Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 100
24 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Hafið þið hist áður? Ef þið ættuð að ímynda ykkur einhverjar þrjár staðreyndir, um hvort annað, sem þið vitið núna ekki hvort eru sannar eður ei – hvað mynduð þið telja vera sennilegan sannleik? Magga Stína: Jú, við hittumst um daginn. Gísli: Já, í Stúdíó 9. Það var okkar móment. Magga Stína: Áttum móment í Stúdíó 9. Magga Stína: En ef ég ætti að reyna að ímynda mér eitthvað þrennt um Gísla þá finnst mér nú líklegra að hann borði svona frekar íslenskan en ítalskan mat. Ég þykist nú líka alveg vita að maðurinn er húmoristi. Og bíddu nú við... svo gæti ég ímyndað mér að hann reyni að keyra á löglegum hraða. Gísli: Já, þetta er nokkuð rétt. Nema sko þetta með löglega hrað- ann er svolítið viðkvæmt. Ég er alveg að reyna það en það tekst ofboðslega illa. Ég held að enginn Íslendingur hafi verið tekinn eins oft fyrir of hraðan akstur eins og ég. En þetta með íslenska matinn er alveg rétt. Mér finnst ítalskur matur ágætur en íslenskt er að sjálfsögðu best. Ég er hins vegar nokkuð öruggur um það að Magga Stína fór í kennaranám en veit ekki hvort hún hafi klárað það. En þá er ég nokkuð viss um að hún tekur lýsi og þykir vænt um íslensku sauðkindina. Magga Stína: Ég tek lýsi og það er ekki nokkur spurning, hún er feg- ursta dýr sem um getur. En mér þykir mjög vænt um þetta með kennaranámið. Gísli: En það var sem sagt ekki rétt? Magga Stína: Onei. Allt á uppleið Þessa vikuna ber hvað hæst fréttir um að allt sé að fara til fjandans. Er allt að fara þá leið? Líður ykkur illa þegar þið horfið á fréttirnar og hvað gerið þið til að létta lund ykkar? Gísli: Ég held nefnilega að alveg þvert á móti sé allt á uppleið. Ég nefnilega byggi allt mitt á bjart- sýni og get ekkert farið að slaka á því. Magga Stína: Við getum náð dálít- ið góðu flugi saman heyri ég. Við aðhyllumst greinilega meira svona rómantísku stefnuna en raunsæis. Gísli: Enda mun skemmtilegri stefna. Magga Stína: Jú, ég held við verð- um bara að fara þá leiðina Gísli – „blackout“-leiðina. Gísli: En þegar ég þarf að létta lund mína eftir slæmar fréttir fer ég bara og geri fallega frétt. Magga Stína: Af því að ég hef nú ekki tök á því ríf ég bara dálítinn kjaft. Og þá helst við sjónvarp og útvarp. Og svona yfirhöfuð þá tala ég voðalega mikið við viðtækin. Gísli: Enda er þetta viðtæki – það á að taka við. Magga: Já, og ég ætlast hreinlega til þess að það taki við mér. Ég reyni að spara það að brúka mjög mikinn munn við annað fólk og steyti því skapi mínu á viðtækjun- um. Rúmliggjandi eftir Bónusferð Dótabúðir virðast vera heitustu búðirnar þessi misserin. Hafið þið farið í Toys „R“ Us og ef ekki, ætlið þið að fara þangað fyrir jól? Finnið þið fyrir neyslupressu og ef svo er – hvaða vörum finnst ykkur helst otað að ykkur umfram aðrar? Magga: Toys and rusl. Gísli: Nei, ég verð nú bara að við- urkenna það, þótt ég hefði gjarnan viljað bíða þarna í biðröð í sautján klukkutíma. Magga Stína: Hann bara komst ekki í það – svolítið mikið að gera. Gísli: Nei, ég veit ekkert skemmti- legra en að vera í biðröðum í dóta- búðum. Magga Stína: Já, og bara að vera í biðröðum yfirhöfuð. Ég segi eins og Gísli, því við erum greinilega um svo margt keimlík, að ég á í töluverðum erfiðleikum með að bíða eftir strætó, hvað þá að hanga í marga klukkutíma fyrir utan Toys „R“ Us. Gísli: En hvort ég fari fyrir jólin, ég veit það ekki. Ég á nú tvo stráka á leikfangaaldri en ég hugsa ég fari bara í Kaupfélagið, það er minni biðröð. Magga Stína: Þegar þeir náðu mynd af biðröðinni fékk ég nú yfir mig einhverja svona heilagra manna tilfinningu og ákvað að sniðganga þessa búð í bili að minnsta kosti. Maður er jú þetta alveg tvo heila daga að ná sér eftir Bónusferð. Ég yrði örugglega rúmliggjandi í heilan mánuð ef ég þyrfti að fylla innkaupakörfu af leikföngum. Gísli: Ég set líka spurningu við markaðsfræði sem byggir á því að búa til múgæsing. En neyslupress- an er orðin finnst mér mest á net- inu. Og það sem gerir mig hálf- þunglyndan er að það er endalaust otað að manni einhverjum stinn- ingarlyfjum og hvað heitir það? „Penis enlargement“. Þetta er sú neyslupressa sem er að gera út af við mig. Ég fæ svona 20 til 30 bréf á dag þar sem ég er meira að segja Íslenska sauðkindin er fegurst allra Á meðan Gísli Einarsson fær mörg tilboð á dag um að kaupa stinningarlyf getur Magga Stína Blöndal ekki á sér heilli tekið fyrr hún er búin að kaupa sér Silit Bang eða Vanish. Þau hafa hins vegar ekki enn látið undan neyslupressunni Toys „R“ Us. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við sjónvarpsmanninn og söngkonuna um vörumerkjatattú, hreinlætisvörur og Kiljuna. Og það sem gerir mig hálfþunglyndan er að það er enda- laust otað að manni einhverjum stinningarlyfjum og hvað heitir það? „Penis enlargement“. Þetta er sú neyslupressa sem er að gera út af við mig. Ég fæ svona 20 til 30 bréf á dag þar sem ég er meira að segja ávarpaður sérstaklega: „Dear mr. Gísli Einarsson.“ Á RÖKSTÓLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.