Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 10
10 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Einar M ár Jónsson Bréf til Maríu „Bókin er hinn mesti skemmtilestur og raunar sprenghlægileg á köfl um.“ Þröstur Helgason – Lesbók Morgunblaðsins, 21. apríl 2007 „Einari tekst að glæða sína einföldu bréfræðu slíku lífi með tungutaki og orðaforða að textinn leiftrar hvar sem gripið er niður.“ Viðar Þorsteinsson – Viðskiptablaðið, 24. maí 2007 „Bréf til Maríu er hressilegur gustur um hjalla mannvísindanna og slær hroll að ýmsum við þann lestur.“ Páll Baldvin Baldvinsson – Fréttablaðið, 16. júní 2007 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is 2. pr entu n ! Flísin og bjálkinn Þingmaður Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson, fjallar á heimasíðu sinni um yfirlýsingar Guðmundar Ólafssonar hagfræðiprófessors um húsnæðismál og þá skoðun hans að ófremdarástandið sem þar ríkir sé helst Framsóknarflokknum og Íbúða- lánasjóði að kenna. Birkir Jón telur röksemdafærslu Guðmundar ranga og hefur þess vegna áhyggjur af orðspori Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst, vinnustöðum prófessors- ins. Birkir Jón ætti kannski að líta sér nær því samkvæmt mælingum Gallup er Alþingi; vinnustað- ur Birkis Jóns, sú stofnun sem almenningur ber minnst traust til. Háskólinn er á hinn bóginn sú stofnun sem flestir treysta. Tekur fólk á orðinu Fyrir rúmum tveimur vikum birti Gallup niðurstöður athugunar á afstöðu fólks til þess aðhalds sem Samkeppniseftirlitið veitir fyrirtækj- um. Niðurstöðurnar voru afgerandi; níu af hverjum tíu töldu að eftirlitið ætti að veita fyrirtækjum meira aðhald en það gerir. Aðeins þrettán dögum síðar framkvæmdi Sam- keppniseftirlitið húsleit hjá Bónus, Kaupási og þremur heildsöl- um. Hér er því ekki haldið fram að húsleitirnar hafi verið gerðar til að þóknast almenningsálit- inu en hugsanlegt er að það breytist í kjölfar þeirra. Vúdúhagfræði Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, las fólki „pistilinn“ á aðalfundi BSRB á föstudag þar sem hann fór yfir breytta skattbyrði og vaxandi tekjuójöfnuð. Í lok erindis síns nefndi Stefán að hér á landi væri staddur „vúdúhagfræðingurinn“ Arthur Laffer á fundi „með Hólmsteinum ýmsum einhvers staðar í Reykjavík,“ að fjalla um nýfrjálshyggju eða „seiðkarlahag- fræði“. Stefán sagði kenningar Laffers vera sjónhverfingar og nefndi að George Bush eldri hefði fundist speki hans skrítin á sínum tíma og notað um hana orðið „vúdú“. Það nafn hefði síðan fest við hagfræðigreinina. bjorn@frettabladid.is ghs@frettabladid.is ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR BITBEIN Illugi Gunnarsson spyr: Á Orkuveita Reykjavíkur að auka orkusölu sína til álvera? VG og næsta álver Ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar um að selja ekki meiri orku til álfyrirtækja á suðvesturhluta Íslands hefur nú þegar haft mikil áhrif á orkumark- aðinn og möguleg umsvif álfyrirtækjanna sem hér starfa. Um leið hefur ákvörðunin efnahagslegar afleiðingar og má búast við því að hagkerfið byrji að kólna fyrr vegna þessarar stefnubreytingar Landsvirkjunar en ella hefði orðið. Aðalatriðið er þó að stjórn Landsvirkjunar tók sína ákvörðun út frá viðskiptalegum sjónarmiðum, það var mat stjórnar- innar að hagsmunum fyrirtækisins væri betur borgið ef orkan væri seld til annarra aðila en þeirra sem reka álver. Við verðum að treysta því að það sé rétt mat. Meira ál? Allra augu hljóta nú að beinast að Orkuveitu Reykjavíkur og nýjum meirihluta í ráðhúsi Reykja- víkur. Í fyrsta lagi hljóta borgarbúar að spyrja hvort sömu viðskiptalegu sjónarmið eigi við um Orkuveituna eins og um Landsvirkjun. Er það mat stjórnar þess fyrirtækis að hægt sé að fá hærra verð fyrir orkuna með því að selja til álvera fremur en til annarrar starfsemi líkt og stjórn Landsvirkjunar komist að niðurstöðu um? Vitanlega kunna önnur rök en verð að skipta hér máli. Ef til vill metur Orkuveitan það svo að æskilegt sé að auka þátttöku fyrirtækisins í áliðnaði fremur en að leita á önnur mið. En þá væri gott fyrir okkur borgarbúa að fyrirtækið gerði opinberlega rækilega grein fyrir slíkum ákvörðunum og hvers vegna Landsvirkjunar- leiðin væri ekki farin. Á þetta mun reyna meðal annars vegna fyrirhugaðar byggingar álvers í Helguvík. Pólitísk spurning Í annan stað kunna pólitískar skoðanir nýs meirihluta í borginni að skipta máli. Stefna Vinstri-grænna hefur fram að þessu talist mjög skýr í orku- og virkjanamálum. Þingmenn og aðrir forystumenn flokksins hafa gjarnan farið mikinn bæði í þing sölum og í stjórnmálaumræðunni almennt. Stór orð hafa ekki verið spöruð. Það væri því skiljanleg afstaða hjá borgarfulltrúum Vinstri-grænna ef þeir lýstu því yfir að hvað sem liði mögulegum sóknarfærum Orku- veitunnar í álbransanum yrðu þau ekki nýtt. Erfitt væri að gagnrýna flokkinn fyrir að fylgja eftir skoðunum sínum þegar hann kemst til valda, þó að vissulega hafi sú valdataka verið óvænt og fremur ógæfuleg. Ef niðurstaðan verður sú að Orkuveitan heldur áfram að virkja til að selja orku til álfram- leiðslu hlýtur að reyna nokkuð á þá sem tala fyrir hönd Vinstri-grænna í umhverfismálum. Skýrar reglur Ég er þeirrar skoðunar að Orkuveitan eigi að koma að þessum málum út frá viðskiptalegum sjónar miðum. Við höfum ákveðið regluverk um umhverfismat, bæði um virkjanir og þá starfsemi sem ætlar sér að nýta orkuna. Jafnframt er nauðsynlegt að starfsemin rúmist innan þeirra samninga sem við höfum gert um loftslagsmál. Hvort kaupandinn er álver, netþjónabú eða einhver önnur starfsemi er ekki aðalatriðið svo lengi sem reglum er fylgt og arðsemissjónarmið höfð að leiðarljósi. Það þarf pólitíska ákvörðun til þess að breyta út frá þessari nálgun og það vald virðist nú í höndum Vinstri-grænna. Stöldrum við fyrir framtíðina Aukin raforkuframleiðsla Orkuveitu Reykjavíkur til áliðnaðar getur ekki talist skynsamleg hvernig sem á það er litið. Hvort sem litið er til náttúru, atvinnulífs eða efnahagslífs. Borgarráð hefur nú þegar farið fram á yfirlit frá Orkuveitunni um allar skuldbindingar, samninga og vilja- yfirlýsingar sem Orkuveitan hefur undirgengist, væntanlegar virkjanir og staða hverrar um sig. Jafnframt var þess óskað að lagður yrði fram listi yfir þá aðila sem hafa lýst áhuga á að kaupa orku af fyrirtækinu til annarrar atvinnustarfsemi en álframleiðslu. Tilgangurinn með slíkri beiðni er sá að rétt þykir að staldra við og taka ákvarðanir um næstu skref á grundvelli heildstæðrar skoðunar. Slík nálgun samræmist hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og jafnframt er með henni viðurkennt umfang og mikilvægi málsins. Ábyrgð og yfirvegun í næstu skrefum er lykilatriði þegar málið er skoðað til lengri framtíðar. Um er að ræða ákvarðanir sem varðar náttúru og lífsgæði komandi kynslóða. Lengri framtíð Engin efni eru til þess að Orkuveita Reykjavíkur setjist niður við nýja samninga um sölu á raforku til álframleiðslu. Nýr meirihluti í Reykjavík vill nálgast öll þessi mál af mikilli varfærni þar sem náttúran nýtur vafans og þar sem horft er til lengri framtíðar, framtíðar barnanna okkar og barna- barnanna. Samfélagið á svæðinu þarf hvorki á aukinni þenslu né fleiri störfum að halda. Með þeim rökum einum saman er rétt að staldra við. Stórframkvæmdir undanfarinna ára og missera hafa valdið spennu í efnahagslífinu sem ekki enn sér fyrir endann á. Ríki og sveitarfélög þurfa þar að axla ábyrgð og draga úr þensluhvetjandi ákvörðunum eins og unnt er. Í þágu almennings Í umræðunni um Orkuveitu Reykjavíkur er þó brýnast að huga að grunnþjónustunni við almenning og standa vörð um að auðlindin og almennings- veiturnar séu og verði í eigu almennings. Almanna- valdið þarf með sínum kjörnu fulltrúum að gæta þess að ákvarðanir séu teknar á lýðræðislegan hátt og að gagnsæi og rétt stjórnsýsla sé viðhöfð í hverju skrefi. Einu gildir hvort verið er að taka ákvarðanir um stöðu veitunnar til framtíðar, kjarnastarfsemi hennar, útrásarverkefni eða sölu á raforku til atvinnustarfsemi. Brýnt er að hagsmunir almennings séu ávallt í brennidepli. Sá lærdómur blasir þegar við eftir pólitískar umhleypingar undanfarinna vikna, skoðun og umræðu um vinnu- brögð, umboð, jafnræði og samstarf opinberra aðila og einkaaðila. Kjarni málsins er því sá að hlutverk Orku- veitunnar er fyrst og fremst að þjóna eigendum sínum, almenningi og með sínum samningum og virkjunum að horfa til möguleika almennings um ókomna tíð til að njóta lands og náttúru. E inn reyndasti yfirmaður löggæslumála í Bretlandi, Richard Brunstrom, lögreglustjóri í Norður-Wales, lagði til í haust að öll fíkniefni skyldu leyfð. Um leið hvatti hann stjórnvöld til að binda enda á misheppnað stríð gegn ólöglegum eiturlyfjum. Meðal ástæðna sem Brunstrom tiltók fyrir afstöðu sinni var að framboð eiturlyfja hefur aldrei verið meira og verðið lægra en nú þrátt fyrir sífellt harðari aðgerðir gegn eiturlyfjasölum. Brunstrom benti á að núverandi baráttuaðferðir dygðu alls ekki og hvatti til róttækrar endurhugsunar. „Ef baráttan gegn eiturlyfjum á að vera raunsæ en ekki siðræn, drifin áfram af sið- fræði en ekki trúarsetningum, verður að hafna núgildandi bann- stefnu sem er bæði óframkvæmanleg og siðlaus,“ sagði hann og vill að mótuð verði stefna sem miðar að því að lágmarka skaðann sem fíkniefni valda í samfélaginu. Lögreglustjórinn í Wales lagði fram hugmyndir sínar á sama tíma og birt var skýrsla um ástand fíkniefnamála í Bretlandi sem hluti af stefnumótunarvinnu til næstu ára. Það þarf ekki að koma á óvart að sjónarmið hans fengu lítinn hljómgrunn meðal yfirvalda sem boðuðu þvert á móti enn harðari aðgerðir af sama meiði og tíðkast hefur. Fleiri lögregluþjóna á götum úti, strangari landa- mæragæslu og fjölgun fangelsa til að taka við eiturlyfjasölum. En vandinn mun örugglega ekki minnka. Sagan segir okkur það. „Eina vörnin sem dugar er styrkur unga fólksins til að segja nei. Það er alveg sama hvað við fjölgum í lögreglunni, það mun aldrei duga,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaða- mannafundi í gær þegar hann kynnti forvarnadag sem haldinn verður um land allt næsta miðvikudag að hans frumkvæði. Með þessum orðum fangaði forsetinn í hnotskurn það atriði sem skiptir öllu máli þegar kemur að því að forða fólki frá því að verða háð fíkniefnum. Í þessum orðum er líka fólginn vísir að þeirri endurhugsun sem velski lögreglustjórinn kallar eftir. Ríkjandi hugsunarháttur snýst um að kalla yfirvöld til ábyrgðar fyrir fíkniefnavandanum og viðbrögð stjórnvalda um allan heim beinast að því að uppræta framboð efnanna. Vandamálið liggur þó ekki þar heldur í eftirspurninni. Þótt öllum kókalaufsökrum Suður-Ameríku og valmúaökrum Asíu yrði eytt þannig að kókaín og heróín fengist hvergi framar, þá hyrfu ekki fíknin úr manninum. Fíklarnir myndu leita uppi önnur efni. Fréttablaðið sagði í gær frá einum, sem líklega fékk sinn dauðaskammt eftir að hafa sprautað sig með rítalíni sem var keypt út á lyfseðil í apóteki. Baráttan verður að snúast um leiðir sem minnka líkurnar á því að fíklar verði til. Og íslenskar rannsóknir segja okkur að þær leiðir séu til staðar og séu ekki flóknar. Sú allra mikilvægasta er að foreldrar eyði tíma með börnum sínum, ein klukkustund á dag getur skipt sköpum. Það þarf að halda börnum við íþrótta- og tómstundastörf, og það þarf að forðast áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Og takið eftir að lögreglan kemur þarna hvergi við sögu. Eða eins og forsetinn orðaði það: „Forvörnin felst í okkur sjálfum; hvorki foreldrar né samfélagið geta vísað ábyrgðinni á einhverja aðra.“ Eina vörnin sem dugar er styrkurinn til að segja nei. Dauðaskammtur úr apótekinu JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.