Fréttablaðið - 05.10.2007, Side 86

Fréttablaðið - 05.10.2007, Side 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Það eru til dæmis Íslandstónar. Það er svona róandi tónlist í út- setningu fyrir panflautu, flautu og gítar, í takt við stemninguna hérna hjá okkur. Ég geymi út- varpsstöðvarnar fyrir heimilið.“ „Ég tók mér loks frí, frá maí til október, og slappaði bara af,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson en maðurinn sem söng lagið sívinsæla Ég fer í fríið fyrir 27 árum lét loks verða af því að fylgja textanum eftir. „Ég lagðist bara í ferðalög, slökkti á símanum og lét netið alveg í friði,“ bætir Þorgeir við en hann heimsótti meðal annars börnin sín sem eru búsett í Englandi og á Ítalíu. „Ég er alveg endurnærður eftir þetta,“ segir hann. Og það er meira á döfinni hjá Þorgeiri því hann „ehf-aði“ sig nýlega og stofnaði eignarhalds- hlutafélagið Vinnandi vegur. „Já, þetta er eiginlega búinn að vera hálfgerður trassaskapur hjá mér. Fyrirtækið er stofnað í kringum öll þessi aukastörf sem ég hef verið að inna af hendi,“ útskýrir Þorgeir en nafnið vísar til þess að þegar mönnum þykir of mikið liggja fyrir að það sé óvinnandi vegur. Hjá Þorgeiri er hins vegar allt vinnandi vegur. „Reyndar var fyrst hugmyndin að skíra þetta Skínandi stígur en síðar kom á daginn að það voru einhver skæruliðasamtök,“ segir Þorgeir og hlær en bætir því síðan við að hann hefði átt að vera búinn að þessu fyrir löngu. Hann útilokar ekki að fyrirtækið verði sett á almennan markað og þá yrði ekki slæmt að geta átt hlutabréf í Þor- geiri Ástvaldssyni. Þorgeir Ástvalds fór loksins í fríið Garðar Thor Cortes mun syngja í glæsilegu kvöldverðarboði sem haldið verður af athafnakonunni Christinu Ong í Singapúr 8. nóv- ember. Garðar er eini listamaður- inn á dagskrá en aðalræðumaður kvöldsins er fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, Tony Blair. Kvöldverðurinn er haldinn til styrktar þeim fjölmörgu góð- gerðamálefnum sem Ong hefur lagt lið. „Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara. Þetta gengur bara vel,“ svaraði Garðar þegar Frétta- blaðið náði tali af honum. Ong er einhver áhrifamesta konan í Asíu og hefur byggt upp mikið tísku- veldi í heimalandi sínu. Hún er gift fasteignajöfrinum B.S. Ong sem á meirihlutann í hótelkeðj- unni Four Seasons. Kvöldverðurinn þykir mikill viðburður og til marks um það fékk Ong til liðs við sig tónleika- haldarann Harvey Goldsmith sem þykir einn áhrifamesti maðurinn í bresku tónlistarlífi. Goldsmith sá meðal annars um skipulagningu Live Aid-tónleikanna fyrir Bob Geldof og hefur auk þess haft veg og vanda af endurkomu Led Zepp- elin hinn 26. nóvember. Síðasta tónleikaferðin sem Goldsmith kom að var hins vegar kveðjutón- leikaröð stórtenórsins sáluga Luc- iano Pavarotti en Garðar hefur einmitt verið nefndur sem einn arftaki hans. Blair og Ong eru þó ekki einu fyrirmennin sem Garðar Thor syngur fyrir á næstunni því eins og kom fram í Fréttablaðinu var Garðari nýverið boðið að syngja við vígslu nýjasta skemmtiferða- skips Cunard-skipasmíðafyrir- tækisins. Þar mun hertogaynjan af Cornwall, Camilla Parker Bow- les, vígja skipið og gefa því nafn ásamt eiginmanninum Karli Bretaprins. Meðal annarra gesta þar verður núverandi forsætis- ráðherra Breta, Gordon Brown, og aðrir ráðherrar úr bresku ríkis- stjórninni. Garðar sjálfur tekur þessu hins vegar öllu af mikilli yfirvegun. „Ég er auðvitað voðalega glaður yfir því að hafa nóg fyrir stafni og ég reyni bara að standa mig í því sem er fram undan. Þetta er bara mín vinna og eitthvað sem ég hef gaman af að gera.“ „Við getum nú yfirleitt pikkað þá út, vinningshafana. Þeir ganga meðfram veggjum og láta oft lítið fyrir sér fara og eru oft voðalega feimnir,“ segir Guðbjörg Hólm hjá Íslenskri getspá en hún mun að öllum líkindum vera ein þeirra sem taka á móti hinum heppna Akureyringi sem vann rúmlega hundrað og fimm milljónir í Vík- ingalottói á miðvikudaginn. Guð- björg hafði nýlokið samtali sínu við umræddan lottóvinningshafa þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Vinningshafinn er á miðjum sjötugsaldri, borinn og barnfæddur Akureyringur. „Hann var hins vegar með báða fætur á jörðinni og alveg pollrólegur yfir þessu,“ bætir hún við. Guðbjörg upplýsti að vinningar af þessari upphæð væru greiddir út mánuði eftir útdráttinn en um er að ræða langstærstu upphæð sem greidd hefur verið út hér á landi. Og 105 milljónir sem voru í vinning á miðvikudag eru ekki skattskyldar heldur rata rakleiðis inn á bankabók viðkomandi. „Þegar þeir koma þá förum við yfir mið- ann í kassanum og fullvissum okkur um að þetta sé örugglega vinningsmiðinn. Síðan bjóðum við þeim bara sæti og ræðum um dag- inn og veginn. Þegar þetta eru svona háar upphæðir þá er þetta spjall yfirleitt bara hálfgerð áfalla- hjálp,“ segir Guðbjörg en vinn- ingshöfum er boðið upp á sérstaka fjármálaráðgjöf enda ekki á hverj- um degi sem hinn venjulegi Íslend- ingur fær slíkar fjárhæðir á einu bretti. „Og svo verður fólk líka alltaf að taka það með í reikning- inn að þegar það spilar í Lottó þá getur það unnið.“ Fær milljónirnar 105 eftir mánuð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.