Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 31

Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 31
Hannes kaupir | Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefur aukið hlut sinn í félaginu um 1,5 prósent í gegnum Oddaflug ehf. Nær yfirtöku | Mosaic Fashions hefur lokið áreiðanleikakönnun á Rubicon Retail og skrifað undir bindandi samning þess efnis að kaupa öll hlutabréf keðjunnar. Í tvennt | Samkvæmt heimildum er áætlað að skipta Dagsbrún í tvö félög, Og Vodafone og 365, og verða félögin tvö skráð í Kauphöll Íslands en Dagsbrún afskráð. Auka umfangið | Dótturfélag Baugs, Woodward Foodservice, sem sérhæft er í veitingaþjón- ustu, hefur keypt samkeppnisaðil- ann DBC Foodservice. Ruku út | Mikil spurn var eftir bréfum í Existu þegar fagfjárfest- um var gefinn kostur á að kaupa bréf í félaginu í fyrsta áfanga hlutafjárútboðs félagsins. Til Íslands | Föroya Banki og Föroya Sparikassi hafa uppi áform um að skrá sig í Kauphöll Íslands samhliða skráningu í færeysku kauphöllina. Hækka mest | Hlutabréf í Landsbankanum og FL Group hafa hækkað mest frá byrjun ágúst þegar innlendur markaður náði lægsta gildi sínu. Bauð betur | Bandaríska lyfja- fyrirtækið Barr setti fram nýtt yfirtökutilboð í Pliva og hækkaði boð sitt í 820 kúnur á hlut. Actavis býður 795 kúnur. Nýtt útboð | Hlutafjárútboð fer fram í Marel á miðvikudag og fimmtudag þar sem 75 milljón hlutir verða boðnir til sölu á geng- inu 74 krónur á hlut. Eignaleigan Lýsing Nei er stundum besta svarið 14 Eftir 11. september Markaðir venjast hryðjuverkum 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 13. september 2006 – 35. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Verðbólgan náði hámarki í síðasta mánuði að mati Þóru Helgadóttur, sérfræðings KB banka. Verðbólga mældist 8,6 prósent á ársgrund- velli í ágúst. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent í sept- ember og nemur tólf mánaða verðbólga 7,6 prósentum. KB banki spáði 0,8 prósenta verðbólgu í september og er lækkun tólf mánaða verðbólgu því talsvert meiri en greining- ardeild bankans gerði ráð fyrir „Verðbólgan fer líklega aðeins upp aftur og verður milli átta og 8,5 prósent á næsta ársfjórðungi. Á næsta ári lækkar hún síðan nokkuð skarpt,“ segir Þóra. Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur Landsbankans, segir niðurstöðuna hagstæða enda hafi krónan styrkst kröft- uglega í kjölfarið. Það sé merki um að markaðurinn telji tíðindin jákvæð. Almennt hefur verið búist við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um fimmtíu punkta nú á fimmtudag. Björn Rúnar telur ólíklegt að verðbólgutöl- urnar hafi áhrif á þá ákvörðun. „Þessi verðbólguhjöðnun hlýtur að styrkja Seðlabankann í þeirri trú að hann sé að gera rétt. Ég á ekki von á því að bankinn hætti við að hækka vexti, þótt kannski séu örlítið meiri líkur en áður á að hækkunin verði aðeins um tuttugu og fimm punktar.“ - jsk Verðbólga hefur náð hámarki Tólf mánaða verðbólga mælist 7,6 prósent og er undir spám bankanna. Styrkir vaxtastefnu Seðlabankans að mati sérfræðings. Jón Skaftason skrifar Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið und- anfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs „Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman.“ Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjár- festar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fast- eignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prent- smiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. „Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarár- angur en áður.“ Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365. Dagsbrún skipt upp í tvö rekstrarfélög Fjarskiptafélagið Teymi og fjölmiðlafélagið 365 verða skráð í Kauphöll Íslands. Dagsbrún selur fasteignir í sparnaðarskyni. AF KYNNINGARFUNDI DAGSBRÚNAR Rekstri Dagsbrúnar hefur verið skipt í tvennt. Teymi og hlutafélagið 365 verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Áhrif viðskiptahallans Vera kann að krónan braggist fullhratt 10-11 Síðumúli 16-18, 105 Reykjavík ı s: 545 4400 fax: 545 4401 ı www.gutenberg.is samstarf sem skapar verðmæti Í fjármálageiranum hefur komið fram nokkur gagnrýni á að kaup- um Hannesar Smárasonar, for- stjóra FL Group, í félaginu fyrir helgi hafi ekki fylgt tilkynning til Kauphallar. KB banki sagði tíma- setninguna óheppilega vegna nándar við árs- fjórðungsuppgjör og væntanlegrar skráning- ar Icelandair Group á markað. Í gær bætti svo Baugur Group sem líkt og Hannes er fruminn- herji í félaginu, við hlut sinn í félaginu og keypti fyrir tæpar 510 milljónir króna. „Þetta fór ekki fram hjá okkur,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og kveður allt sem þyki óvenjulegt eða veki athygli tekið til sér- stakrar skoðunar. Hann segir sömu reglur gilda og í öðrum kauphöllum á Norðurlöndum um stöðvun viðskipta. Þar sé ekki um sjálfvirkt kerfi að ræða þótt bréf hækki hlutfallslega umfram markað, viðskipti séu ekki stöðv- uð fyrr en eftir fyrstu skoðun. Skoða allt sem ekki er venjulegt Glitnir hefur gefið út víkjandi skuldabréf í Bandaríkjunum fyrir 250 milljónir dala, en það samsvarar um 18 milljörðum íslenskra króna. Kaupendur bréf- anna voru að megninu til banda- rískir fagfjárfestar. Að sögn Glitnis var mikil umframeftirspurn eftir skulda- bréfunum, en alls óskuðu fjárfest- ar eftir að kaupa fyrir 1,3 millj- arða dala, eða sem samsvarar 93 milljörðum króna. „Ánægjulegt er að sjá hversu góðar viðtökur útgáfan hlýtur,“ segir Tómas Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis, og bætir við að með henni styrkist enn frekar eiginfjárstaða bankans. Kjörin sem bankanum buðust eru sögð heldur betri en verið hafa hjá bankanum að und- anförnu. - óká Gáfu út fyrir 18 milljarða króna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.