Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 110

Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 110
34 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is BOLTINN ER HJÁ OKKUR Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 39.900 kr. ARSENAL – WEST HAM 30. des.–2. jan. Tilboð 78.900 kr. CHELSEA – WEST HAM 30. nóv.–2. des. Verð á mann í tvíbýli WEST HAM – EVERTON 14.–16. desember Tilboð 48.800 kr. 49.900 kr. LIVERPOOL - PORTO 27.–29. nóvember Tilboð Arnór Atlason, leikmaður FCK í Kaupmannahöfn og íslenska landsliðsins í handbolta, vonast til þess að vera leikfær þegar FCK-liðið tekur á móti HK í fyrri leik liðanna í EHF-keppninni í Digranesi kl. 16 í dag. „Ég vonast auðvitað til þess að geta spilað leikinn og náði að æfa nokkuð vel í gær en ég er búinn að vera meiddur alveg síðan í æfingalandsleiknum á móti Ung- verjalandi á Íslandi um daginn. Það væri frábært að geta spilað leikinn en ég mun samt ekki gera það nema ég verði alveg 100 prósent leikfær. Bæði mun ég ekkert nýtast ef ég er ekki búinn að ná mér almennilega af meiðslunum og svo vil ég ekki eiga á hættu að gera illt verra með meiðsl- in,“ sagði Arnór og fagnaði tækifærinu að geta komið heim til Íslands. „Það er náttúrulega algjör snilld að geta sýnt strákunum í liðinu Klakann góða og þetta er líka mjög spennandi leikur í ljósi þess að liðin tvö eru í efstu sætum deildanna á Íslandi og í Danmörku. Þetta verður bara uppgjör á milli deildanna, það er ekkert flókn- ara en það,“ sagði Arnór og kvaðst þekkja ágætlega til HK. „Ég spilaði með fjórum af leikmönnum HK þegar ég var í KA á sínum tíma og síðan hef ég verið með nokkrum af þeim í yngri landsliðum Íslands, þannig að það yrði sérstaklega gaman að ná að spila leikinn í ljósi þessa og enn fremur að vinna hann auðvitað,“ sagði Arnór og kvaðst sáttur með spilamennsku sína með FCK-liðinu á tímabilinu. „Meiðslin eru búin að setja strik í reikninginn hjá mér upp á síðkastið en fyrir þau var ég kom- inn á fínt ról og það var mjög ánægjulegt að ná að fylgja eftir góðu gengi mínu frá því í fyrra. Ég ætla bara að halda áfram á sömu braut þegar ég er búinn að jafna mig af meiðsl- unum því það eru spennandi tímar fram undan, bæði hjá FCK og auðvitað landsliðinu og ég ætla mér að vera klár fyrir það.“ ARNÓR ATLASON, FCK: VONAST TIL ÞESS AÐ VERA LEIKFÆR ÞEGAR FCK MÆTIR HK Í EHF-KEPPNINNI Þetta verður bara uppgjör á milli deildanna > Valsmenn hefja tililvönina í Keflavík Í gær var dregið um töfluröð í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sumarið 2008, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum Knatt- spyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Íslandsmeist- arar Vals í karlaflokki hefja titilvörn sína í Keflavík, en nýliðaslagur verður á Valbjarnarvelli þar sem Þróttur fær Fjölni í heimsókn. Íslandsmeist- arar Vals í kvennaflokki taka á móti Þór/KA á heimavelli og Keflavík og KR sem spiluðu til úrslita í VISA-bikarnum mætast í Keflavík. SUND Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, keppti á heimsbikarmóti í Berlín í gærmorgun og stóð sig vel. Jakob Jóhann keppti í 25 metra laug í bæði 200 metra bringu- sundi og 50 metra bringusundi og stóð fyllilega fyrir sínu á mótinu. Jakob endaði í 11. sæti í 200 metra bringusundi á tímanum 2. mínútur og 14,20 sekúndur. Í 50 metra bringusundi endaði Jakob Jóhann svo í 18. sæti á tímanum 28,82 sekúndur. - óþ Heimsbikarmót í sundi: Jakob Jóhann stóð fyrir sínu ÖFLUGUR Jakob Jóhann stóð sig vel á heimsbikarmóti í Berlín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði, mun hafa beðið Ólaf Jóhannesson þjálfara liðsins um frí frá landsleiknum við Dani næstkomandi miðvikudag til þess að geta einbeitt sér að æfingum með Barcelona ef marka má opinbera heimasíðu spænska liðsins. Þar segir að Eiður Smári hafi verið einn af sjö leikmönnum sem æfðu með liðinu yfir helgina, en aðrir leikmenn liðsins eru að sinna landsliðsskyldu. Eiður mun hafa æft eftir sérstöku vinnupró- grammi hjá þolþjálfara liðsins yfir helgina. Eiður mun ekki taka þátt í góðgerðaleik gegn fátækt af þessari sömu ástæðu. Honum var boðið að taka þátt í leiknum, sem hinn franski Zinedine Zidane og hinn brasilíski Ronaldo standa fyrir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meðal annarra leik- manna sem taka þátt eru David Beckham, Paolo Maldini, Roberto Carlos, Cafu og fleiri, en leikur- inn fer fram á mánudag í Malaga. - óþ / - sgj Góðgerðarleikur á mánudag: Eiður á meðal leikmanna Á ÆFINGU Eiður Smári æfir með Barcelona um helgina og spilar líklega góðgerðarleik á mánudag. NORDICPHOTOS/GETTY GOLF Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur lék sinn þriðja keppnis- dag í lokaúrtökumóti Evrópumót- araðarinnar á Spáni í gær og kláraði á 73 höggum. Hann er í 19.-30. sæti á tveimur höggum undir pari fyrir síðasta keppnis- daginn fyrir niðurskurðinn, sem er í dag. Birgir Leifur spilaði á nýja vell- inum, San Roque, í gær og hann var nokkuð sáttur með spila- mennsku sína þegar Fréttablaðið náði tali á honum þrátt fyrir að gærdagurinn hefði verið hans lak- asti á úrtökumótinu til þessa. „Auðvitað vill maður alltaf gera betur og ég hefði gjarnan viljað vera tveimur til þremur höggum betri. En ég byrjaði frekar illa og vindurinn var aðeins að trufla mig en ég náði sem betur fer að vinna mig ágætlega út úr því,“ sagði Birgir Leifur sem fékk skramba (+2) strax á annarri keppnisholu sinni í gær en náði að halda haus eftir það og sýndi mikið keppnis- skap og náði í fugl á næstu holu á eftir og svo komu þrjú pör í röð. Birgir Leifur hefur því enga ástæðu til annars en að vera bjart- sýnn fyrir daginn í dag. „Eftir hringinn á morgun [í dag] munu 70 bestu kylfingarnir halda áfram og ég er í ágætis stöðu hvað það varðar eins og er. Ég er búinn að vera að spila hörku golf til þessa í úrtökumótinu, það er ekki spurning, en ég ætla samt ekkert að gleyma mér. Ég mun halda mínu leikplani áfram og mun bara hugsa um eitt högg í einu og síðan sjáum við til hversu langt það skilar manni,“ sagði Birgir Leifur sem spilar á gamla vellinum í dag og hefur leik kl. 8 að íslenskum tíma. Komist Birgir Leifur áfram í gegnum 70 manna niðurskurðinn- mun hann svo keppa tvo hringi eftir helgi, á mánudag og þriðju- dag, sem skera úr um laus sæti á Evrópumótaröðinni á komandi keppnistímabili. Birgir Leifur lék eins og segir þriðja hringinn á 73 höggum í gær, en fyrsta hringinn fór hann á 71 höggi og annan hringinn á 70 högg- um og er því samanlagt á tveimur höggum undir pari í 19.-30. sæti í mótinu. Heimamennirnir Pablo Larrazabal og Luis Claverie eru sem stendur efstir og jafnir eftir þrjá keppnisdaga á átta höggum undir pari, en Claverie lék manna best í gær og fór hringinn á 68 höggum. omar@frettabladid.is Hugsa um eitt högg í einu Birgir Leifur Hafþórsson átti ágætan dag á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópu- mótaröðina í golfi á Spáni í gær og er með sterka stöðu upp á framhaldið. SJÓÐHEITUR Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið að spila frábært golf á Spáni og stendur vel að vígi fyrir síðasta keppnisdaginn fyrir niðurskurð sem fram fer í dag. NORDICPHOTOS/GETTY ÍÞRÓTTIR Mikið var um dýrðir á Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug í sundi í dag en nú þegar er búið að setja sex Íslandsmet og þrettán unglingamet á mótinu eftir sex hluta. Sett voru samtals tólf Íslandsmet og níu unglinga- met á sama móti fyrir ári síðan og verður því spennandi að sjá hvað gerist í dag. Á heimasíðu Sundsambands Íslands segir að það séu ekki endilega sömu sund- menn sem setja unglingametin í ár og settu þau í fyrra og bendir það til þess að breiddin sé að auk- ast og að mikill uppgangur sé í sundhreyfingunni. - hs Íslandsmeistaramót í sundi: Metaregn í Laugardalnum FLUGSUND Synt af kappi metin hafa fallið í innilaug- inni í Laugardal um helgina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.