Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 26
MENNING 4
Þorvaldur Skúlason í
París 1939. Ljósmynd-
in er úr safni Erling
Friis og líklega tekin
af honum.
E
rfitt er okkar tíma að
skilja ástandið í París
í upphafi stríðsins.
Frakkar þekktu til
harðvítugra loftár-
ása á spænskar borgir og
leifturstríðin inn í Pólland
færðu mönnum heim sanninn
að allt væri mögulegt. Ungu
hjónin fundu fyrir óttanum og
að ráðum dansks sendifulltrúa
fóru þau frá París og settust að
í Tours. Hinn 10. júní 1940 flúði
franska ríkisstjórnin frá París
– til Tours. Þýski herinn var á
hraðferð gegnum Frakkland
og um miðjan júní heyra þau
Astrid og Þorvaldur að borgin
sé í hættu. Þau ákveða að fara
slypp og snauð norður á bóg-
inn. Þau taka ekkert með sér,
hraða sér til Bordeaux, komast
í skip til Englands 22. júní.
Þann dag lýsti franska stjórn-
in landið sigrað. Það tók Þor-
vald og fjölskyldu fimm vikur
að komast til Íslands – alls-
laus.
Fótbrotinn messagutti
Þorvaldur tók að teikna og
mála fimmtán ára gamall þar
sem hann lá í fótbroti. Hann
var alinn upp á Borðeyri og
Blönduósi; var Húnvetningur í
húð og hár. Faðir hans var
verslunarmaður en lést þegar
Þorvaldur var níu ára, elstur
fimm systkina. Stráknum var
komið til vinnu, hann var
messagutti á skipum, og átti að
fara á Goðafossinn nýja 1921,
en tók langstökk það sumar í
kappi og fótbrotnaði. Það voru
síðan kynni Þorvaldar af
Snorra Arinbjarnar sem
fleyttu honum inn í heim
myndlistar en Snorri hafði
vetursetu á Blönduósi 1921.
Byrjandi á styrk frá Alþingi
Til að gera langa sögu stutta
munstraði Þorvaldur sig
haustið 1924 í Menntaskólann í
Reykjavík og fór þann vetur í
handleiðslu hjá Ásgrími Jóns-
syni. Þremur árum seinna
tekur hann þátt í sinni fyrstu
samsýningu á vegum Listvina-
félagsins. Í febrúar 1928
heldur hann sína fyrstu einka-
sýningu í Bárubúð. Mönnum
líst svo vel á að hann fær styrk
frá Alþingi og siglir þá um
haustið til Oslóar til náms;
hann var kominn inn í kviku
umbrotanna í myndlist Evrópu.
Hann heldur til Parísar vorið
1931 og settist á bekk Academ-
ie Scandinave á Montparnasse
og fastnar sér þar pláss um
haustið. Hann heldur áfram
að sýna hér heima: 1931 í
Gúttó, Síðsumars 1933 hélt
hann til Hafnar og dvaldi þar
næstu árin, sýndi með Kolor-
ista-hópnum 1936, aftur 1937 í
tvígang og loks hér heima þá
um sumarið. Hann kvæntist í
ársbyrjun 1938 Astrid, sem
var systir Tove, konu Jóns
Engilberts. Þau fóru víða það
ár: til Dieppe, Parísar, Flórens,
Rómar, Taormina og svo til
Íslands um haustið og aftur til
Hafnar um jólin. Og þaðan til
Parísar.
Eyðan í Frans
Fram til þessa hefur tíminn
1939 í París og Tours verið
talinn eyða í þroskasögu
Þorvaldar: örfá verk eru til frá
tímabilinu. Sumir hafa sagt
þetta tímabil mestu gátu í
myndlistarsögu síðustu aldar.
Heimkominn tók Þorvaldur
ekki til starfa fyrr en snemma
árs 1941. Þeim mun meiri for-
vitni hefur ríkt um þessi ár að
Þorvaldur sagðist hafa byrjað
að snúa sér að abstraktinu á
þessum tíma, bæði í viðtali
1966 og 1972. Og hvernig vék
því: Þorvaldur hefur verið kall-
aður brautryðjandi íslenskrar
samtímalistar, skali í þroska
hans nær frá hefðbundnu mál-
verki gegnum allar helstu
stefnur málverksins fram
undir 1970.
Sá á fund sem finnur
Víkur þá sögunni að finnanda
safnsins frá Tours, Jónasi
Freydal Þorsteinssyni. Jónas
hefur um langa hríð verið virk-
ur í leit að íslenskum málverk-
um, munum og teikningum á
erlendri grund. Hann segist
vera búinn að leita eftir mynd-
um eftir Þorvald Skúlason í
Tours og nágrenni um nær tólf
ára bil, mest með auglýsing-
um, en verulegum árangri hafi
hann ekki náð fyrr en hann tók
að auglýsa eftir fólki sem
þekkti til Þorvaldar á svæðinu.
Þannig rakst hann á slóð Erling
Friis.
Friis var vinur og samverka-
maður Þorvaldar á þessum
árum, bæði í Höfn og Frakk-
landi: „Ástæða þess að ég fór
til Parísar og lenti í skóla
Gormaire var gamall vinskap-
ur við íslenska málarann Þor-
vald Skúlason. Við unnum af
og til saman í vinnustofu hans
og minn. Hann var nýkominn
frá París og hvatti mig til að
sækja þangað niður eftir sem
fyrst,“ segir Friis í sýningar-
skrá frá 1992 er hann sýndi
136 verk sín í Randers og
fjögur verk eftir Þorvald að
auki. Hann mun einnig hafa
reynt að selja tvö olíuverk frá
þessum tíma um svipað leyti.
Eftir ábendingu á Friis tóku
hjólin að snúast.
Fundinn!
Jónas fann börn hans og fékk
hjá þeim möppu með stóru
hundraði verka, kolateikninga,
blýantsskissa, vatnslitamynda,
um tíu sjálfsmyndir, margt af
þessu eru óáritað, annað frá-
gengið og merkt. Mótífin eru
af ýmsu tagi: barir, vinnustof-
ur, bátar, kyrralífsmyndir,
abstrakt skissur, landslag,
módelteikningar. „Þetta er
ekki allt, það er ég viss um,“
segir Jónas. „Nú er bara að
finna allt hitt sem er einhvers
staðar. Ég hef leitað þessara
mynda í fjölda ára og er ég
fann þær þá varð ég hálf feim-
inn, mér fannst þetta eiginlega
of gott til að vera satt. Ég
ákvað því að fara mjög var-
lega í þetta allt og gefa mér
góðan tíma.
Ég hef sýnt tveimur fræðing-
um myndirnar og frá þeirra
hálfu fann ég einstaka fag-
mennsku kurteisi og skilning á
stöðunni. Það vakna margar
spurningar þegar myndirnar
eru skoðaðar, þarna eru skiss-
ur af málverkum sem ekki er
vitað til að Þorvaldur hafi
málað, hins vegar vissi enginn
um þessar skissur þannig að
vel má vera að hann hafi málað
þessar myndir sem málverk.“
Ótvírætt höfundarverk
Það er engum blöðum um það
að fletta að þessi mappa er frá
Þorvaldi. Reyndar fylgdi með í
pakkanum bunki af ljósmynd-
um frá þessum tíma. Hér eru
minni sem koma upp í öðrum
skissum sem eru þekktar.
Handbragðið leynir sér ekki.
Jónas tekur helminginn vera
frá París, eitthvað eldra og
margt frá Tours. Safnið er
rannsóknarefni fyrir sérfræð-
inga. Það hefur komið fyrir
fárra augu en kunnugir menn
hafa skoðað það og segja það
ótvírætt. Hvers vegna? Eigin-
leikar verkanna eru óljúgfróð-
astir. Eigendasaga skráð.
Treystir fólk ekki finnandan-
um?
Jónas Freydal yppir öxlum.
Fyrir mér hefur hann rakið
gögn: ljósmyndir af heimili
fjölskyldu Friis, gögnin frá
Randers og Kunsthallen – hvað
þarf hann að sanna meir? „Ég
hef ekki áhyggjur af efasemd-
um, þessi litli fjársjóður fjallar
um Þorvald Skúlason og ekki
Jónas Freydal.“
Ákærur og ástríður
Jónas er ástríðufullur áhuga-
maður um myndlist og sögu
hennar. Hann hefur lagt sig í
leit að íslenskum listaverkum á
slóðum þar sem tiltekinn hópur
íslenskra listmanna hélt sig á
fyrri hluta síðustu aldar. Hann
býr jafnframt við það umtal að
hann hafi staðið að fölsun og
sölu falsaðra verka. Hann var
ákærður fyrir það en málið var
ónýtt fyrir dómi og hann sýkn-
aður. Hann svíður að hafa setið
á sakabekk með öðrum ákærð-
um í því máli: „Ég var ákærður
fyrir tíu verk. Ef ég fer aftur út
í listaverkasölu mun ég birta á
vefsíðu öll verk sem ég hef
fundið og selt á liðnum árum.
Uppboðshús taka við verkum
frá mér og selja þau. Ég var
ranglega sakaður um að hafa
selt um tíu vafasamar myndir.
Þessar myndir hafði ég selt á
tíu ára tímabili í stærsta gall-
eríi Íslands. Í mörgum tilfella
voru það listasöfn sem keyptu.
Það að menn sjái ástæðu til að
skoða og jafnvel rannsaka ein-
hverjar þeirra mynda er í fínu
lagi, en að vera ákærður fyrir
falsanir samhliða aðila sem
sakaður var um stórfelld svik,
já, það svíður. Að þurfa að
hlusta á ásakanir um 900 verk
og heyra míns nafns alltaf getið
í því samhengi, þrátt fyrir að
hafa farið í gegnum réttarkerf-
ið og vera sýknaður af öllum
þessum röngu ásökunum og
þurfa síðan að lifa með það að
fréttamenn geti ekki nefnt mitt
nafn án þess að minnast á þetta
mál svíður á stundum enn meir.
Rétt er að í héraði var talið að
hugsanlega hefði ég selt tvær
myndir sem væru allar líkur á
að væru falsaðar. Ég áfrýjaði
þeim dómi til Hæstaréttar og
fékk sýkn saka.“
Hann er ekki ráðinn í hvað
hann hyggst fyrir með möpp-
una og myndirnar frá Tours.
Þær þurfi að skoða og skrá og
Listasafn Háskóla Íslands hafi
besta aðstöðu til þess en þar er
geymt stærsta safn verka eftir
Þorvald. Þegar hann fer
höndum um verkin smitast
maður af innilegum áhuga
hans. „Stór hluti þessara verka
er ómerktur sem er eðlilegt þar
sem um skissur er að ræða,
ákveðinn hluti myndanna á
sennilega heima hjá þeim
fræðingum er rannsaka list
Þorvaldar. Aðrar standa einar
og sér sem listaverk. Hvað
verður um þetta verður að
koma í ljós, hins vegar er afar
mikilvægt að allir sem koma að
þessu vandi sig til hins ýtrasta
og þetta á alveg eins við um
mig jafnt og þá aðila sem skoða
verkin seinna.“ Hann er sann-
færður um að fleiri verk Þor-
valds frá þessum tíma muni
koma í ljós, fyrr en síðar. „Það
var önnur mappa og ég veit
hvert hún fór,“ segir hann
íbygginn.
VERK ÞORVALDAR SKÚLASONAR FRÁ
STRÍÐSÁRUNUM KOMIN Í LEITIRNAR
Skömmu
fyrir stríð
hélt Þorvald-
ur Skúlason
listmálari til
Frakklands
öðru sinni til
námsdvalar
og vinnu.
Hann var 33
ára gamall,
kominn með
konu og
erfi ngja var
von. Hugur
hans stefndi
á frekara
nám hjá
lærimeist-
aranum
Gromaire.
Hinn 1.
september
1939 fædd-
ist dóttirin
Kristín í Par-
ís og tveim-
ur dögum
síðar skall á
heimsstyrj-
öld.
MYNDLIST PÁLL
BALDVIN
BALDVINSSON
N
ýfundnar sjálfsm
yndir Þorvaldar Skúlasonar í París 1939, blýants- og kolateikningar.
Olíumálverk eftir Þorvald Skúlason. Ein af myndunum frá Frakklandi.