Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 32
MARKAÐURINN G E N G I S Þ R Ó U N 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá áramótum Actavis 0% 30% Alfesca 5% 17% Atlantic Petroleum -2% 32% Atorka Group 2% -1% Avion Group -2% -28% Bakkavör 0% 7% Dagsbrún -4% -18% FL Group 8% 7% Glitnir -1% 14% KB banki 0% 12% Landsbankinn 1% 2% Marel 1% 19% Mosaic Fashions 3% -5% Straumur -1% 6% Össur -4% 5% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Nefnd forsætisráðherra sem skip- uð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en sam- kvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsæt- isráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóð- leg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjár- málastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breyting- ar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. „Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyr- irtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi,“ segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, for- stjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Hauki Hafsteinssyni, fram- kvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyr- irtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. - óká Í KAUPHÖLLINNI Í FRANKFURT Hér sést verðbréfamiðlari í Frankfurt í Þýskalandi að störfum, en borgin er oft kölluð fjármálamiðstöð Evrópu. Nefnd kannar möguleika á því að laða hingað alþjóðlega fjármálastarfsemi. MARKAÐURINN/AFP Leiðin vörðuð að miðstöð fjármála Í október er þess vænst að nefnd um alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi skili tillögum sínum. Óli Kristján Ármannsson skrifar Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse telur Actavis vera eitt áhugaverðasta félagið á sviði samheitalyfja og eitt best staðsetta félagið í ljósi stærðarhagkvæmni þess og góðrar stöðu á öllum stærstu lyfjamörkuðum heims. Bankinn fjallar í nýrri skýrslu um sex helstu samheitalyfjafyrirtæki heims. Mælt er með því að fjárfestar kaupi í samheitalyfjafélögum, en í þeim geira segir bankinn vera vaxtartækifæri. „Greiningin er gríðarlega mikilvæg fyrir Actavis í markaðssetningu þess gagnvart erlendum fjárfestum, en hingað til hafa þeir bara haft við íslenskar grein- ingarskýrlur að styðjast. Bankinn telur okkur eitt áhugaverðasta félagið á okkar sviði og tæp- ast hægt að biðja um meira,“ segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Innri og ytri samskipta Actavis. Hann segir einkar mikilvægt fyrir félagið að fyrsti erlendi grein- ingaraðilinn hafi nú fjallað um það. „Þá hafa aðrir erlendir greiningaraðilar staðfest að þeir muni greina félagið og eigum við von á að á næstunni komi út skýrslur frá Cazanova, stærsta verðbréfafyrirtækis Bretlands og frá alþjóðlega bankanum Merill Lynch.“ Verðmat Credit Suisse á Actavis er heldur lægra en hjá íslensku bönkunum, eða 58 krónur á hlut sem er um 10 pró- sentum undir verði á markaði í dag en íslensku bankarnir hafa metið félagið á 68 til 79,5 krónur á hlut. Halldór segir að skýra megi muninn á verðmatinu sam- anborið við íslensku bankanna með því að Credit Suisse sé fyrst og fremst að horfa til V/H gildis (virði á móti hagnaði) fyrir árið 2007 en að íslensku bankarnir og marg- ir erlendir greiningaðilar horfi einnig til annarra kennitalna eins og EV/EBITDA (virði á móti hagnaði fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir), framtíðar- sjóðstreymis og horfi lengra fram í tímann í sýnum verðmötum. Þó er bent á það í skýrslunni að eðlilegt væri einnig að horfa fram til ársins 2008 en þá segir Halldór að mestu samlegðartækifærin muni koma fram vegna kaupa fyrirtækisins á Alpharma og þá eru kennitölur félagsins mun hagstæðari sem myndi réttlæta talsvert hærra verðmat. Í greiningunni er varað við of mikilli skuldsetn- ingu Actavis og talið að ef verði af yfirtöku félagsins á Pliva kunni skuldsetning félagsins að verða há til skemmri tíma og varað er við mikilli skuldsetningu til lengri tíma. „Einnig er ánægjulegt að sjá í verðmatinu að bankinn telur Actavis verðskulda 15 prósenta álag umfram samkeppnina í ljósi réttrar stefnu, góðs vaxt- ar, öflugs stjórnendateymis og þeirra miklu samlegðartæki- færa sem bankinn telur að enn eigi eftir að koma í ljós,“ bætir Halldór við og segir að á næstu þremur til fjórum árum sé stefnt að því að ná 25 prósenta EBITDA framlegð, samanbor- ið við rúmlega 20 prósent á árinu 2006. Þá er stefnt að því að nýjum lyfjaumsóknum í Bandaríkjunum fjölgi úr 30 á þessu ári í um 40 á því næsta. „Þessar tölur eru góð vísbending um frekari vöxt á markaðnum og eru fá fyr- irtæki sem eru að leggja inn eins margar nýjar umsóknir um ný lyf á markaðnum.“ FORSÍÐA SKÝRSLU CREDIT SUISSE Í glænýrri skýrslu sem dreift var á markaðsaðila í gær fjallar Credit Suisse um samheitalyfjafyrirtækin Hikma, Zentiva, Krka, Gedeon Richter, Actavis og Stada. Credit Suisse telur Actavis standa vel í samkeppni Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse er fyrstur erlendra grein- ingaraðila til að fjalla um Actavis. Bankinn horfir til annarra þátta í verðmati fyrirtækisins en íslenskir bankar hafa gert. Heildarafli fyrir fiskveiðiárið 2005/2006 nam tæpum 1,3 millj- ónum tonna. Þetta er 475 tonn- um minna en á fyrra fiskveiði- ári, samkvæmt bráðabirgðatöl- um Fiskistofu. Meðalafli síðast- liðinn 14 ára nemur hins vegar rúmum 1,8 milljónum tonna og hefur aflinn því aldrei verið minni. Að sögn Fiskifrétta ræðst minni afli helst af minni loðnu- afla nú en áður. Veki lítill loðnu- afli meiri áhyggjur en aflabrest- ur fyrr á árum þar sem óvíst sé um ástæður samdráttarins enda skipti loðna verulegu máli fyrir vöxt og viðgang þorsks og fleiri nytjastofna. - jab LOÐNA Loðnuafli var minni á síðasta fiskveiðiári en árið á undan. Lítill loðnuafli vekur áhyggjur enda skiptir loðnan máli fyrir vöxt og viðgang þorsks og fleiri nytja- stofna í sjónum. MARKAÐURINN/HARI Aldrei minni afli Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjár- málamörkuðum í gær og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Þar með lauk sex daga samfelldu lækkunarferli á olíuverðinu. Gengissveiflur krónunnar hamla dagsveiflum í olíuverði hér á landi. Hráolíuverð fór hæst í 78,64 dali á tunnu um miðjan júlí síðastliðinn eftir að Ísraelsher réðst gegn Hizbollah-samtökun- um í Líbanon en um sögulegt hámarksverð var að ræða. Í kjöl- far vopnahlés á milli stríðandi fylkinga í ágúst lækkaði verðið snarlega og hefur lækkað um 20 prósent síðan þá. Jónas Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs hjá olíufélaginu, segir eftirspurn eftir eldsneyti og gengissveiflur krónunnar auk heimsmarkaðs- verðs á hráolíu stýra eldsneyt- isverði hér á landi. Þótt verð á eldsneyti hafi lækkað nokkuð síðustu daga á heimsmarkaði þá hafi gengi krónunnar veikst á móti og séu lækkanirnar því ekki jafn miklar hér og erlendis. Á sama hátt hafi gengi krónunnar styrkst um miðjan júlí og því hækkaði eldsneytisverð ekki jafn mikið hér og utan landsteina. - jab Horfir til lækkunar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.