Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 67

Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 67
MIÐVIKUDAGUR 13. september 2006 31 Nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson er með nýja ævintýra- mynd á prjónunum. Eftir að hafa heillað bíógesti heimsins með aðlögun sinni á Hringadróttins- sögu og hrætt líftóruna úr öðrum með King Kong ætlar Jackson að horfa til himins og gera bardaga- mynd með drekum í aukahlut- verki. Fréttavefur The Guardian í Bretlandi greinir frá því að Jackson hafi heillast af sögum Naomi Novik, sem kenndar eru við Téméraire, en persóna í þeim bókum er samnefnt skrímsli. Jackson segir bækurnar blanda saman þeim bókmenntagreinum sem hann heillast hvað mest af, sögulegri skáldsögu og fantasíu, en hann segist ekki geta beðið eftir því að sjá dreka gera loft- árásir í Napóleonsstríðunum. Sögurnar gerast á þeim tíma og segja af breska sjóliðsforingjan- um Will Laurence, sem verður fyrir því óláni að finna drekaegg, en sá fundur vindur allverulega upp á sig. Upplýst er einnig að Jackson hafi í hyggju að kvikmynda met- sölubókina Svo fögur bein eftir Alice Sebold og er tökur á henni fyrirhugaðar á síðari hluta næsta árs. - khh Drekar í Napóleonsstríðunum Páll Skúlason, prófessor og fyrr- um rektor Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í boði Stofnunar Sig- urðar Nordals á morgun í tilefni af 120 ára afmælis dr. Sigurðar Nor- dals. Fyrirlesturinn nefnist „Menning og markaðshyggja: Er menningarboðskapur Sigurðar Nordals samrýmanlegur nútíma- markaðshyggju?“ Páll Skúlason varði doktorsrit- gerð sína um túlkunarfræði franska heimspekingsins Paul Ricours við Kaþólska háskólann í Louvain í Belgíu 1973. Hann var ráðinn lektor í heimspeki við Háskóla Íslands 1971 og síðan prófessor 1975. Páll var kjörinn háskólarektor 1997 og gegndi því starfi til ársins 2005. Fyrirlesturinn verður fluttur í Norræna húsinu og hefst kl. 17 á morgun. - khh Menning og markaður Sönghópurinn Veirurnar gefur út geisladiskinn Stemmningu sem geymir átján íslensk og erlend sönglög. Diskurinn er gefinn út í minningu Jóhanns Péturs Sveins- sonar. Hópurinn hefur starfað stopult í átján ár en upphaflega var um að ræða lítinn hóp frændfólks og vina sem söng með Skagfirsku söng- sveitinni í Reykjavík. Fyrir sjö árum gekk stjórnandinn Þóra Fríða Sæmundsdóttir til liðs við hópinn og síðan hefur hann haft reglubundnar æfingar en þetta er fyrsti diskurinn sem hópurinn gefur út. Á diskinum heyrast til dæmis lög á borð við „Hættu að gráta hringaná“ og „Fagurt er um sumar- kvöld við sæinn“. Upptökustjóri var Sigurður Rúnar Jónsson en meðleikarar Kristinn Örn Krist- insson og Katrín Pálmadóttir. - khh Stemning HEILRÆÐAVÍSUR OG HUGLJÚF SÖNGLÖG Sönghópurinn Veirurnar kominn á stafrænt form. LEIKSTJÓRINN PETER JACKSON Hrífst af ævintýrum og epík og ætlar að gera drekamynd. PÁLL SKÚLASON PRÓFESSOR Ræðir um menningarboðskap Sigurðar Nordals í erindi sínu á morgun. LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Miðvikudagur 13. september kl. 20 Uppselt Föstudagur 15. september kl. 20 Uppselt Laugardagur 16. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 17. september kl. 20 Uppselt Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „EKKI HUGSA. DANSAÐU!“ Miðasala 568 8000 www.id.is ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.