Fréttablaðið - 05.10.2007, Side 76

Fréttablaðið - 05.10.2007, Side 76
Grandhotel er nýjasta mynd tékk- neska leikstjórans Davids Ondric- ek, sem er í kastljósinu á kvik- myndahátíð í ár og var sjálfur viðstaddur frumsýningu. Persónur eru flestar kunnugleg- ar; misheppnaði töffarinn, fallega ljóta stelpan, graði yfirmaðurinn og að auki er einn krúttlegur gam- all nasisti. Aðalpersónan er nörd- inn Fleischman, sem hefur hér ekki áhuga á hlutverkaspilum heldur veðurfræði. Og eins og aðeins gerist í bíómyndum halda konurnar ekki vatni yfir honum. Það sem tengir þessar persónur saman er að allar vinna þær eða búa á hótelinu sem titillinn vísar í. Og eins og í Amelie eða öðrum álíka krúttlegum myndum eru allir þessir kostulegu karakterar haldnir sínum kvilla. Einn fram- leiðir ekki nógu margar sæðis- frumur, ein þráir að vera elskuð, önnur stelur nærbuxum úr fata- búðum og gamli nasistinn vill dreifa ösku félaga síns í heimilis- tækjabúð. Nördinn sjálfur er svo haldinn þeirri áráttu að geta ekki farið utan borgarmarka, og er ein af skemmtilegri hugmyndum myndarinnar sú að hann smíðar loftbelg úr silkinærbuxum unn- ustu sinnar. Vafalaust eru atriðin þar sem hann svífur yfir tékk- neska smábænum gullfalleg, en Regnboginn fær skömm í hattinn fyrir að myndin datt oft úr fókus, og þurftu bíógestir reglulega að fara út og kvarta til að fá því kippt í lag. Grandhotel er kannski frem- ur brosleg gamanmynd en drep- fyndin, en er eigi að síður hin ágætasta skemmtun. Líklega er stærri listaverk að finna á hátíð- inni, en Grandhotel sýnir fram á að hátíðarmyndir þurfa ekki að vera þunglamalegar, og á hún fullt erindi til fjöldans. Nærbuxnaloftbelgir og nasistar Norska hljómsveitin Professor Pez kemur fram á Organ hinn 7. nóvember í nýrri tónleikaröð á vegum breska fyrirtækisins Two Little Dogs. Professor Pez er indí- hljómsveit frá Bergen og er þriðja plata hennar væntanleg. Heitir hún Hordaland eftir heimahéraði sveitarinnar og tengjast allir text- arnir því svæði á einhvern hátt. Næsti flytjandi sem kemur hingað á vegum Two Little Dogs er breski tónlistarmaðurinn Tim Ten Yen sem kemur í desember. Í mars á næsta ári hefur bandaríska rokksveitin The Pains of Being Pure At Heart staðfest komu sína. Einnig eru viðræður í gangi við bresku hljómsveitirnar Secret Shine og Roadside Poppies um að koma hingað. Samhliða þessum tónleikum mun Two Little Dogs halda tón- leikaröðina Reykjavik Nights in London þar sem íslenskar hljóm- sveitir troða upp í London. Þegar hafa Motion Boys, Hafdís Huld og Jan Mayen komið þar fram við góðar undirtektir. Ný tónleikaröð NÁNARI UPPLÝSINGAR Í ANDA FRIÐAR OG KÆRLEIKA HELGUM VIÐ JOHN, RINGO, PAUL & GEORGE KVÖLDIÐ. KVIKMYNDIR OG LÖG BÍTLANNA VERÐA UPPISTAÐAN OG UMGJÖRÐIN BÍTLALÖG STUÐMANNA Í LIFANDI FLUTNINGI ÞEIRRA SJÁLFRA. ÖFLUG BÍTLAGÆSLA Á STAÐNUM. SÉRSTAKIR GESTABÍTLAR ERU VALGEIR GUÐJÓNSSON, JÓNAS R. JÓNSSON & GUNNAR ÞÓRÐARSON FORSALA HEFST Á NASA KL. 14 Á FÖSTUDAG. MIÐAVERÐ KR. 1500.- LAUGARD. 06. OKT.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.