Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 75
MIÐVIKUDAGUR 13. september 2006 39
FÓTBOLTI Garðar Jóhannsson hefur
eins og alkunna er snúið aftur
heim eftir stutta dvöl í Noregi og
lék með Val gegn Grindavík á
mánudagskvöldið. Hann var í
ágúst seldur til Fredrikstad í Nor-
egi en þar sem hann hafði þegar
leikið með tveimur félögum, Val
og KR, á almanaksári FIFA, sem
hófst þann 1. júlí síðastliðinn er
hann ekki löglegur með þriðja
liðinu fyrr en í júlí á næsta ári.
Tæknilega séð var Garðari heimilt
að semja við Fredrikstad en hann
fengi ekki leikheimild með liðinu
fyrr en á næsta ári.
Fredrikstad sótti um undan-
þágu vegna Garðars til FIFA en
því var synjað. Alþjóðlegi félaga-
skiptaglugginn lokaði um síðustu
mánaðamót og opnar aftur þann 1.
janúar næstkomandi og segir
Garðar í samtali við Fréttablaðið
að verið sé að vinna í því að fá
undanþágu fyrir félagaskipti hans
til Noregs þá.
„Staðan í þessu máli er þannig
að nú er verið að bíða til að sjá
hvort FIFA veitir þessu máli und-
anþágu þannig að ég geti farið út í
janúar,“ sagði Garðar. Hann skrif-
aði undir þriggja og hálfs árs
samning við Fredrikstad í síðasta
mánuði en varð að rifta honum.
„Það var eina leiðin til að ég fengi
að spila aftur með Val. En þetta er
skelfilega svekkjandi og afar leið-
inlegt mál. Ég náði að vera atvinnu-
maður í ekki nema 26 klukku-
stundir. Ég vona að sá tími lengist
á nýju ári,“ sagði Garðar.
Forráðamenn Fredrikstad vilja
fá Garðar en segjast ætla að end-
urskoða málið ef núverandi undan-
þágubeiðni verði hafnað. „Ef þetta
dregst enn meira á langinn ætla
þeir að sjá til. Þetta er mikil óvissa
og við verðum bara að sjá til.“
Garðar var seldur til Vals frá
KR um miðjan júlí síðastliðinn.
Áður en hann fór til Noregs hafði
hann skorað fjögur mörk í fjórum
leikjum fyrir Val en leikirnir
verða að óbreyttu sjö talsins
þegar keppnistímabilinu lýkur.
- esá
FIFA veitti máli Garðars Jóhannssonar ekki undanþágu:
Náði að vera atvinnumaður
í Noregi í 26 klukkustundir
GARÐAR JÓHANNSSON Hér í leik með Val gegn Grindavík á mánudagskvöldið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Líklegt þykir að Jimmy
Bullard, leikmaður Fulham, verði
ekki meira með á þessari leiktíð
eftir að læknir Fulham-liðsins
skýrði frá því í gær að krossband
væri slitið í leikmanninum. Hann
verður því líklega frá í allt að níu
mánuði.Bullard þótti leika mjög
vel með Wigan á síðustu leiktíð en
hann gekk í raðir Fulham í sumar
og hefur verið að banka á dyrnar
hjá enska landsliðinu að undan-
förnu. - dsd
Meiðsli í ensku deildinni:
Tímabilið búið
hjá Bullard
JIMMY BULLARD Er með slitið kross-
band. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Aston Villa fékk í gær
kantmanninn Didier Agathe til
liðs við sig. Leikmaðurinn var
samningslaus og því þarf Aston
Villa ekki að borga krónu fyrir
hann. Agathe hefur verið að æfa
með Aston Villa undanfarið eftir
að Celtic leysti leikmanninn
undan samningi í síðasta mánuði.
„Agathe er ekki hérna til að
fylla upp í hópinn. Hann er hér
vegna þess að hann er góður
leikmaður og hungraður í að spila
og standa sig vel fyrir Aston
Villa,“ sagði O‘Neill. - dsd
Martin O‘Neill verslar:
Didier Agathe
til Aston Villa
FÓTBOLTI Franski sóknarmaðurinn
Thierry Henry mun ekki leika
með Arsenal í kvöld þegar liðið
mætir þýska liðinu Hamburg í
Meistaradeild Evrópu.
Henry kom meiddur til baka
eftir landsleikina í síðustu viku
en lék þó með Arsenal á laugar-
daginn í ensku úrvalsdeildinni.
Henry fann aftur fyrir þessum
meiðslum á æfingu í gær og
ákveðið hefur verið að hann leiki
ekki með liðinu í kvöld.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
býst samt við því að Henry verði
klár um næstu helgi þegar
Arsenal mætir Manchester
United á útivelli. - dsd
Meiðsli hrjá Arsenal:
Henry ekki
með í kvöld
THIERRY HENRY Verður ekki með
Arsenal í kvöld en meiðslin eru þó ekki
alvarleg. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
– Mest lesið
Sirkus kemur á föstudögum!
Nú færðu nýtt og litríkara Sirkus tímarit með Fréttablaðinu á
föstudögum. Sirkus er blaðið sem flytur þér skemmtilegar
fréttir af áhugaverðu fólki og sér til þess að þú vitir allt sem er
að gerast um helgina. Auk þess fjallar blaðið á ferskan hátt um
tísku, kvikmyndir, tónlist, lífsstíl og alls kyns fleira skemmtilegt.
Föstudagar eru
sirkusdagar
Helgin í hnotskurn – ferskustu fréttirnar
Hollywoodslúðrið og persónuleg viðtöl
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
FÓTBOLTI Breiðablik vann í gær
frækinn sigur á HJK Helsinki í
Evrópukeppni félagsliða en keppni
í riðli Íslands fer fram í Finnlandi.
Fyrirliðinn Ólína G. Viðarsdóttir
kom Blikum yfir í síðari hálfleik
en heimamenn jöfnuðu metin
skömmu síðar. Það var svo Greta
Mjöll Samúelsdóttir sem tryggði
Breiðabliki sigur í leiknum með
einni af síðustu snertingum leiks-
ins.
Guðmundur Magnússon, þjálf-
ari Blika, var vitaskuld kampakát-
ur og stoltur af sínu liði þegar
Fréttablaðið hafði samband við
hann í gær. „Þetta var afskaplega
ljúft. Leikurinn var erfiður enda
finnska liðið hörkugott. En við
agaðan og góðan leik og áttum
þetta skilið.“
Hann segir leikinn hafa verið
mjög jafnan. „Liðin skiptust á að
sækja þó að við höfum ef til vill
aðeins haldið okkur til baka í fyrri
hálfleik. Í þeim síðari færðum við
okkur svo framar á völlinn og
vorum mikið með boltann,“ sagði
Guðmundur. Ólína skoraði fyrsta
mark leiksins með góðu skoti á 60.
mínútu og lið Helsinki jafnaði
metin þrettán mínútum síðar.
„Við fengum svo góða og hraða
skyndisókn á 93. mínútu þar sem
kom fyrirgjöf frá hægri inn á teig
þar sem Greta Mjöll kom og
afgreiddi knöttinn í netið. Svo var
tekin miðja og leikurinn strax
flautaður af. Finnnar voru mjög
ósáttir og það sló algera þögn á
áhorfendur. Ég held að fáir hér
hefðu trúað þessu en við höfðum
allan tímann trú á sjálfum okkur.“
Næsti leikur verður á morgun
gegn Evrópumeisturum Frankfurt
sem vann 6-0 sigur á Universitetet
Vitebsk frá Hvíta-Rússlandi. Tvö
lið komast upp úr hverjum riðli og
má því segja að sigur Blika í dag
hafi verið afar mikilvægur. Frank-
furt verði að teljast líklegur sigur-
vegari og baráttan um 2. sætið
standi á milli hinna liðanna. Þar
stendur Breiðablik vel.
„Ég sá Hvít-Rússana spila við
Frankfurt í dag og er kannski ekki
mikið að marka þann leik. En ég tel
að finnska liðið sé ef til vill aðeins
sterkara,“ sagði Guðmundur.
- esá
Breiðablik vann frækinn sigur á HJK Helsinki í gær:
Greta Mjöll þagg-
aði í Finnunum
MARKASKORARAR BLIKA Hér fyrir miðri mynd eru þær Greta Mjöll Samúelsdóttir og
Ólína Viðarsdóttir sem skoruðu mörk Breiðabliks í gær. Hér fagna þær sigri á Val í
Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Ben
Thatcher var í gær dæmdur í átta
leikja bann af aganefnd enska
knattspyrnusambandsins fyrir
fólskulega árás á Pedro Mendes,
leikmann Portsmouth. Hann fékk
einnig fimmtán leikja bann sem
er skilorðsbundið í tvö ár.
Manchester City hafði þegar
sjálft sett Thatcher í sex leikja
bann og dregið af honum laun í
sex vikur. - esá
Ben Thatcher hjá Man. City:
Átta leikja bann