Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 36
MARKAÐURINN 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi
frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku.
Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af
störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum for-
stjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti
hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem
stjórnarformaður fyrirtækisins.
Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóra-
skiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða
rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk
bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta
í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir
dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir
það eitt að taka starfið að sér.
Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá
Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og
er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld.
Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og
kaupréttarákvæði.
Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið
til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins
til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum banda-
ríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra
króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford,
fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að
hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í
efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrir-
tækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita
eftirmanns hans.
TVEIR FORSTJÓRAR FORD Alan Mulally, verðandi forstjóri
Ford, ásamt Bill Ford, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, á
blaðamannafundi í síðustu viku.
MARKAÐURINN/AP
Góð launahækkun
hjá forstjóra Ford
Vonast er til að nýr forstjóri Ford snúi viðvarandi taprekstri
bílaframleiðandans í hagnað.
Bandaríski tölvuframleiðand-
inn Dell hefur frestað útgáfu á
afkomutölum fyrirtæksins fyrir
annan fjórðung ársins. Ástæðan
er athugasemdir sem banda-
ríska fjármálaeftirlitið (SEC)
gerði við bókhald fyrirtækisins
síðastliðin fjögur ár.
Að sögn Michaels Dell,
stjórnarformanns og stofn-
anda Dell, vinnur fyrirtækið
með fjármálaeftirlitinu og eru
stjórnendur tilbúnir að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
svara öllum athugasemdum eft-
irlitsins fljótt og örugglega.
Michael Dell sagðist ekki
geta sagt fyrir um hvað rann-
sókn fjármálaeftirlitsins þýddi
fyrir fyrirtækið en stefnt væri
að því að kynna uppgjörið eins
fljótt og auðið væri.
Athugasemdir fjármálaeftir-
litsins auka enn á vandræðasúpu
tölvuframleiðandans en í síð-
asta mánuði þurfti fyrirtækið í
varúðarskyni að innkalla fjórar
milljónir rafhlaða frá Sony sem
voru í fartölvum fyrirtækisins.
Var það einhver mesta innköll-
un á tölvubúnaði fram til þessa.
Gengi bréfa í Dell hefur
ekki farið varhluta af vandræð-
unum en það féll um 3,7 pró-
sent á markaði vestra í kjölfar
fréttanna á mánudag og stendur
nú í 20,85 dölum á hlut.
- jab
MICHAEL DELL, STOFNANDI DELL Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir
við bókhald tölvuframleiðandans Dell síðastliðin fjögur ár. MARKAÐURINN/AP
Fleiri vandræði hjá Dell
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
(IMF) greindi frá því í úttekt
sinni á horfum í málmiðnaði í
síðustu viku að verð á málm-
um hefði náð hámarki og líkur
væru á að það lækkaði um allt
að 60 prósent á næstu fimm
árum.
Í úttektinni kemur fram að
verð á málmum á borð við ál,
kopar og stál hafi hækkað um
heil 180 prósent á síðastliðn-
um fjórum árum og séu málm-
arnir á yfirverði. Líkur sé á
að verð á kopar lækki um allt
að 57 prósent á tímabilinu en
álverð um 35 prósent. Spá IMF
er þvert á væntingar fyrirtækja
í málmframleiðslu, sem búast
við stöðugu verði á málmum og
hækkun frekar en lækkun. - jab
ÁL Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að
verð á áli muni lækka um 35 prósent á
næstu fimm árum. MARKAÐURINN/VILHELM
Spá lækkun á verði málma
Bandaríska fjölmiðlasam-
steypan News Corporation, sem
er í eigu ástralska fjölmiðla-
kóngsins Ruperts Murdochs, er
sögð greiða leigu fyrir íbúð hans
í námunda við Central Park í
New York í Bandaríkjunum.
Murdoch, sem flutti í íbúðina
í maí, er langt frá því að vera
á flæðiskeri staddur. Fyrirtæki
hans á meðal annars dagblöðin
The Times og New York Post
auk vefsvæðisins MySpace og
Fox-fréttastöðvarinnar, svo
fátt eitt sé nefnt. Fékk hann 25
milljónir Bandaríkjadala, tæpa
1,8 milljarða íslenskra króna,
í laun og aðrar greiðslur á síð-
asta ári.
Breska dagblaðið Telegraph
segir íbúðina ekki af verri end-
anum en um er að ræða þakhýsi
í Trump-byggingunni við Park
Avenue í New York og nemur
leigan jafnvirði tæpra 3,6 millj-
óna íslenskra króna á mánuði.
Murdoch seldi íbúð sína á
Manhattan fyrr á árinu og mun
vera að endurnýja aðra íbúð
í New York sem hann keypti
af Laurence Rockefeller, syni
bandaríska auðkýfingsins John
D. Rockefeller, fyrir tveimur
árum fyrir jafnvirði tæpra 3,2
milljarða íslenskra króna.
Dagblaðið hefur eftir tals-
manni fyrirtækisins að það
greiði leiguna einungis þar til
endurbótum á hinni nýju íbúð
Murdochs lýkur. Hafi fjölskylda
hans þurft að flytja í hús þeirra
í Los Angeles vegna þess og
dvelji hann fjarri henni lang-
dvöldum starfsins vegna. - jab
RUPERT MURDOCH Fjölmiðlasamstæða fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdochs greiðir
leigu fyrir íbúð hans í New York.
Greitt undir fjölmiðlamógúl
Ríkisstjórn Bandaríkjanna
hefur sett íranska ríkisbankann
Saderat á svartan lista vestan-
hafs. Að sögn Stuarts Levey, yfir-
manns deildar innan bandaríska
fjármálaráðuneytisins sem sér
um mál er tengjast hryðjuverka-
starfsemi og fjármálanjósnum,
er bankinn grunaður um að hafa
millifært fjármuni til hryðju-
verkasamtaka.
Saderat-bankinn hefur
ekki haft formlega starfsemi í
Bandaríkjunum en honum hefur
verið kleift að flytja peninga til
og frá Bandaríkjunum.
Levey sagði í síðustu
viku að fjármálastofnanir í
Bandaríkjunum hefðu skor-
ið á öll samskipti við bankann,
sem er einn sá stærsti í Íran,
vegna færslna á tugmilljónum
Bandaríkjadala til ýmissa hryðju-
verkasamtaka, meðal annars
Hezbollah-samtakanna í Líbanon,
í gegnum árin.
Kvartanir vegna þessa hafa
hvorki borist frá ráðamönnum í
Íran né forsvarsmönnum bank-
ans vegna þessa, að sögn breska
ríkisútvarpsins, BBC.
Viðmælendur útvarpsins
segja hins vegar að bankinn hafi
þjónað mikilvægu hlutverki sem
milliliður fyrir viðskipti Írana
við markaði víða um heim. - jab
Íranskur banki á svörtum lista
STUART LEVEY Levey segir íranska bank-
ann Saderat hafa séð um millifærslur á
fjármunum til hryðjuverkasamtaka.
MARKAÐURINN/AFP
Suðurlandsbraut 22
Glerárgötu 24-26
Sími 540 1500
Fax 540 1505
www.lysing.is
Er húsnæði á
teikniborðinu?
Ert flú a› huglei›a kaup á
atvinnuhúsnæ›i?
"Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi›
persónulega fljónustu, höfum vi› hjá
L‡singu hjálpa› fyrirtækjum af öllum
stær›um og ger›um a› koma flaki yfir
sína starfsemi."
Sigurbjörg Leifsdóttir
Rá›gjafi, fyrirtækjasvi›