn- ishæfustu löndum heims. Við erum rík, með háar meðaltekjur og miklar lífeyris- eignir. Vissulega erum við skuldug, en við erum líka ung og erum enn að eignast mörg börn. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er hér nokkuð hagfellt með skynsamlegu og hvetjandi skattaumhverfi og vel mennt- uðum mannauð. Þá eigum við fleiri frumkvöðla en flestir og allt gerir þetta það að verkum að hér er mikil velmegun og lítið atvinnuleysi. En fyrir hvað stendur Ísland? Hvaða skilaboð ætlum við að senda út í alþjóðlega upplýsingahafið í von um að það laði til okkar neytendur, ferðamenn, nemendur, fjárfesta og frumkvöðla til langframa. Viðskiptaráð ætlar á næstu mánuðum að skapa vett- vang þar sem stjórnvöld og viðskiptalíf vinna sam- eiginlega í „vörumerkinu Ísland“. Það kann að vera okkar verðmætasta en jafnframt vanmetnasta auð- lind. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Vörumerkið Ísland HALLA TÓMASDÓTTIR Kristján fram Almælt er á Akureyri og víðar að Kristj- án Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sé á leið í þingframboð fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Kristján var bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í vor og varði nokkru púðri í að sannfæra kjósendur um að hann byði sig fram til að verða bæjar- stjóri næstu fjögur árin og væri þar af leiðandi ekki á leið í þingframboð. Eftir samstarfssamning sjálfstæðismanna við Samfylkinguna er litið svo á að Kristján sé óbundinn af fyrri yfirlýs- ingu enda fær Samfylkingin bæjar- stjórastólinn þegar eitt ár er eftir af kjörtímabilinu. Heiðarlegur skattgreiðandi Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður í embætti ríkis- skattstjóra, en hann hefur gegnt starfi skattrannsóknarstjóra ríkisins. Í því embætti gaf hann umsögn sína um birtingu álagningarskráa eftir að kvörtun barst til Persónuverndar. Þar sagði: „Út frá sjónarhóli heiðarlegs skattgreiðanda er birting slíkra upplýsinga að engu leyti athugunarverð. Þvert á móti er honum gefinn kostur á því að fylgjast með hvað samborgarar hans þurfa að greiða til samfélagsins.“ Með sömu rökum má réttlæta birtingu upplýsinga um hvað einstaklingar fá til baka frá hinu opinbera, til dæmis í formi styrkja eða bóta. „Heiðarleg- ur“ bótaþegi hafi ekki neitt að fela og skattgreiðendur geti þá fylgst með hvað sam- borgarar fái frá samfélag- inu. Skúli Eggert setur nefnilega hagsmuni ríkisins ofar hags- munum einstaklingsins til að fá að vera í friði með sín persónulegu mál. Litlir njósnarar „Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur tekið til rannsóknar aðila vegna ábendinga sem risið hafa í kjölfar opinberrar birtingar álagningarskráa,“ skrifaði Skúli Eggert jafnframt. Ann- ars hefði líklega ekki komist upp um þau mál. Spurning hvort hann vilji gera fólk að litlum njósnurum fyrir skattyfirvöld, sem klagi nágranna sína fyrir hugsanleg skattsvik. Betur fer á því að eftirlitið sé á hendi sérþjálfaðs starfsfólks sem hefur aðgang að nauðsynlegum upplýsing- um og getur greint þær rétt. bjorgvin@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is Það vantar: Starfsfólk í sal. - Kvöldvinna Kokk - Dag- og kvöldvinna Starfsmann í útkeyrslu á eiginn bíl Góð Laun í boði Banthai Uppl. 896 3536

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.