Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 118

Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 118
42 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Það er allt ljóm- andi gott að frétta. Væri bara verra ef það væri betra. Augnlitur: Blár. Starf: Erfitt að segja... fína orðið er dagskrárgerðarmaður en annars er ég bara trúður. Fjölskylduhagir: Tilheyri vísitölufjöl- skyldu, á konu og tvö börn. Hvaðan ertu? Reykjavík. Ertu hjátrúarfullur? Nei, ég hef litla trú á hjátrú. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég verð auðvitað að segja Næturvaktin og Tekinn svo strákarnir verði ekki brjálaðir. Uppáhaldsmatur: Rjúpur, en kannski bara vegna þess að ég fæ þær aðeins einu sinni á ári. Fallegasti staðurinn: Reykjavík. iPod eða geislaspilari: iPod, var að fá mér einn. Hvað er skemmtilegast? Að vera með fólki, helst vinum og fjölskyldu. Hvað er leiðinlegast? Að skúra er leiðinlegast í heimi. Helsti veikleiki: Hvað ég get orðið pirraður í umferðinni, á fólki sem er ekki að hugsa um aksturinn. Helsti kostur: Hvað ég er hress og góður bílstjóri. Helsta afrek: Að hafa komið í heiminn. Mestu vonbrigðin: Þegar naggrísinn hans Benna æskuvinar míns dó. Hver er draumurinn? Einu sinni sá ég í bíó gaur sem lá í hengirúmi og lét allsbera dverga færa sér bjór. Mig hefur dreymt þetta síðan, var eitthvað svo krúttlegt. Hver er fyndn- astur/fyndnust? Pétur Jóhann þegar hann er undir áhrif- um áfengis. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Helgarstarfsmenn á skyndibitastöð- um sem ekkert kunna og nenna ekki að vinna. Hvað er mikilvægast? Að tóra. HINHLIÐIN SVERRIR ÞÓR SVERRISSON DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Dreymir um allsbera dverga „Ég er ákaflega hreykin af Aroni og hef engar áhyggjur af honum lengur, því núna gengur honum allt í haginn. Ég fékk algjört sjokk við að lesa bókina því öll sjö árin í fangelsinu sagði hann okkur ekki hvað gekk á.“ Hulda Thomas, móðir Arons Pálma Ágústssonar. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að ný bók um ævi Arons Pálma væri komin út. Fataverslunin Borgarpakk opnaði fyrir gestum og gangandi á Frakka- stígnum í síðustu viku. Hún hefur þá sérstöðu að einbeita sér að sölu á vistvænum klæðnaði. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð á þessum tíma sem er liðinn frá opnun,“ segir Ólafur Óskar Egils- son, sem á og rekur verslunina ásamt Arnbjörgu Jóhannsdóttir. Nafngiftina segir hann til komna í gríni. „Í sveitinni er talað um borgar pakk, og í borginni um landsbyggðarpakk. Þetta er bara í góðu gamni gert,“ segir hann. Óli segir hvorugt þeirra hafa tekið sér neitt þessu líkt fyrir hendur áður. „Við fórum að tala um það fyrir ári að það væri gaman að hella sér út í að stofna fyrirtæki. Hugmyndin þróaðist svo út í að opna vistvæna fata- verslun, enda er engin önnur þannig verslun hér. Við erum bæði náttúruverndarlega sinnuð,“ segir hann. Í Borgarpakki er að finna klæðnað úr hampi, lífrænni bóm- ull og bambusi, svo eitthvað sé nefnt, en Óli segir þó ekki ætlunina að einblína eingöngu á náttúruvæna þræði. „Þetta er mjög fjölbreytt. Flísefni er til dæmis jafn mikið gervi og hægt er, en það er hægt að endurvinna það aftur og aftur. Þó að við ætlum ekki að selja mikið af flís- peysum er það líka dæmi um umhverfisvæn föt,“ útskýrir hann. Borgarpakk er nú með vörur frá einum íslenskum hönn- uði, auk þess sem Arnbjörg saumar sjálf. Jólagjafir ársins úr Borgar- pakki segir Óli vera sokka úr bambusi, „sem aldrei er táfýla af,“ og úlpur úr hampi, auk kjóla úr lífrænni bómull. „Það er allt- af að bætast við í búðina og við verðum komin með stappfulla búð fyrir jól,“ segir Óli. - sun Vistvæn föt eru jólagjöfin í ár NÁTTÚRAN OG BORGARPAKKIÐ Ólafur Óskar segir viðtökur við Borgarpakki, sem selur vistvænan klæðnað, hafa verið mjög góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR „Þetta var afmælisgjöf til mömmu þegar hún varð fimmtug,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal sem syngur til móður sinnar á fyrstu sólóskífu sinni, Ein. Í textabók sem fylgir disknum skrifar Birgitta til mömmu undir laginu Móðir: „Elsku mamma, til hamingju með 50 ára afmælið. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig. Ég elska þig. Þín Birgitta.“ Söngkonan segir að lagið hafi orðið til í fríi á Krít og að hún hafi sungið það inn á myndavél þegar hún var stödd á flugvellinum í Aþenu. „Mér finnst gott að fara til útlanda þegar ég er að semja og skrifa texta og þessi melódía hafði fylgt mér í höfðinu alla leiðina til Grikklands. Þegar ég var svo komin á flugvöllinn á leiðinni heim varð ég hreinlega að raula það inn á myndavél sem ég var með. Síðan varð smá seinkun á fluginu og þá kláraði ég það eiginlega bara þarna.“ Birgitta hlustaði síðan á lagið þegar heim var komið og þá flaut textinn út eins og ekkert væri. „Mamma átti sér þann draum að ég myndi semja fyrir hana lag þegar hún færi yfir móðuna miklu en hana hafði aldrei grunað að hún fengi lag þarna.“ Textarnir á plötunni eru ákaflega persónulegir margir hverjir og Birgittu finnst annað varla hægt, textarnir eigi að vera úr nánasta umhverfinu og hún finni til lítillar samkenndar með sögum sem eru upp- spuni. „Þarna er alls konar lífsreynsla sem maður hefur lent í og sem ratar alveg óvart inn í textana.“ Eitt lag sker sig þó úr á plötunni en það er lagið Að eilífu sem lýkur á orðunum „Ég trúi því að hingað höfum verið leidd, alltaf okkur ætlað var að verða eitt“. Birgitta er fyrst feimin við að upplýsa um uppruna lagsins enda dylst engum að það sé óður til ástarinnar. En loks opnar söngkonan sig: „Þetta er ástarbréf sem ég sendi kærastanum mínum, Benedikt Einarssyni, þegar ég var í Danmörku fyrir nokkrum árum með Írafári,“ segir Birgitta en þau eru sem kunnugt er búin að trúlofa sig. Söngkonan kemst þó ekki hjá því að minnast á lagið Minningar en það er fyrsta lagið hennar, var samið á þverflautu þegar hún var aðeins níu ára. „Og ég sagði við Vigni Snæ þegar við vorum að velja lögin að þetta lag færi á plötuna, sama hversu gott eða slæmt það væri.“ freyrgigja@frettabladid.is BIRGITTA HAUKDAL: SYNGUR TIL MÓÐUR SINNAR Á NÝJU PLÖTUNNI Ástarbréf Birgittu til Bene- dikts efniviður í nýju lagi ÁSTARLJÓÐ Birgitta er persónuleg á nýju plötunni og syngur bæði til mömmu sinnar og unnusta. Á myndinni má sjá trúlofunarhring sem söngkonan ber. Kristlaug María Sigurðardóttir, höfundur leikritanna Ávaxta- körfunnar og Hafsins bláa, hyggst gefa út bók á netinu fyrir jólin. „Þetta er krakkabók fyrir alla fjölskylduna sem heitir Jón Ólaf- ur jólasveinn. Hún fjallar um ungan strák sem verður óvart jólasveinn og þarf að glíma við allrahanda vandamál til að bjarga jólunum,“ útskýrir Kristlaug, sem lítur á útgáfuna sem ákveðna tilraun. „Þessi hugmynd hefur verið að gerjast í svolítinn tíma og nú ákvað ég að kýla á þetta. Ég og Björgólfur erum bæði mjög gjaf- mild þessa dagana,“ segir Krist- laug og hlær, en Reykjanesbær styrkir verkefnið. Bókinni verður hægt að hala niður á síðunni www. jonolafur.is. „Það verður hægt að lesa hana þar, prenta hana út, og svo ætla ég að setja hana inn sem hljóðbók líka,“ útskýrir Krist- laug, sem upphaflega ætlaði að hafa bókina algerlega ókeypis. „Svo heyrði ég af því að hljóm- sveitin Radiohead hefði verið með frjáls framlög, svo ég er að hugsa um að hafa það líka þannig. Ég er spennt að sjá hvort fólk vill fá bók gefins, og líka hvort það vill borga,“ segir hún glettin. Ef Jón Ólafur mælist vel fyrir hjá lesendum hyggst Kristlaug skrifa um hann fleiri sögur. „Þá yrði heimasíðan vettvangur fyrir lesendur til að hjálpa mér að þróa hana áfram, eins konar hug- myndabanki,“ útskýrir hún. Síðan fer í loftið í næstu viku, og í desember mun enn bætast á hana, þegar jóladagatal með dansandi jólasveinum fer í loftið. Slóðin er, sem áður segir, www.jonolafur.is. -sun Gefur öllum Íslend- ingum bók í jólagjöf ÞJÓÐARGJÖF Kristlaug María Sigurðar- dóttir hyggst gefa þjóðinni bók í jólagjöf. Henni verður hægt að hlaða niður af netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁSTFANGIN Benedikt Ein- arsson og Birgitta Haukdal saman á góðri stund. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 05. 08.1977 Fæst í Bónus Kisu nammi (harðfisktöflur) Kisu bitafiskur Íslensk framleiðsla úr úrvals hráefni. Góður kisi á gott skilið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.