Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 52

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 52
Á þeim fimm árum sem Art Basel hefur skotið rótum í hinu rómaða art-deco hverfi á Miami Beach hefur hún skipað sér í röð fremstu lista- kaupstefna heims, á meðal móð- urmessunnar sjálfrar í Basel Sviss og Frieze-listastefnunnar í London. Art Basel Miami Beach hefur ákveðna sérstöðu og kemur fyrir sjónir sem eins konar Cannes myndlistarinnar – trópískur suðu- pottur þar sem Hollywood-stjörn- ur, heimsfrægir hönnuðir og auð- jöfrar mæta til leiks auk fulltrúa myndlistargeirans. Miami, höfuð- borg hins suðræna glamúrs, er hér í essinu sínu og margir freista þess að komast á boðslista í umtöl- uðustu veislurnar sem eru haldn- ar í snekkjum, glæsibýlum og einkasöfnum framáfólks í við- skipta- og listalífinu. Vel meðvit- aður um þessi skrautlegu veislu- höld, bað stjórnandi Art Basel, Samuel Keller, blaðamenn að gleyma ekki að fjalla um það sem listakaupstefnan snerist um: sjálfa listina. Og víst er nóg af list í boði: verk eftir rúmlega 2.000 listamenn frá 20. og 21. öld auk útilistaverka, hljóð- og vídeó- verka, sérstakrar sýningar fram- sækinna gallería og ýmissa sér- viðburða. Sum þeirra gallería sem hlutu ekki náð hjá valnefnd- inni í ár eru einnig mætt til leiks með eigin og óháð verkefni og því hefur Art Basel Miami Beach alið af sér fjölda annarra listviðburða og kaupstefna sem eru henni sam- fara í borginni. Formleg dagskrá stendur yfir frá 7.-10. desember, en í raun er um að ræða allsherj- ar myndlistarveislu í heila viku með sérstaka gesti úr heimi tón- listar, kvikmynda og arkitektúrs á borð við Peaches, Dennis Hopp- er og Zaha Hadid. Fulltrúi Íslands í þessum suðu- potti alþjóðlegrar myndlistar og ákveðinn frumkvöðull á því sviði er gallerí i8 í eigu Eddu Jónsdótt- ur og Barkar Arnarsonar. Þetta er annað árið í röð sem galleríið kemst í gegnum nálarauga val- nefndar Art Basel Miami Beach. Það er mikill heiður að vera meðal hinna útvöldu og augljóslega ómetanlegt tækifæri til kynning- ar á þeim listamönnum sem i8 er með á sínum snærum – og íslenskrar myndlistar almennt, enda listastefnan í hæsta gæða- flokki. „Þetta er aðalmálið fyrir mig og íslenska listamenn – að komast á markað í útlöndum,“ segir Edda, en galleríið tekur þátt í allt að fjórum listastefnum árlega. Hún segir mikilvægt að vera virkur þátttakandi í hring- iðu alþjóðalistheimsins sem skil- ar sér beint á sjálfri listakaup- stefnunni en einnig óbeint sem kynning á galleríinu og lista- mönnunum til lengri tíma litið. Árangurinn lætur ekki á sér standa og það er stöðugur straum- ur áhugasamra kaupenda á bás- inn hjá i8. „Þetta er búið að vera mjög fjörugt,“ segir Börkur við lok annars opnunardags og segir það koma svolítið á óvart að eng- inn einn standi upp úr, heldur dreifist áhuginn tiltölulega jafnt á þá listamenn sem galleríið kynnir í ár. Það eru Ragnar Kjart- ansson, Birgir Andrésson, Roni Horn, Hrafnkell Sigurðsson, Ragna Róbertsdóttir, Katrín Sig- urðardóttir, Gabríela Friðriks- dóttir, Hreinn Friðfinnsson, Karen Sander og Hamish Fulton. Við lok þriðja opnunardags er kominn biðlisti á verk sumra listamannanna sem hafa selst upp – og aðrir hafa fengið tilboð um sýningahald í söfnum og gallerí- um. „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Edda. Frá sjónarhóli safnarans er Art Basel Miami Beach líka gósen- land, og hingað er mættur Pétur Arason, sem um áratuga skeið hefur safnað alþjóðlegri nútíma- myndlist af mikilli ástríðu. Almenningi gefst kostur á að njóta ávaxtanna í SAFNI Péturs og eiginkonu hans, Rögnu Róbertsdóttur, við Laugaveginn í Reykjavík. Pétur hefur eignast mörg listaverk vegna persónu- legra kynna af heimsþekktum listamönnum. Pétur kaupir líka verk á alþjóðlegum listastefnum og segist núorðið sækja tvær til þrjár árlega, enda finnst honum mjög mikilvægt að á Íslandi sé alþjóðleg myndlist bæði til og sýnd opinberlega og geti þannig skapað samræðu við íslenska myndlist. Pétur hefur sótt alþjóð- legar listastefnur í um þrjátíu ár og segir að á þeim tíma hafi orðið miklar breytingar „Þegar ég var að byrja í þessu voru þeir sem stunduðu þetta álitnir eins konar sérvitringar,“ segir Pétur og minnist þess að á sínum tíma hafi aðeins örfáir einstaklingar haft áhuga á nútímamyndlist og sinnt áhuganum í einhverjum mæli. „En nú er fjandinn laus,“ heldur hann áfram og segir að síðastliðin fjögur til fimm ár hafi orðið sprenging á markaðnum fyrir nútímamyndlist. Pétur bendir á að fyrir utan aukinn áhuga sé erf- iðara en áður að hafa yfirsýn yfir hlutina: „Fyrir nokkrum árum gat maður fylgst með því sem var að gerast, en nú eru þetta svo mörg lög að það er útilokað að vita allt.“ Hann segir kaupendur á lista- stefnunni vera af ólíkum toga: sumir koma mjög vel undirbúnir, með mikla þekkingu í farteskinu og vita upp á hár hvað þeir ætla að kaupa. Aðrir renna blint í sjó- inn og „kaupa með eyrunum“, eins og hann orðar það. Pétur segir greinilegt að nýr hópur fjár- sterkra kaupenda sé kominn á markaðinn. Það er fjárfest fyrir svimandi háar upphæðir og menn hvorki hugsa sig um né blikna þegar þeir festa kaup á milljón dollara verkum. Pétur telur lista- stefnuna í Miami á vissan hátt vera öruggan vettvang fyrir lista- verkakaupendur, að því leyti að þeir listamenn sem galleríin eru að kynna eru flestir nú þegar búnir að hasla sér völl á sviði myndlistarinnar og einungis fremstu gallerí heims á hverjum tíma meðal þátttakenda. Engu að síður leggur Pétur áherslu á að myndlistarkaupum fylgi alltaf áhætta. Að hans mati er áhættan líka á margan hátt það sem er spennandi og áhugavert við þessa íþrótt. „Ég veit hvað ég vil,“ segir Pétur þegar hann er inntur eftir eigin kaupum á listaverkum. Hann segist hafa þjálfað auga sem á meðal annars rætur að rekja úr fatakaupmennsku sem hann stundaði allt frá unglingsár- unum með föður sínum. Hann vill því helst ekki hugsa sig mikið um þegar hann kemur auga á eitt- hvað sem kveikir í honum, vegna þess að þá er möguleiki á að hann hætti við kaupin – og sjái eftir því. Pétur bendir mér á verk eftir japanskan listamann sem hann féll fyrir en var of dýrt. Þó að hann komist ekki yfir þetta verk að sinni þarf hann samt ekki að fara tómhentur heim frá Miami, enda búinn að ákveða að festa kaup á þremur verkum. Pétur vill þó ekki gefa upp hvaða verk það eru en segir: „Fólk verður að koma og sjá fenginn í SAFNI.“ Fjandinn laus á Art Basel Miami Beach Það var handagangur í öskjunni þegar dyrunum að listakaupstefnunni Art Basel Miami Beach var lokið upp í ráðstefnuhöllinni í Miami. Tæplega tvöhundruð alþjóðleg myndlistargallerí, valin úr hópi 650 umsækjenda, stóðu tilbúin með vöru sína og listaverkasafnarar, sýningastjórar og safnstjórar frá öllum heimshornum voru mættir, vel undirbúnir fyrir átökin og æddu markvisst af einum bás á ann- an. Anna María Bogadóttir fylgdist með.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.