Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 58

Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 58
 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR16 VISSIR ÞÚ... ... að Michael Jackson er fæddur 29. ágúst 1958 og er því nýlega orðinn 48 ára gamall? ... að hann heitir í raun Michael Joseph Jackson? ... að hann fæddist í Gary, Indiana? ... að hann byrjaði söngferil sinn sjö ára gamall sem aðalsöngvari The Jackson 5? ... að hann tók upp fyrsta sólólagið sitt árið 1971 en var þó enn í hljómsveitinni? ... að sólóferillinn hófst fyrir alvöru 1979? ... að formlega sagði hann skilið við systkini sín í hljómsveitinni árið 1984? ... að á ferli sínum tók Jackson upp og framleiddi best seldu plötu allra tíma, Thriller, sem seldist í yfir 51 milljón eintaka? ... að Thriller hlaut þrettán Grammy verðlaun? ... að þrettán laga Jacksons hafa komist í fyrsta sæti á vinsældalist- um í Bandaríkjunum? ... að Jackson hefur fengið fjölda tilnefninga og verðlauna á fjörutíu ára söngferli sínum? ... að hann hefur tvisvar verið tekinn inn í „Rock and Roll Hall of Fame“, í fyrra skiptið sem söngvari Jackson 5 árið 1997 og síðar undir eigin nafni árið 2001. ... að á árunum 1988 til 2005 bjó Jackson á búgarði sínum Never- land Ranch? ... að þar byggði hann skemmtigarð og dýragarð fyrir fátæk og veik börn? ... að hann hélt oft náttfatapartí á búgarði sínum fyrir börnin? ... að þessi athöfn vakti mikla athygli fjölmiðla þegar kom í ljós að sum börnin sváfu í rúmi söngvarans? ... að þetta kom fyrst í ljós þegar Jackson var ákærður fyrir barna- misnotkun árið 1993? ... að þau urðu á ný að fjölmiðlafári árið 2003 í frægri heimildarmynd? ... að heimildarmyndin heitir Living with Michael Jackson? ... að réttað var á ný yfir Jackson vegna ákæru um barnamisnotkun árið 2005? ... að söngvarinn var fundinn sak- laus í því dómsmáli? ... að hægt er að fá að vita meira á www.michaeljackson.com Flestir tengja nafn Jims Henson við Prúðuleikarana, brúðuhóps sem naut fádæma vinsælda í sjónvarpi víða um heim á áttunda og níunda áratugnum. Þegar þessi stórmerki listamaður lést hins vegar ótímabærum dauð- daga árið 1990, skildi hann eftir sig óteljandi kvikmyndir og þætti og margt af því tengdist Prúðuleikurunum ekki með neinum hætti. Enn er verið að framleiða efni undir nafni Hensons þótt sumum þyki það ekki standast samanburð við verk meistarans sjálfs. Hér eru fimm bestu myndir fyrirtækisins. 1.The Dark Crystal (1982) Jen fær það erfiða hlutverk að lagfæra aldagamlan kristal með það fyrir augum að koma á jafnvægi í veröld sinni og stilla til friðar. Einstakt listaverk í alla staði sem sýndi og sannaði að Henson gat meira en að tala í gegnum sokk. 2.The Great Muppet Caper (1981) Önnur bíómyndin um Prúðuleikarana segir frá því þegar froskurinn Kermit, björninn Fossi og viðundrið Gunnsi rannsaka dularfullt skartgriparán í Bretlandi. Stórskemmtileg mynd með fjölda þekktra (mennskra) leikara í aukahlutverkum. 3.The Witches (1990) Byggir á einni vinsælustu sögu rithöfundarins Roalds Dahl um lítinn dreng sem kemst að raun um að nornir eru til í raun og veru og eru jafn vondar, ef ekki verri en sögurnar segja. Góð saga, leikur og húmor gera myndina að góðri skemmtun. 4.The Labyrinth (1986) Eigingjarnri stúlku verður að ósk sinni þegar svartálfakonungur (leikinn af David Bowie) rænir bróður hennar en sér eftir öllu saman og leggur af stað í björgunarleiðangur. Flott mynd sem líður lítillega fyrir tónlist Bowies, sem er ekki upp á sitt besta. 5.The Muppet Christmas Carol (1992) A Christmas Carol, skáldsaga Charles Dickens um iðrun og yfirbót, fær skemmtilega með hjá Henson-fyrirtækinu þar sem Prúðuleikararnir leika á als oddi. Michael Caine er sann- kallaður senuþjófur sem Skröggur gamli. TOPP 5: JIM HENSON ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur Bætt líðan með betra lofti Ný sending komin. Kröftug ryksöfnun. Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhreinindum í stað hefðbundins fílters. Öflugt jónastreymi. Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða bakteríum, ryki, mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi útfjólublár lampi. Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur. Áhrifamikil lyktareyðing. Tækið eyðir lykt auðveldlega svo sem reykingalykt, matarlykt og fúkalykt. Ljóshvatasía. Ljóshvati er efni sem sýnir hvötunarviðbrögð þegar ljós skín á það. Þessi sía eyðir lífrænum efnasamböndum eins og köfnunarefnisoxíði, úrgangsgasi, ýmsum bakteríum, vondri lykt o.s.frv. Þrjú skref. HI, MED og LOW stillingar og Turbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu). Gaumljós. Ljós sýna hvort þrífa þarf fílterinn (stál blöðin) eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Falleg og hentug hönnun. Tækið er afar vel hannað bæði með útlit og notagildi í huga. Orkusparandi hönnun. Vegna orkusparandi hönnunar notar tækið aðeins 28W á klst.550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.