Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 112
36 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Ítalir unnu Skota 2-1 í dramatískum leik á Hampden Park í Skotlandi í gær í undan- keppni EM og tryggðu sér þar með farseðilinn til Sviss og Austurríkis þar sem lokakeppni EM fer fram á næsta ári. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega og Ítalir voru komnir yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik. Luca Toni skoraði markið, en hann er Skotum erfiður því hann skor- aði bæði mörk Ítala í fyrri leik lið- anna. Skotarnir virtust slegnir út af laginu með marki Ítala í byrjun leiksins og Toni var nálægt því að bæta öðru marki við þegar stund- arfjórðungur var liðinn af leikn- um en Craig Gordon, markvörður Skotlands, náði naumlega að verja skot hans. Skotarnir vöknuðu þó til lífsins þegar líða tók á hálfleik- inn og fengu ágætt færi í lok fyrri hálfleiks. Þá prjónuðu Barry Ferguson og James McFadden sig í gegnum vörn Ítala með skemmti- legu þríhyrningsspili, en skot Ferguson var of laust til þess að valda Gianluigi Buffon, markverði Ítala, einhverjum sérstökum vand- ræðum. Skotar sluppu svo með skrekkinn þegar mark Antonio Di Natale var dæmt af vegna rangs- töðu, en sá dómur stóð ansi tæpt. Di Natale virtist réttstæður þegar hann potaði boltanum í markið. Í blálokin á hálfleiknum björguðu Ítalir svo á línu þegar David Weir átti hörkuskalla að markinu eftir hornspyrnu Ferguson. Í seinni hálfleik jöfnuðu Skotar hins vegar leikinn á 64. mínútu þegar Ferguson, sem átti fínan leik, náði að skora, eftir að Buffon hafði varið skot frá Lee McCull- och, og allt ætlaði um koll að keyra á Hampden Park. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu Skotar svo kjörið tækifæri til að komast yfir í leiknum þegar McFadden komst einn inn fyrir vörn Ítala. McFadden hafði mögu- leika á því að leggja upp auðvelt mark fyrir að minnsta kosti þrjá meðspilara sína sem biðu eftir boltanum, en hann kaus hins vegar að skjóta sjálfur á markið en skaut fram hjá af stuttu færi. McFadden fékk þó möguleika á að fá upp- reisn æru stuttu síðar þegar Kenny Miller átti sendingu fyrir markið en McFadden rétt missti af boltanum. Eftir allt sem á undan var gengið má segja að endalok leiksins hafi verið grimm fyrir Skota því í uppbótartíma skoraði Christiano Panucci sigurmark Ítala í leiknum með skalla og tryggði liðinu sæti í lokakeppninni á næsta ári. Það verða því Frakkar og Ítalir sem komast áfram úr B- riðli undankeppninnar, en aum- ingja Skotarnir sitja eftir með sárt ennið og geta verið óánægðir með sjálfa sig fyrir að hafa ekki nýtt góð færi sín í leiknum. „Þetta var virkilega sárt og hefði McFadden skorað í lokin þá hefðu heimsmeistarar Ítala lík- lega fallið úr keppni. Ég get samt ekki ásakað neinn leikmann minn því þeir hafa staðið sig frábær- lega,“ sagði Alex McLeish, þjálf- ari Skota, í viðtali í leikslok. „Ég fékk frábært færi til þess að gera út um leikinn en það gekk ekki upp í þetta skipti og ég játa það að ég er gríðarlega vonsvik- inn. Sérstaklega í ljósi þess að mér finnst Skotland eiga það skil- ið að komast á lokakeppni EM,“ sagði James McFadden í viðtali í leikslok. omar@frettabladid.is Panucci var hetja Ítala á Hampden Christiano Panucci skoraði sigurmark Ítala í uppbótartíma í 2-1 sigri gegn Skotum í undankeppni EM á Hampden Park í gærdag. Það verða því Frakkar og Ítalir sem fara áfram úr B-riðli undankeppninnar en Skotar sitja eftir með sárt ennið og geta verið ósáttir með að hafa ekki nýtt færi sín í leiknum í gær. VONSVIKINN Barry Ferguson, fyrirliði og markaskorari Skota, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. NORDICPHOTOS/GETTY SIGURMARKIÐ Christiano Panucci, varnarmaður Ítalíu, horfir hér á eftir skalla sínum fara í markið án þess að Craig Gordon, mark- vörður Skotlands, komi nokkrum vörnum við. Markið tryggði Ítalíu farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári, en Skotar eru fallnir úr leik. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ísrael sigruðu Rússa fremur óvænt, 2-1, í gær og gerðu Englendingum mikinn greiða og E-riðill er því enn galopinn. Allar samsæriskenningar og allt tal um að Ísrael myndi ekki leggja sig fram gegn Rússlandi fóru fyrir lítið strax í byrjun leiks þar sem Ísrael virkuðu sprækir. Ísrael komust svo yfir í leiknum eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Elyaniv Barda kom þeim yfir eftir frábæran undir- búning Barak Itzhaki, en Ísraelar léku án Yossi Benayoun, fyrirliða síns, sem var meiddur og flestir höfðu búist við fremur öruggum sigri Rússa. En Rússar áttu í erf- iðleikum framan af í leiknum og náðu ekki að byggja upp neinn almennilegan sóknarþunga í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik tóku Rússarnir hins vegar öll völd á vellinum og Ísraelar virkuðu þreyttir. Jöfn- unarmarkið kom á 61. mínútu þegar Andrei Arshavin sendi góða sendingu inn fyrir vörn Ísraela á Diniyar Bilaletdinov sem skoraði í gegnum klofið á Dudu Awat, markverði Ísrael. Það voru hins vegar Ísraelar sem voru líklegri á lokakaflanum og Gal Alberman var nálægt því að koma Ísrael yfir þegar tíu mínút- ur voru til leiksloka en skot hans fór rétt framhjá. Rússar áttu þó eitt gott færi á lokakaflanum þegar Dimitri Sychev lék á tvo varnarmenn Ísrael en hitti ekki markið úr upplögðu færi. Ísrael- ar áttu svo lokaorðið þegar vara- maðurinn Omer Golan skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigur Ísraela þýðir að Englend- ingum nægir að vinna Króata á heimavelli sínum á miðvikudag til þess að tryggja sér þátttöku- rétt á lokakeppni Evrópumótsins. - óþ Ísrael vann Rússland, 2-1, í undankeppni EM í gær og gerði Englandi mikinn greiða í E-riðli með sigrinum: Ísraelar settu Englendinga í góða stöðu FÖGNUÐUR Ísraelar fagna hér öðru marki sínu gegn Rússum í gær en Ísra- elar gerðu Englendingum mikinn greiða með sigri sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Undankeppni EM: A-riðill: Finnland-Aserbajdsjan 2-1 0-1 Zaur Tagizade (63.), 1-1 Mikael Forssell (79.), 2-1 Shefki Kuqi (86.). Pólland-Belgía 2-0 1-0 Euzebiusz Smolarek (45.), 2-0 Euzebiusz Smolarek (49.) STAÐA A-RIÐILS: Pólland 13 8 3 2 22-10 27 Portúgal 12 6 5 1 23-10 23 Finnland 13 6 5 2 13-7 23 Serbía 12 5 5 2 19-9 20 Belgía 13 4 3 6 13-16 15 Armenía 10 2 3 5 4-11 9 Kasakhstan 12 1 4 7 10-20 7 Aserbajdsjan 11 1 2 8 6-27 5 B-riðill: Skotland-Ítalía 1-2 0-1 Luca Toni (2.), 1-1 Barry Ferguson (61.), 1-2 Christiano Panucci (90+1.). Litháen-Úkraína 2-0 1-0 Mantas Savenas (41.), 2-0 Tomas Danilevicius (67.). C-riðill: Moldavía-Ungverjaland 3-0 1-0 Igor Bugaev (13.), 2-0 Nicolae Josan (23.), 3-0 Serghei Alexseev (86.). Noregur-Tyrkland 1-2 1-0 Erik Hagen (12.), 1-1 Emre (31.), 1-2 Nihat 60.). Grikkland-Malta 5-0 1-0 Theofanis Gekas (32.), 2-0 Angelos Basinas (54.), 3-0 Ioannis Amaatidis (61.), 4-0 Theofanis Gekas (72.), 5-0 Thefanis Gekas (74.). D-riðill: Wales-Írland 2-2 1-0 Jason Koumas (23.), 1-1 Robbie Keane (31.), 1-2 Kevin Doyle (60.), 2-2 Jason Koumas (89.). Þýskaland-Kýpur 4-0 1-0 Clemens Fritz (2.), 2-0 Miroslav Klose (20.), 3-0 Lukas Podolski (53.), 4-0 Thomas Hitzlsper- ber (82.). E-riðill: Andorra-Eistland 0-2 0-1 Andres Oper (31.), 0-2 Joel Lindpere (60.). Ísrael-Rússland 1-2 1-0 Elyaniv Barda (10.), 1-1 Diniyar Bilyaletidinov (61.), 2-1 Omer Golan (90+2.). Makedónía-Króatía 2-0 1-0 Goran Maznov (71.), 2-0 Ilco Naumoski (79.). F-riðill: Lettland-Liechtenstein 4-1 0-1 Sjálfsmark (13.), 1-1 Gert Karlsons (14.), 2-1 Maris Verpakovskis (30.), 3-1 Juris Laizans (63.), 4-0 Aleksejs Visnakovs (87.). Norður-Írland-Danmörk 2-1 0-1 Nicklas Bendtner (51.), 1-1 Warren Feeney (62.), 2-1 David Healy (80.). G-riðill: Búlgaría-Rúmenía 1-0 1-0 Velizar Dimitrov (6.). Albanía-Hvíta Rússland 2-4 0-1 Maxim Romashcenko (28.), 1-1 Erjon Bog- dani (39.), 2-1 Edmond Kapllani (43.), 2-2 Vitaly Kutuzov (45.), 2-3 Vitaly Kutuzov (54.), 2-4 Maxim Romashenko (63.). Holland-Lúxemburg 1-0 1-0 Danny Koevermans (44.). ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Hið fornfræga knatt- spyrnulið Leeds United, sem leikur nú í þriðju efstu deild Englands, er komið í fjórða sæti deildarinnar. Liðið hóf leiktíðina með fimmtán refsistig vegna fjármálahneykslis liðsins, en hefur einungis tapað einum leik og gert tvö jafntefli. Hina þrettán leikina hafa þeir unnið. Dennis Wise knattspyrnustjóri leiddi liðið til 2-1 sigurs yfir Swindon í gær. Í þriðja sætinu fyrir ofan Leeds er annar fallinn risi, Nottingham Forest, sem er fyrsta lið allra tíma sem hefur unnið Evrópukeppnina, en seinna þurft að keppa í þriðju efstu deild. - sgj Byrjuðu með 15 refsistig: Leeds stefna beint upp aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.