Fréttablaðið - 05.10.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 05.10.2007, Síða 70
Bandaríski barnabókahöfundurinn Bruce McMillan hefur gefið út bókina Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn með listaverkum eftir íslensku myndlist- arkonuna Gunnellu og munu þau árita bókina í Iðu laugardaginn 6. oktember næstkomandi. Bruce segir samstarf sitt og Gunnellu hafa byrjað eftir að hann sá sýningu hennar hjá Gallerí Fold vorið 2002. „Við hittumst svo aftur rúmu ári síðar á menn- ingarnótt og ákváðum þá að gefa í sameiningu út bók- ina Hænur eru hermikrákur,“ segir Bruce, en bókin fékk verðlaun frá New York Times sem best mynd- skreytta bók ársins og kom út bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Gunnella segir nýju bókina, Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn, vera unna á sama hátt og Hænur eru hermikrákur. „Þetta eru barnabækur en í raun og veru líka listaverkabækur vegna þess að sögurnar eru skrifaðar út frá myndun- um mínum,“ segir hún. „Bókin kom út í Banda- ríkjunum í sumar og fékk frábærar viðtökur og lof gagnrýnenda sem hvöttu okkur til að halda samstarfinu áfram,“ bætir hún við brosandi. Bruce segir að myndir Gunnellu segi hver sína sögu sem hann hafi raðað saman en fengið hana til að fylla upp í þar sem honum fannst vanta mynd inn í söguna. “„Ég heillaðist strax af málverkunum hennar þegar ég kom á sýninguna hjá henni en svo sá ég fleiri málverk eftir hana og komst að því að hver mynd segir í raun sína sögu,“ segir Bruce sem hefur margoft komið til Íslands og segist koma hingað eins oft og hann geti. „Síðustu sjö bækurnar mínar eru um Ísland og það hefur enginn gefið út fleiri bækur um Ísland í Bandaríkjunum,“ segir rithöfundurinn víð- frægi og bætir því við að þegar séu þau Gunnella farin að leggja drög að næstu bók sem verði ástar- saga ömmu og afa. Barnabók með listaverkum Nýtt orgel var vígt í Grindavíkur- kirkju um síðustu helgi. Til þess að gefa almenningi færi á að njóta þess heldur Friðrik Vignir Stefáns- son organisti tónleika í Grindavík á sunnudaginn kl. 17 og leikur á orgelið. Það verður í fyrsta skipti sem leikið er á orgelið á tónleikum. Friðrik Vignir Stefánsson, sem er organisti Seltjarnarneskirkju, leysti organista Grindarvíkur- kirkju af síðastliðinn vetur og er því kirkjunni vel kunnur. Á efnis- skrá hans fyrir þessa tónleika eru orgelverk eftir J.S. Bach, Buxte- hude og fleiri tónskáld. Orgelið nýja í Grindavíkur- kirkju var vígt síðastliðinn sunnu- dag en það er smíðað af Björgvini Tómassyni orgelsmið. Orgelið er með þeim stærri á landinu og er hið stærsta á Suðurnesjum og má því vera ljóst að orgelið gjörbreyt- ir möguleikum til tónleikahalds í Grindavík. Tónleikar Friðriks Vignis hefj- ast sem fyrr segir á sunnudag kl. 17 og eru allir boðnir velkomnir. Fyrstu tónleikar orgels Nú stendur yfir sýning á verkum Þóru Sigurðar- dóttur myndlistarmanns í Artóteki Borgarbóka- safns Reykjavíkur á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Á sýn- ingunni má sjá ljós- myndir og myndband. Þóra hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum á Íslandi og erlendis. Auk þess hefur hún kennt við Myndlistarskólann í Reykjavík og var þar skólastjóri á árunum 1998-2005. Hún hefur tekið þátt í og stýrt ýmsum innlendum og alþjóðlegum verkefnum og má þar nefna verkefnið Verklag/KnowHow um nám og kennslu á verkstæðum listaskóla 2004-2007, tilraunasmiðjur með íslensk jarðefni og Dala- leir fyrir myndlistar- menn og hönnuði 2006- 2007, Disturbances, alþjóðlegt workshop myndlistarmanna, arki- tekta og tónlistarmanna 2003 og fleira. Artótekið leigir út og selur íslenska samtíma- myndlist til einstakl- inga og fyrirtækja. Hægt er að skoða verkin á staðnum eða á vefsíðunni www.artotek.is. Sýningin stendur til 14. október. Opið er mánudaga kl. 10-21, þriðju- daga-fimmtudaga kl. 10-19, föstu- daga kl.11-19 og um helgar kl. 13- 17. Þóra sýnir í Artóteki Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ARIADNE eftir Richard Strauss Á morgun 6. október kl. 20 örfá sæti laus Kynning Árna Heimis Ingólfssonar í boði VÍÓ kl. 19.15 3. sýn: Miðvikudaginn 10. október örfá sæti laus 4. sýn: Föstudaginn 12. október örfá sæti laus 5. sýn: Sunnudaginn 14. október örfá sæti laus 6. sýn: Föstudaginn 19. október örfá sæti laus á K r i ng l u k r ánn i í k v ö l d o g á morgun laugardag 6. október E y j a s t uð . . . f r á V e s t m a n n a e y j u mLogar E i n e l s t a og mes t a r o k kh l j óms ve i t l a nd s i n s
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.