Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 98
E in þeirra mynda sem beðið hefur verið með eftirvæntingu hér á landi er Babel eftir Alejandro Gonz- ález Iñárritu. Mynd- in vakti mikla hrifningu á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu og hlaut González Iñárritu meðal annars leikstjóraverðlaun hátíðarinnar og myndin hlaut flestar. Þetta er fjórða mynd leik- stjórans, sem á að baki stuttan en farsælan feril en velgengni sína á hann nokkuð að þakka samstarfi sínu við handritshöfundinn Guill- ermo Arriaga. González Iñárritu nam kvikmyndagerð og leikhúsfræði í Mexíkó á 9. áratugnum. Tiltölulega ungur var hann orðinn fram- leiðslustjóri hjá einni af helstu sjónvarpsstöðvum Mexíkó en stofnaði síðar eigið framleiðslu- fyrirtæki og einbeitti sér að auglýsingagerð (til að slípa sig til áður en hann réðist í að gera kvik- myndir, að eigin sögn). Seint á 10. áratugnum fór hann að svipast um eftir góðri sögu til að kvikmynda og kynntist þá Arriaga. Saman ætluðu þeir að semja handrit að ellefu stuttmyndum sem allar áttu að fjalla um Mexíkó frá ólíkum sjónarhornum. Úr varð að þeir notuðu aðeins þrjár sögur og gerðu mynd í fullri lengd, Amores Perros (Ást á hundum). Hún sló í gegn um allan heim, vann til verð- launa í Cannes og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda. Myndin vakti einnig athygli á ungum leikara, Gael Garcia Bernal. Í kjölfar velgengni Amores Perros tók González Iñárritu að sér að leikstýra stuttmynd í syrpu sem fjallaði um áhrif 11. sept- ember í ýmsum löndum og vakti athygli manna í Hollywood. Gonz- ález Iñárritu ákvað að gera næstu mynd á ensku. Þeir Arriaga leiddu aftur saman hesta sína og úr varð myndin 21 Grams sem kom út árið 2003 með Sean Penn, Naomi Watts og Benicio del Toro í aðalhlutverkum. Myndin er bæði dökk og áleitin en hlaut einróma lof gagnrýnenda og fjölda til- nefninga til Óskarsverðlauna. Leiðin hefur verið greið síðan fyrir leikstjórann og hann virðist ætla að halda rétt á spöðunum. Að vísu kastaðist í kekki milli þeirra Arriaga og á tímabili var óvíst um frekara samstarf. Þeir náðu að lokum sáttum og skrifuðu saman Babel og það segir sjálfsagt sitt að González Iñárritu átti ekki í vandræðum með að fá Brad Pitt og Cate Blanchett til liðs við sig (en Pitt hefur verið hampað fyrir að spreyta sig loksins á alvöru rullu eftir að hafa siglt lygnan sjó í nokkur ár). Babel verður frum- sýnd á Íslandi 9. febrúar en því er spáð að hún muni keppa um Óskarsverðlaunin í sama mánuði. Þremenningarnir eru á svipuðu reki en Alfonso Cuarón þó þeirra elstur, fæddur í Mexíkó árið 1961. Hann lærði stund á kvikmynda- gerð og heimspeki í háskóla en hóf störf í sjónvarpi að útskrift lok- inni, til að byrja með sem tækni- maður en klifraði fljótlega upp metorðastigann og í leikstjóra- stólinn. Árið 1991 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, Sóló con tu para- eja (Ástin á tímum múgsefjunar), svartri gamanmynd um kvenna- flagara sem fyrir misskilning telur sig hafa smitast af HIV-veir- unni. Myndin sló í gegn í Mexíkó. Í kjölfarið flutti hann til Los Angeles, leikstýrði sjónvarps- þætti og tveimur myndum í banda- rískri framleiðslu: Litlu prinsess- unni, byggðri á samnefndri barnabók Francis Hodgon Burnett árið 1993 og nútímauppfærslu á Glæstum vonum Charles Dickens tveimur árum síðar. Sú síðar- nefnda skartaði stjörnum á borð við Gwyneth Paltrow og Robert De Niro en er lítt eftirminnileg og leikstjórinn sjálfur var óánægður með afraksturinn. Cuarón var þó kominn með annan fótinn í Holly- wood en sneri engu að síður aftur á heimaslóðir til að gera sína næstu mynd, Y tu mamá tambíen (Og mamma þín líka); vegamynd um kynsoltna unglingsstráka sem eru hrifnir af sömu konu sem slæst í för með þeim. Myndin kom út árið 2001 og Cuarón festi sig rækilega í sessi á heimsvísu, var meðal ann- ars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handrit, ásamt bróður sínum Carlos. Myndin fleytti leikaran- um Gael García Bernal enn hærra upp á stjörnuhimininn en hann lék í Amores Perros árið áður. Peningamenn í Hollywood biðu ekki lengur boðanna; Cuarón var fenginn til að leikstýra framtíðar- tryllinum Children of Men en sú mynd var sett á ís þegar honum voru fengin töglin og hagldirnar í þriðju myndinni um Harry Potter, Fanganum frá Azkaban (sem Guiellermo del Toro hafði áður afþakkað). Cuarón sveigði nokkuð af stefnu forvera síns í leikstjóra- stól, Chris Columbus, sem fylgdi bókunum eins ítarlega unnt var. Hörðustu aðdáendur galdrastráks- ins voru ekki allir hrifnir en JK Rowling, höfundur bókanna, hefur sagt að þetta sé uppáhaldsmyndin sín í syrpunni enn sem komið er. Children of Men kom loksins út í ár með Clive Owen og Julianne Moore í aðalhlutverkum og hefur hlotið góðar viðtökur. Cuarón er með þrjár myndir í burðarliðnum, þar á meðal eina sem hann gerir í heimalandi sínu og fjallar um stúdentaóeirðirnar í Mexíkó árið 1968. Children of Men verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar. Guellermo del Toro hefur lengi þótt lofa góðu; flestar myndir hans bera vitni um sérstakan stíl í mótun en allt þar til í ár hefur verið beðið eftir að hann gerði mynd sem kalla má meistara- verk. Del Toro fékk áhuga á kvik- myndagerð á unglingsaldri. Hann starfaði sem förðunar- og brellu- meistari í áratug auk þess sem hann framleiddi og leikstýrði fyrir sjónvarp. Árið 1992 skrifaði hann og leikstýrði sinni fyrstu mynd í fullri lengd, hrollvekjunni Cronos. Myndin vakti mikla lukku heimafyrir og hlaut ýmis verð- laun, þar á meðal verðlaun gagn- rýnenda í Cannes árið eftir. Í framhaldinu var hann sjang- hæjaður yfir til Hollywood þar sem hann gerði Mimic, sem þótti reyndar hvorki fugl né fiskur. Del Toro var sjálfur óhress norðan landamæranna og sneri aftur til Mexíkó þar sem hann var fljótur að ná sér aftur á flug með hroll- vekjunni El Espinazo del Diablo (Hryggbein djöfulsins). Í kjölfar- ið ákvað hann að taka slaginn aftur í Hollywood og gerði Blade II með Wesley Snipes. Sú er eins góð og við mátti búast af fram- haldi sæmilegrar hasarmyndar, en efnistök del Toro voru vissu- lega hressileg. Hann var hins vegar búinn að finna fjölina sína; afþakkaði boð um að gera þriðju myndina um Harry Potter til að færa teiknimyndasöguna um rauðbirkna drísilinn Hellboy upp á hvíta tjaldið. Útkoman þótti vel heppnuð, að minnsta kosti tóku hörðustu aðdáendur teikni- myndasögunnar hann í sátt og del Toro stóðu allar dyr opnar. Hann hafnaði hins vegar tilboði um að gera þriðju myndina um vampíruna Blade (góðu heilli lík- lega) til að skrifa og leikstýra mynd á móðurmálinu. Afrakstur- inn er El Laberinto del Fauno (Völundarhús skógarguðsins); hrollvekjandi fantasía sem ger- ist á Spáni árið 1944 þegar Fran- co hefur lagt landið undir sig og segir frá stúlku sem hverfur inn í eigin hugarheim til að flýja hversdaginn. Þetta þykir langbesta mynd del Toros hingað til og margir hafa hampað henni sem meistaraverki sem bíður þess eins að verða sígilt. Þess má geta að að meðal framleiðenda myndarinnar er fyrirtækið Esperanto, sem er að hluta til í eigu Alfonso Cuaraón. Del Toro vinnur nú að framhaldi Hellboy sem áætlað er að komi út 2008. Eftir því sem næst verður kom- ist hefur enginn dreifingaraðili á Íslandi fest sér réttinn á El Laber- into del Fauno, í bili að minnsta kosti. Bandídarnir í Hollywood Nöfnin eru ef til vill ekki jafn þjál og Coppola, Scorsese og Spielberg en mexíkósku leikstjórarnir Alejandro González Iñárritu, Alfonso Cuarón og Guillermo Del Toro gætu engu að síður reynst jafn mikilvægir fyrir Hollywood í dag og þeir fyrrnefndu á 8. áratugnum. Eftir að hafa endurreist mexíkóska kvikmyndagerð hafa þeir blásið ferskum vindum um draumaverksmiðjuna með myndum sem sýna að vinsældir og listfengi geta vel farið saman. Bergsteinn Sigurðsson skautaði yfir feril leikstjóranna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.