Fréttablaðið - 05.10.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 05.10.2007, Síða 6
H im in n o g h af / S ÍA - 9 0 7 1 1 7 3 Fylgdist þú með umræðum í upphafi þings? Hefurðu verslað á netinu nýlega? Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður í hlutastarfi hjá Reykjavik Energy Invest, REI, keypti hlut fyrir einn milljarð í fyrirtækinu þegar það var sam- einað Geysi Green Energy í vik- unni. Hluturinn var á genginu 2,77. Hann hafði áður keypt hlut fyrir hálfa milljón á genginu 1,3. Nokkrum starfsmönnum REI var einnig boðið að kaupa hlut í fyrirtækinu og sumir þeirra hafa nú þegar skrifað undir samning þess efnis. Þeim var boðinn hlut- urinn á genginu 2,77. Starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur, OR, stendur til boða að kaupa misstóran hlut á genginu 1,3. Sex „lykilstarfsmenn“ mega kaupa fyrir allt að 7,8 milljónir að nafnverði en aðrir starfsmenn fyrir 100-, 200-, eða 300.000 krón- ur. Ákveðið var að gefa almennum starfsmönnum kost á kaupunum að kröfu starfsmannafélags OR. Eignina má selja að loknum tveim- ur árum. Ákvörðun um málið tók stjórn REI, en starfandi forstjóri OR, Hjörleifur B. Kvaran, styður hana. Aðspurður um ábyrgð OR á mál- efnum dótturfélagsins REI, segir Hjörleifur ljóst að tengslin séu sterk „og skorast enginn undan ábyrgð á því“. Í stjórn REI eru Björn Ingi Hrafnsson, varastjórnarformaður OR, Haukur Leósson, stjórnarfor- maður OR, ásamt Bjarna Ármanns- syni, stjórnarformanni REI. Birni Inga og Hauki stendur ekki til boða að kaupa hluti í fyrir- tækinu, né almenningi. „Það var ákveðið að gera þetta með sama hætti og með Línu.net, reyndar keyptu starfsmenn þá á genginu þremur.“ Hjörleifur segist ekki sjá að almenningur geti eignast hlut í félaginu þar sem það sé „ekki markaðshæft á þessum tímapunkti“. Björn Ingi og Haukur eru full- trúar meirihlutaflokkanna í borg- arstjórn. Að sögn Hjörleifs er ekki hefð fyrir því að fulltrúar minni- hlutans taki þátt í stjórnum dótturfyrirtækja OR. Hins vegar minnir hann á sjónarmið um að stjórnmálamenn eigi yfirleitt ekki að sitja í stjórnum slíkra fyrir- tækja „og ég segi að það sé mjög ágætt sjónarmið að setja fram, en það er eigendanna að ákveða það“. Bætti við sig milljarði Bjarni Ármannsson bætti einum milljarði við eign sína í REI þegar félagið var sameinað Geysi Green Energy. Hann á nú 1,5 milljarða. Fjórum starfsmönnum REI er boðið að kaupa fyrir rúmar tíu milljónir. Allir eru nýkomnir til starfa. Fulltrúar minnihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarmaður í Reykjavik Energy Invest, hafi sagt laun stjórnarmanna REI vera 350 þúsund krónur, og laun stjórn- arformannsins tvöfalt hærri. Aðrir háttsettir í Orkuveitu Reykjavíkur kannast hins vegar ekki við upphæðina og segja laun- in 120 þúsund krónur á mánuði. Dagur B. Eggertsson og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúar Sam- fylkingarinnar, staðfestu við Fréttablaðið að Haukur hefði nefnt þessa tölu á fundi á miðvikudag, inntur eftir upplýsingum um launa- kostnaðinn. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, nefndi sömu tölu í Kastljósi í gær. Hjörleifur B. Kvaran, starfandi forstjóri Orkuveitunnar, sat fund- inn, en vill ekki staðfesta þessar tölur. „Það eina sem ég get upplýst um er að launakjör stjórnarmanna eru ákveðin á hluthafafundi og ég man ekki til þess að slíkur fundur hafi verið haldinn,“ segir hann. Björn Ingi Hrafnsson sagðist í gær ekki hafa þegið 350.000 krón- ur í laun og Guðmundur Þórodds- son, starfandi forstjóri REI, vísaði því einnig á bug. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði jafnframt að þetta væri rangt. „Ég kannast ekki við þessar tölur og skil ekki hvern- ig svona kemst af stað,“ sagði Vil- hjálmur í gær. Ekki náðist í Hauk Leósson í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.