Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 80

Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 80
Eðvarð segir enga reglu innan bahá´íi-trúarbragðanna um það hvort haldin séu jól eða ekki. „Sjálfur held ég ekki jól sem slík,“ segir Eðvarð en hann gerir sér þó dagamun á jólum. „Ég borða góðan mat á aðfangadag og gef gjafir ef svo ber undir en ég fer ekki í kirkju eða neitt svoleiðis.“ Eðvarð telur að eins sé með marga bahá´íia. „Við teljum öll trúar- brögð jafngild og öll frá guði. Ef við ættum að halda jólin sem trú- arhátíð þá ættum við í raun líka að halda upp á allar trúarhátíðir ann- arra trúarbragða líka. Hins vegar er það þannig að vegna þess að við lifum í kristnu þjóðfélagi þá úti- lokum við okkur ekki frá helgisið- um kristinna manna.“ Nýárið hjá bahá´íium er í mars við vorjafndægur eins og hjá múslimum. „Fyrir vorjafndægur er nítján daga fasta en á undan henni eru svokallaðir aukadagar sem eru í rauninni okkar jól. Þannig að við fögnum nýju ári en höfum einnig ýmsa helgidaga sem tengjast til dæmis fæðingar- dögum upphafsmanna trúarinn- ar,“ segir Eðvarð en honum finnst jólahald hér á landi almennt ganga út í öfgar. „Jólin sem slík eru mjög falleg enda eru þau hátíð ljóss, friðar og kærleika. Öðru máli gegnir um kaup- mennskuna í kringum þetta, æði- bunuganginn og fátæktina sem verður enn ömurlegri á jólum en ella. Þetta er umhugsunarefni og mér finnst það ekki gott mál,“ segir Eðvarð. Jólagleðin breiðist út yfir samfélagið Jólahátíðin er ævaforn og var upphaflega haldin löngu fyrir tíma Krists en kristnir menn hafa fagnað fæðingu frelsarans á þessum árstíma frá því um árið 300 þegar þeir fengu trúfrelsi. Sigríður Hjálmarsdóttir hafði uppi á nokkrum einstaklingum sem eru í öðrum trúfélögum en íslensku þjóðkirkj- unni og fékk að vita hvort og hvernig jólahaldið væri á heimilum þeirra. Öll trúarbrögð jafngild Heiðin hátíð Ef einhver ætti að halda jólin hátíðleg þá erum það við, ása- trúarfólk,“ segir Egill og bendir á að jólin hafi einmitt verið haldin löngu fyrir tíma Krists. „Jólin eru hátíð ljóssins hjá okkur því sólin rís aftur eftir vetrarsólstöður en þessi eilífi hringur nær endum saman þann 22. desember og þess vegna eru haldin jól. Þau marka upphaf að nýrri og vonandi bjart- ari tíð en meginkjarninn í ásatrú er þessi eilífi hringur sem lokast á jólum.“ Egill segir einu kristnu menn- ina sem hann þekki sem viður- kenni að jólin séu heiðin hátíð vera votta Jehóva. „Þeir átta sig á því að jólin eru heiðin hátíð og halda þess vegna ekki jól. Ég er samt ekkert að agnúast út í kristna menn. Þeim er alveg velkomið að gleðjast með okkur.“ Sjálfur er Egill alinn upp við að halda jól og hefur það hefur ekk- ert breyst. „Við syngjum enga sálma eða lesum í Biblíunni en ég les ekki upp úr Hávamálum held- ur,“ segir hann. „Jólahald kristinna manna er löngu búið að keyra fram úr hófi og boðskapurinn löngu farinn. Þetta kaupæði allt saman er nátt- úrlega allt of mikið. Sjálfur reyni ég svo sannarlega að hafa hemil á eyðslunni en geri þó vel við fjölskylduna í mat og drykk og auðvitað kaupi ég líka ein- hverjar gjafir. Við ásatrúarmenn reynum að skilja hátíðina sem samspil náttúrunnar og manns- ins.“ Jól eru eins og hverjir aðrir dagar Svanberg var alinn upp við að halda jól en það hefur hann ekki gert síðan hann gerðist vott- ur. „Jólin eru bara eins og hverjir aðrir dagar og ég reyni að leiða þau hjá mér eins og ég get,“ segir Svanberg en hann tekur undir það sem margir segja um jólahaldið almennt hér á landi að því fylgi allt of mikið stress og eyðsla. „Fólk má hafa þetta eins og það vill og við blöndum okkur ekkert í það.“ Svanberg segir enga sambæri- lega hátíð haldna hjá vottum Jehóva. „Okkar stærsta hátíð er þegar við minnumst dauða Jesú Krists enda er það eina hátíðin sem er lögboðin í Biblíunni en jólin eru, eins og flestir vita, komin úr heiðni.“ Að sögn Svanbergs hafa sumir áhyggjur af því að það sé erfitt fyrir börnin að halda ekki jól en hann segir að upplifun barnanna ráðist að töluverðu leyti af því hvað fjölskyldurnar geri saman á öðrum árstímum. „Sumir foreldr- ar hafa þann sið að gefa börnum gjafir á einhverjum ákveðnum tímum, þó það sé ekkert endilega á jólum, svo þeim finnist þau ekki afskipt. Það er líka ástæða til að minna á það að eitthvað það besta sem hægt er að gefa börnum er tími, ást og athygli,“ bendir Svan- berg á. Hátíð hækkandi sólar og nýs upphafs Hér á Íslandi er mjög sterk fjöl-skylduhefð fyrir því meðal búddista að halda jól. Þar af leið- andi höldum við jól eins og annað fólk fyrir utan það að almennt förum við ekki í kirkju, þó það sé ekki bannað,“ segir Helga Nína. „Að öðru leyti er þetta mjög svip- að, með jólagjöfum, jólatrjám og fjölskylduboðum.“ Helga Nína segir það valda óhamingju hjá börnum og ættingj- um ef fólk sleppir því að halda jól en það sé ekki það sem búddismi gangi út á. „Hann gengur út á að styrkja fjölskyldu- og vinabönd en við það skapast friður,“ segir hún. Aðalhátíðisdagur búddista er nýársdagur en hann markar nýtt upphaf. „Jólin hér á norðurhveli eru náttúrlega ævaforn hátíð ljóss- ins og hækkandi sólar. Kristið fólk vill kannski eigna sér jólin en þau eiga sér annað upphaf,“ segir Helga Nína og bætir því við að aðalatriðið sé að gleði og friður séu í hávegum. „Hamingja og frið- ur fyrir alla.“ Hátíðlegt og fallegt Ég er fæddur gyðingur og for-eldrar mínir eru báðir gyð- ingar en ég er ekki mjög trúuð sjálf,“ segir Judith, sem heldur jól á sama hátt og kristnir. „Sambæri- leg hátíð innan gyðingdómsins er Hanukkah, hátíð ljósanna. Hanukkah er haldin skömmu fyrir jól með gjöfum og hátíðarmat- seðli. Gyðingafélagið á Íslandi hittist alltaf á hanukkah og heldur hátíð. Við viljum kynna þessa siði fyrir börnunum okkar,“ segir Judith en hanukkah-hátíðin er haldin í átta daga þar sem kveikt er á einu kerti á dag í átta arma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.