Fréttablaðið - 05.10.2007, Page 10

Fréttablaðið - 05.10.2007, Page 10
 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu veikar forsendur um horfur í efnahagsmálum sem þeir sögðu liggja að baki fjárlagafrum- varpi ársins 2008, í umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, vísaði í umfjöllun greiningardeildar Landsbanka Íslands um framtíðarhorfur og sagði hana stangast á við spá fjármálaráðuneytisins. „Ég tel mig hafa fært fyrir því rök […] að það sé ástæða til þess að hafa áhyggjur og skoða þetta vandlega. Hér erum við að tala um grunn fjárlagafrumvarpsins og grunn stefnu- mótunar fyrir næstu ár,“ sagði Guðjón Arnar. Hann benti til dæmis á að í spá greiningar- deildarinnar sé gert ráð fyrir áframhaldandi þenslu og áframhaldandi aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, á meðan fjármálaráðuneytið spái því að það dragi úr þenslu og samdráttur verði í eftirspurn eftir vinnuafli. „Ótrúverðugleiki fjármálaráðuneytisins og framlagning fjárlaga er einn mesti efnahags- vandinn í dag,“ sagði Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd. Hann benti á að í fjárlögum vegna ársins 2007 munaði yfir 80 milljörðum króna á áætlunum og því sem raunin hefði orðið. Hann sagði grunn fjárlagavinnunnar veikan og spurði fjármálaráðherra hvort hann gæti einhvern veginn sannfært þingheim um að hægt væri að leggja trúnað á spár. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði ekki mögulegt að spá nákvæmlega fyrir um framtíðina í opnu markaðshagkerfi. Því yrði fjármálaráðuneytið og aðrir að búa við ákveðna óvissu um hvernig málin þróuðust og hvernig fólkið í landinu hegðaði sér. Fjárlagafrumvarpið sé því eins og áður kynnt með ákveðnum fyrirvörum, til dæmis um breytingar, komi til frekari uppbyggingar stóriðju. Reynslan hafi sýnt að það verði að fara varlega í því að taka inn í áætlanir hluti sem ekki sé búið að ákveða. Bjarni Harðarson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í fjárlaganefnd, gagnrýndi hugmynd- ir fjármálaráðherra um breytingar á fyrir- komulagi fjárlaga, sem ráðherrann kynnti í viðtali í Fréttablaðinu um síðastliðna helgi. Bjarni sagði að allar upplýsingar skorti um útfærslur á til að mynda hugmynd um að ríkisstofnanir gætu tekið lán hjá ríkinu. Segja forsendurnar að baki fjárlagafrumvarpinu veikar Ástæða til að hafa áhyggjur af forsendum fjárlagafrumvarpsins segir formaður frjálslyndra. Ótrúverðug- leiki ráðuneytisins einn mesti efnahagsvandinn segir fulltrúi VG. Óvissa í markaðshagkerfi segir ráðherra. Einar Kristjánsson, sölumaður hjá RV Með réttu úti - og innimottunum - getur þú stoppað 80% af óhreinindunum við innganginn Á tilboði í október og nóvember 2007Úti- og innimottur af ýmsum gerðum og stærðum R V U N IQ U E 1 0 0 7 0 3 GuzzlerTM Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Í samfélagi frum- byggja í norðausturhluta Argentínu hefur verið gripið til þess ráðs að setja alla unglinga í einangrun í bænum í 60 daga. Er ætlunin að takmarka „andlega áttavillu“ unglinganna sem „siðir hvítra“ í nútímasamfélag- inu valda að sögn leiðtoga samfélagsins, Silvino Moreyra. Var þetta ákveðið eftir að tvö ungmenni fyrirfóru sér og sjálfsvígstilraun hins þriðja. Öldungar samfélagsins vilja framlengja einangrunina ef hún reynist árangursrík, að því er fréttavefur BBC greinir frá. Unglingarnir settir í straff Stjórn skandin- avíska flugfélagsins SAS hefur ákveðið að taka aftur í notkun Dash-8 Q400-skrúfuþotur félagsins, sem kyrrsettar voru eftir að tvær þeirra brotlentu vegna bilana í lendingarbúnaði 9. og 12. september. Stjórnin ákvað einnig að veita hverjum farþega sem um borð voru í óhappavélun- um tveimur 2.000 evrur í miskabætur, andvirði 175.000 króna. Enginn hlaut alvarleg meiðsl í óhöppunum. Í fyrradag greindi SAS frá því að fyrirtækið myndi fara fram á andvirði tæplega 5 milljarða íslenskra króna frá framleiðanda vélanna, Bombardier í Kanada, í skaðabætur fyrir að ekki var í þjónustuhandbókum kveðið á um viðeigandi eftirlit með lendingar- búnaðinum sem bilaði. Skaðabætur vegna bilana Hinn fráskildi Jóa- kim Danaprins mun kvænast franskri unnustu sinni, Marie Cavallier, snemma á næsta ári. Þetta tilkynnti danska hirðin á mið- vikudag. Jóakim, sem er yngri sonur Mar- grétar Þórhildar drottningar, skildi við fyrri eiginkonu sína, hina Hong Kong-ættuðu Alexöndru prinsessu, árið 2005, en það var fyrsti skilnað- urinn í dönsku konungsfjölskyld- unni í 160 ár. Alexandra missti prinsessutitilinn er hún ákvað að giftast á ný í vor sem leið. Þau Jóa- kim hafa sameiginlegt forræði yfir sonunum tveimur, Nikolai og Felix. Marie Agathe Odile Cavallier fæddist í París árið 1976 og er því sjö árum yngri en Jóakim. Foreldr- ar hennar skildu þegar hún var 13 ára og hún flutti þá til Sviss með móður sinni. Hún býr nú í Genf, þar sem hún starfar í fjárfesting- arfélagi föður síns. Hirðin greindi frá því að Marie muni fyrir brúðkaupið ganga úr kaþólsku kirkjunni og í dönsku lút- ersk-evangelísku þjóðkirkjuna og skila frönsku vegabréfi sínu er hún verður danskur ríkisborgari. Jóakim kvænist Marie á næsta ári Í áætlun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu fangelsa er kveðið á um nýtt fangelsi á höfuðborgar- svæðinu með 64 klefum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir koma til greina að fangelsið verði byggt og rekið af einkaaðilum. „Ég tel eðlilegt að skoðað sé til hlítar hvort ríkið eigi að standa sjálft að byggingu og rekstri fang- elsisins,“ sagði Björn í ávarpi við vígslu endurbætts fangelsis á Kvía- bryggju. Hann sagði að til íhugunar sé „hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fang- elsa.“ Björn sagði nýtt fangelsi hafa verið á döfinni í fjóra áratugi og þola enga frekari bið. „Miðað við hinn mikla áhuga margra í þjóðfé- laginu á málefnum og velferð fanga kæmi ekki á óvart þótt unnt yrði að virkja einkaframtakið í enn meira samstarf,“ sagði Björn. Nefndi hann áfangaheimili Verndar sem dæmi um vel heppnað einkaframtak. Í fangelsinu verða klefar til gæsluvarðhalds og afplánunar til skamms tíma, auk meðferðar- og sjúkradeilda. Skoða einkarekstur fangelsis

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.