Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 41

Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 41
H A U S MARKAÐURINN viðskiptahalli ekkert að vera slæmur, hann getur til dæmis verið vísbending um að fjár- festing sé meiri en sparnaður. En svo getur hann náttúrlega líka þýtt að neysla sé meiri en sparnaður. Einn og sér er viðskiptahallinn ekki sjálfstætt vandamál nema af því að hann getur haft áhrif á krónuna,“ segir hann og bendir á að fjárfesting í stóriðju á Austurlandi sé risavaxin og vegi þungt í hallanum. „Það er hægt að hafa viðskiptahalla töluverðan ef vöxtur erlendra skulda er ekki meiri en vöxtur landsframleiðslu. Núna er hagkerfið búið að vaxa um 50-60 prósent á síðustu tíu árum og í þeim samanburði má segja að það sem þótti mikið í erlendum skuldum þá þykir kannski ekki mikið núna.“ HALLI ÚTI ÚR KORTI Ásgeir segir aðaláhyggjuefni manna tengt viðskiptahalla um þessar mundir vera að fjár- mögnunin í formi erlendra lána sé sveiflu- kenndari en útflæðið, sem sé nokkuð stöðugt og jafnt. „Núna er gríðarmikill vaxtamunur við útlönd og með þennan mikla halla þýðir það að krónan verður óstöðug svo lengi sem þetta ástand varir, væntanlega eitthvað fram á næsta ár.“ Ásgeir segir að búist sé við nokkuð hröðum samdrætti viðskiptahallans á næsta ári með lokum stóriðjuframkvæmda, auk þess sem byggingariðnaðurinn vegi líka þungt þegar þar hægi á. „Svo er einkenni á Íslandi varðandi varanlegar neysluvörur, af því að við flytjum inn bíla og neysluvörur er skynsamlegt að kaupa þessar vörur þegar gengið er hátt og nota þær meðan gengið er lægra,“ segir hann og segir ráð gert fyrir svip- uðum samdrætti í einkaneyslu og varð 2001 til 2002 þegar viðskiptahalli snerist við. „En í því sambandi hafa þó ýmsir af því áhyggjur að krónan sé að styrkjast of hratt aftur. Við hefð- um viljað fá þessa aðlögun fram að fullu þannig að fólk hætti að kaupa í bili.“ Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Landsbanka Íslands, segir við- skiptahallann orðinn mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi árs. „En það er auð- vitað mikilvægt að skoða samsetningu hallans. Eru þessar vörur sem við flytjum inn þess eðlis að þær auki framleiðslugetuna og auki getu þjóðarbúsins til að standa undir lánum, eða er þetta eitthvað allt annað?“ Hún segir hins vegar alveg ljóst að viðskiptahalli upp á 25 prósent af vergri landsframleiðslu sé alveg úti úr korti. „Við höfum verið að tala um að viðskiptahalli upp á allt að þrjú prósent sé eðlilegur í landi eins og okkar þar sem þjóðin er ung og vöxtur mikill. Tveggja prósenta við- skiptahalli þýðir í raun óbreytta skuldastöðu gagvart útlöndum,“ segir hún. Þá segir Edda Rós ekkert benda til þess í raun að hallinn hverfi í bráð, þótt vissulega muni hann lækka hratt. Greiningardeild bank- ans gerir ráð fyrir að hann verði um 16-17 prósent af vergri landsframleiðslu í ár og svo um eða undir tíu prósentum á næsta ári. „Krónan hefur styrkst frá því hún var hvað veikust á árinu og alveg ljóst að ef hún verður sterk áfram gætum við þurft aðra gengislækk- un 2008 eða 2009 til að fá utanríkisviðskiptin nær jafnvægi.“ Hún segir þó að sveiflur sem þessar séu nokkuð sem þjóðin hafi valið sér, enda feli þær í sér mikinn sveigjanleika. „Við erum alltaf að taka í notkun nýja fram- leiðsluþætti og þenja kerfið til hins ítrasta. Mikill viðskiptahalli er merki um að innlendri eftirspurn sé að stórum hluta beint út úr land- inu, sem hjálpar vissulega til við að draga úr þenslunni hér heima. Í rauninni notum við svo krónuna og sveiflurnar í henni til að ná jafn- vægi á nýjan leik.“ Hún segir ljóst að sveiflur gjaldmiðilsins muni vekja á ný umræður um vænleika þess að taka upp evru. „En það er mikilvægt að menn átti sig á því að það þýðir ekkert að fara inn í evruna með þær aðferð- ir og sveiflur sem við höfum valið okkur. Sérstaða Íslands er meðal annars hátt atvinnu- stig. Í meiri gengisstöðugleika fengjum við líklega sveiflur í atvinnustigi í stað sveiflna í verðbólgu og kaupmætti. Að óbreyttu væri í það minnsta erfiðara að halda fullri atvinnu. Stöðugleiki í gengi og atvinnustigi næst ekki samtímis nema með gjörbreyttri hagstjórn og ég sé ekki að það sé að fara að gerast.“ SEGIR HÆGJA Á NEYSLUNNI Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að varðandi stærð viðskiptahallans hér um þessar mundir sé gott að hafa í huga að hann sé stór sem hlutfall af landsframleiðslu vegna þess hve hagkerfi okkar er lítið og framkvæmdirn- ar sem hér hafa verið í gangi stórar í samhengi við það. Hann bendir á að í mörg hundruð sinnum stærri hagkerfum landa beggja vegna Atlantsála þyrfti mikinn fjölda slíkra fram- kvæmda til að framkalla viðskiptahalla sem væri þá jafnstórt hlutfall af landsframleiðslu og komið hafi hér fram að undanförnu. „Þá er gott að hafa í huga að þessar framkvæmdir eru tímabundnar. Þegar þeim lýkur dregst inn- flutningur hratt saman og útflutningur eykst mikið. Við það mun viðskiptahallinn minnka hratt og verða mun minni eftir fáein ár,“ segir hann og bendir einnig á samspil gengis krón- unnar og vöruinnflutnings. Gengið hafi verið hátt og fólk nýtt sér það til ferðalaga eða til að flytja inn bíla og hvers kyns neytendavöru. „Bjartsýni landsmanna og vilji til að takast á við auknar skuldir hefur einnig byggst á því að flestir hafa atvinnu og kaupmáttur ráðstöf- unartekna hefur aukist mikið undanfarin ár, sem og verðmæti fasteigna þeirra og hlutabréfa. Nú er útlit fyrir að tekið hafi að hægja á þessari þróun, meðal annars vegna lækkunar á gengi krónunnar, og það muni einn- ig hafa þau áhrif að viðskiptahallinn dragist saman á komandi árum.“ SKYNSEMI OG FYRIRHYGGJA Þá bendir Þorsteinn á að fyrirtæki hafi einnig skuld- sett sig til að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu, bæði hér og í útlöndum, oft með því að kaupa önnur fyrirtæki. „Útrásin hefur haft mikil áhrif og íslensk fyrirtæki eru farin að selja vörur og þjónustu á stór- um alþjóðlegu mörkuðum. Eignir fyrirtækjanna hafa aukist, oft meira en skuldir þeirra. Vera má að íslensk fyrirtæki framleiði í aukn- um mæli erlendis og flytji vörur til landsins,“ bend- ir hann á, en sem dæmi um slíka þróun má nefna fatnað 66° Norður og plastpoka Plastprents. „Alþjóðavæðing framleiðslunnar getur því aukið viðskipta- hallann. Áhrifin eru þó ekki einhlít. Um leið eru eignir landsmanna að aukast erlendis og arður af þeim er talinn til tekna í viðskipta- jöfnuðinum.“ Þorsteinn segir viðbúið að síðar sjá- ist aftur svona sveiflur í ytra jafnvægi þjóðarbúsins, en þær verði vonandi ekki eins stórar og verið hafi. „Stóriðjuframkvæmdunum fylgdu nýjungar á fjármála- markaði sem juku tímabundið á þensluna. Skynsamleg tíma- setning frekari stóriðjufram- kvæmda ætti að gera þær mun viðráðanlegri,“ segir hann. Þorsteinn telur ekki heldur sérstaka ástæðu til að ætla að breytileiki gengis krónunnar verði meiri í framtíðinni en verið hafi til þessa. „Verðmæti gjaldmiðils sem er fljótandi á alþjóðlegum fjármálamark- aði er ákvarðað af flæði fjár- magns, m.a. vegna skammtíma stöðutöku, alþjóðaviðskipta og beinna erlendra fjárfest- inga,“ segir hann og bendir á að núorðið séu allir markaðir opnir og alþjóðlegir og þátt- takendur frjálsir til að bregð- ast við á skjótan og rökrænan hátt. „Skynsemi og fyrirhyggja í ákvarðanatöku einstaklinga varðandi eigin hag leiðir oftast af sér bestu niðurstöðu fyrir efnahagslífið í heild. Þannig hefur íslenskt efnahagslíf sýnt sig að vera afar sveigjanlegt þegar kemur að því að fyrirtæki og einstakl- ingar bregðist við gengisbreytingum. Þá má minna á að íslensku bankarnir eru vel reknir og með góða eiginfjárstöðu og reglur og eft- irlit á fjármálamarkaði eru á við það besta sem gerist annars staðar. Því er það metið sem svo að efnahagslífið geti vel staðið af sér tímabundið ójafnvægi og umtalsverðar gengisbreytingar,“ segir hann. 11MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 Ú T T E K T Vera kann að krónan braggist fullhratt Viðskiptahallinn er meiri en nokkru sinni. Hagfræðingar hafa þó ekki af honum stórfelldar áhyggjur, enda er hér hagvöxtur mikill, en benda á að helst hafi hann áhrif á gengi krónunnar. Óli Kristján Ármannsson ræddi við sérfræðinga um halla á viðskiptum við útlönd, áhrif hans og framtíðarhorfur. V I Ð S K I P T A J Ö F N U Ð U R Þ J Ó Ð A R I N N A R V I Ð Ú T L Ö N D 1 9 9 0 - 2 0 0 6 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006* 2007* 2008* -7.707 -15.989 -9.542 2.909 8.520 3.390 -8.700 -9.459 -39.800 -42.921 -69.439 -33.365 12.627 -41.039 -92.195 -164.458 -175.600* -90.200* -45.600* Heimild: Seðlabanki Íslands *Spá fjármálaráðuneytisins í Þjóðarbúskapnum, 20. júní 2006. Hér hefur vegið þungt fjárfesting vegna stóriðju, en einnig mikil neysla almennings. Hún er þó ekki talin jafn- slæm og virst hefði getað í fyrstu, enda hafi gengi krónunn- ar verið hagstætt margvíslegum inn- kaupum. Neyslan dragist hratt saman þegar gengið verði óhagstæðara, það sýni sagan okkur. Núna velta hag- fræðingar þó fyrir sér hvort krónan braggist of hratt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.