Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 114
38 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR KÖRFUBOLTI Boston Celtics hélt sig- urgöngu sinni áfram í NBA-deild- inni í fyrranótt þegar liðið lagði Miami Heat 92-91 í æsispennandi leik. Boston Celtics hefur verið óstöðvandi í NBA-deildinni í vetur og hefur unnið alla átta leiki sína á tímabilinu. Leikurinn í fyrranótt þar sem Miami Heat fékk að kenna á því var hnífjafn eftir fyrsta leik- hluta, 24-24. Í öðrum og þriðja leikhluta náði Boston góðri for- ystu og í fjórða leikhluta var liðið komið með fimmtán stiga forystu, en Miami komst hins vegar aftur inn í leikinn með því að skora fimmtán stig í röð og jafnaði leikinn þegar skammt var til leiks- loka. Shaquille O´Neal sem var jafnan annálaður fyrir lélega skotnýtingu úr vítum en hefur skánað talsvert klikkaði á loka- kaflanum og sama gerði liðsfélagi hans hjá Miami, Udonis Haslem, og því fór sem fór og Boston vann 92-91. Kevin Garnett var atkvæða- mestur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst, en Ray Allen var með nítján stig og sjö stoð- sendingar. Hjá Miami var Dwyane Wade stigahæstur með 23 stig eftir að hafa jafnað sig á meiðsl- um, en Shaqulle O‘Neal var með 17 stig og níu fráköst. - óþ Boston vann Miami, 92-91, í fyrranótt og hefur unnið alla átta leiki sína í ár: Bolton Celtics illviðráðanlegir ÓSTÖÐVANDI Kevin Garnett og félagar í Boston eru búnir að vinna alla átta leiki sína í deildinni í ár. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Englendingar unnu Aust- urríki, 1-0, í döprum æfingaleik í fyrrakvöld, en það var ekki síst fyrir þá staðreynd að Michael Owen, framherji Englands, meiddist í leiknum. Michael Owen haltraði meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik á móti Austurríki og meiðslin voru jafnvel ekki talin alvarleg. En síðar kom í ljós að hann getur ekki leikið gegn Króatíu á miðvikudaginn næst- komandi. Steve McClaren, þjálfari Englands, var eyðilagður yfir tíðindunum í viðtali eftir leik. „Þetta er áfall fyrir okkur því við erum að fara að mæta mjög sterku liði Króata og verðum án tveggja okkar bestu sóknarmanna, en ég held að liðsandinn í hópnum sé það sterkur að við náum réttu úrslitun- um,“ sagði McClaren en ásamt Owen verður Wayne Rooney ekki heldur leikfær á miðvikudag. Nokkrar óánægjuraddir höfðu heyrst fyrir æfingaleikinn gegn Austurríki og sumir töldu hann óþarfan, en McClaren kvað leikinn hafa verið nauðsynlegan í undir- búningi liðsins fyrir miðvikudag. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að fá að spila þennan leik og ná góðum sigri og auðvitað vonaði ég líka að við kæmumst frá honum án þess að missa menn í meiðsli. En það er ekki á allt kosið,“ sagði McClaren. BBC sport greindi svo frá því í gær að meiðsli Owen væru í raun talsvert alvarlegri en menn höfðu talið því hann hefði rifið lærvöðva og yrði líklega frá keppni í meira en mánuð. Michael Owen hefur verið ein- staklega óheppinn með meiðsli und- anfarin ár og skemmst er að minn- ast þess að lið hans, Newcastle, fékk borgaðar ríkulegar bætur frá enska knattspyrnusambandinu þegar Owen meiddist þegar hann var að sinna landsliðsskyldu. - óþ Meiðslamartröð Michael Owen meiddist enn og aftur og verður ekki leikfær á miðvikudag þegar England mætir Króatíu. ÓHEPPINN Michael Owen gengur hér niðurlútur af leikvelli í fyrrakvöld eftir að hafa meiðst enn á ný. NORDICPHOTOS/GETTY FORMÚLAN McLaren-liðið áfrýj- aði á dögunum kæru á hendur BMW og Williams-liðunum sem sluppu við refsingu á sínum tíma fyrir notkun á kældu bensíni í lokakappakstrinum í Brasilíu. Dómstólar tóku áfrýjunina fyrir á fimmtudag og tilkynntu í fyrradag að henni hefði verið hafnað. Í yfirlýsingu frá McLaren-lið- inu kom fram að ekki væri verið að reyna með áfrýjuninni að fá heimsmeistaratitilinn dæmdan í hendur Lewis Hamilton, heldur væri þetta spurning um að virða og fylgja reglum íþróttarinnar. „Við erum frekar hissa á úrskurðinum en vonum bara að yfirmenn hjá Formúlu 1 verði búnir að koma í veg fyrir frekari notkun á kældu bensíni á næsta tímabili og vonandi sjáum við okkur ekki knúna að fara aftur með slík mál fyri dómstóla,“ sagði Martin Whitmarsh stjórnar- formaður McLaren. Ljóst er að ökumenn frá BMW og Williams höfðu nokkurt forskot á aðra keppendur með því að nota kælt bensín, en erfitt er að mæla for- skotið nákvæmlega. Ökumenn liðanna lentu í fjórða, fimmta og sjötta sæti í lokakappakstr- inum, en Hamilton hjá McLaren lenti í sjöunda sæti og rétt missti af heimsmeistaratitlin- um í hendur Kimi Räikkönen hjá Ferrari í stigakeppni öku- þóra. Ef ökumenn BMW og Williams hefðu hins vegar verið dæmdir úr leik, hefði Hamilton sjálfkrafa færst upp í fjórða sæti og það hefði á endanum nægt honum til þess að verða heimsmeistari. Hamilton var reyndar sjálfur búinn að segja í viðtölum að heimsmeistaratitillinn ætti að ráðast á kappakstursbrautinni en ekki í dómsalnum og eftir úrskurð dómstólsins í fyrradag virðist málið nú loksins vera úr sögunni. - óþ Áfrýjun McLaren í kælda bensínmálinu var felld: McLaren-liðið hissa TENNIS Svisslendingurinn Roger Federer, stigahæsti tenniskappi heims um þessar mundir, hélt sigurgöngu sinni á ATP-meistara- mótinu áfram í gær með því að leggja Spánverjann Rafael Nadal, sem er í öðru sæti á heimslistanum, nokkuð örugglega að velli í undan- úrslitum. Gríðarlega spenna var í loftinu þegar Roger Federer og Rafael Nadal áttust við í undanúrslitun- um í gær og búist var við jafnri viðurreign á milli þessara miklu tenniskappa. Federer, sem er núverandi meistari, gerði mönnum það hins vegar snemma ljóst að hann ætlaði sér að verja titil sinn með því að vinna þægi- legan sigur á Nadal í tveimur lotum, 6-4 og 6-1. Federer mætir öðrum Spán- verja, David Ferrer, í úrslitaleik mótsins í dag, en Ferrer er sjötti á heimslistanum og er yfirleitt talinn næstbesti Spánverjinn á eftir Rafael Nadal. Flestir búast því við nokkuð öruggum sigri Federers eftir að hann rúllaði Nadal upp, en Ferrer vann landa sinn Nadal einnig fyrr á mótinu og er til alls líklegur gegn Federer í dag. - óþ Federer og Ferrer mætast í úrslitum í Sjanghæ í dag: Yfirburðir Federers BESTUR Federer sannaði yfirburði sína með því að skella Rafael Nadal, sem er í öðru sæti á heimslistanum á eftir Federer. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.