Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 8
8 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR
EFNAHAGSMÁL „Árangur Íslend-
inga er betri en hjá okkur í
Bandaríkjunum og sennilega
besta dæmið um hvernig lækkun
skatta getur haft góð áhrif á efna-
haginn,“ segir dr. Arthur B.
Laffer hagfræðingur.
Hann flutti í gær fyrirlestur á
vegum Félagsvísindadeildar
Háskóla Íslands og Samtaka
atvinnulífsins. Húsfyllir var á
fyrirlestri Laffers sem haldinn
var í Þjóðmenningarhúsinu og
var góður rómur gerður að máli
hans.
Laffer er umdeildur meðal
hagfræðinga en áhrifamikill.
Hann er þekktastur fyrir svo-
nefnda Laffer-kúrfu. Samkvæmt
henni dregur úr tekjum ríkisins,
fari hlutfall skatta yfir tiltekin
mörk.
Laffer segir að kúrfa sín sé
fyrst og fremst sett fram til
útskýringar. Hugmyndin sé ekki
að stjórnmálamenn taki hana upp
hugsunarlaust, heldur sé með
henni eingöngu bent á þetta
samband skatta og tekna.
Laffer var meðal helstu efna-
hagsráðgjafa Ronalds Reagan,
forseta Bandaríkjanna á árunum
1981 til 1989.
Ítarlega verður rætt við Art-
hur B. Laffer og fjallað um
skattamál í Markaðnum á mið-
vikudaginn. - ikh
HÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 FAX 522 3301 FTI@FTI.IS WWW.FTI.IS
Innritun í Fjöltækniskóla Íslands fyrir vorönn 2008
stendur til 24. nóvember www.fti.is
Stúdentspróf // náttúrufræðibraut með tækniívafi og starfsréttindum // Véltækni - vélstjórn 2. Stig og stúdentspróf
Raftækni - Rafgreinar og stúdentspróf // Skipstækni - Skipstjórn 1. stig // Flugtækni - Einkaflugmaður
Atvinnuréttindapróf // Skipstjóri // Vélstjóri // Vélfræðingur
ze
to
r
ORKA „Samningur Orkuveitunnar og Sveitarfélagsins
Ölfuss var samþykktur samhljóða í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur vorið 2006,“ segir Eiríkur Hjálmarsson,
upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar (OR).
Þannig bregst Eiríkur við orðum Svandísar
Svavarsdóttur, formanns stýrihóps um málefni REI
og OR, en hún sagði í Fréttablaðinu á föstudag að
nefndur samningur virtist „verulega á mörkunum“.
Einnig sagði hún að siðareglur fyrirtækisins þyrfti
líklega að herða og vísaði til samskipta OR og
sveitarfélaga.
Upplýsingafulltrúinn minnir á að stjórnin starfi
samkvæmt settum starfsreglum og starfsmenn OR
eftir vilja stjórnarinnar. Þeir fari eftir siðareglum,
sem megi lesa á heimasíðu fyrirtækisins.
Áform í Bitru séu í samræmi við þetta. „En skipti
stjórnin um skoðun og hverfi frá fyrri áformum er
auðvitað hugsanlegt að aðrir hafi hug á að virkja á
svæðinu, til dæmis orkufyrirtæki landeigandans
[ríkisins] eða stórkaupendur raforku,“ segir Eiríkur.
Raforkumarkaðurinn sé jú samkvæmt lögum
samkeppnismarkaður.
Eiríkur kveður þær athugasemdir um Bitru sem
Svandís sagði í gær „margar, þungar og afgerandi“
vera 660 talsins. Af þeim hafi „því miður“ 540
athugasemdir verið samhljóða efnislega. OR taki
vitanlega mið af þeim við gerð endanlegrar
matsskýrslu. - kóþ
Samningur Orkuveitunnar og Ölfuss var gerður í stjórnartíð Reykjavíkurlistans:
Aðrir kunna að virkja ef OR hættir við
TYRKLAND, AP Yfirvöld í Tyrklandi
hófu í fyrradag aðgerðir til að
loka fyrir starfsemi stærsta
stjórnmálaflokks Kúrda í
landinu.
Þingmenn flokksins hafa verið
reknir af tyrkneska þinginu.
Aðgerðirnar grundvallast á
ásökunum um að flokkurinn
styðji aðskilnaðarhugmyndir og
sé í tengslum við ólöglega
hreyfingu kúrdískra uppreisnar-
manna.
Aðgerðirnar voru ákveðnar í
kjölfar þess að flokkurinn, sem
þekktur er undir tyrknesku
skammstöfuninni DTP, kallaði í
síðustu viku eftir því að Kúrda-
héruðin í Suðaustur-Tyrklandi
fengju aukið sjálfræði. - aa
Kúrdaflokkur í Tyrklandi:
Flokksstarf sem-
in stöðvuð
REKNIR Þingmenn DTP á þingi í Ankara.
Þeir hafa verið útilokaðir frá þingsetu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs-
aldri hefur verið dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir líkamsárás fyrir
utan skemmtistaðinn Victor í
Hafnarstræti. Þar starfaði hann
sem sem dyravörður.
Maðurinn tók harkalega um
úlnlið og upphandlegg annars
manns og snéri aftur fyrir bak,
með þeim afleiðingum að
handleggurinn brotnaði.
Ákærði neitaði sök en dómur-
inn taldi brotið sannað. Verknað-
urinn var talinn framinn af
gáleysi og varð það til
refsimildunar.
- æþe
Dyravörður dæmdur:
Sneri upphand-
legg í sundur
Arthur B. Laffer segir að skattalækkanir hérlendis sýni að kenningar sínar virki:
Ísland sennilega besta dæmið
ARTHUR B. LAFFER Var meðal helstu
ráðgjafa Reagans.
„Þær hafa verið hafðar að leiðarljósi
við efnahagsstjórnina hér,“ segir
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra
um kenningar Arthurs B. Laffer. Árni
bætir því við að Jón Þorláksson, fyrsti
formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi
haft svipaðar hugmyndir. „Sé hafður
hemill á skattheimtunni getur það
haft jákvæð áhrif á innheimtuna.
Þetta hefur verið í umræðunni og
menn hafa litið til þess. Það er engin
spurning um það.“
LEIÐARLJÓS HÉR
ÁRNI M. MATHIESEN „Áhrif skattalækk-
ana gríðarlega mikil.“
EIRÍKUR HJÁLMARSSON Minnir á að
hver sem er geti byggt virkjun, til
dæmis stórkaupendur raforku.
BANDARÍKIN Ný rannsókn sýnir að
konur þurfa að bíða tuttugu
sekúndum lengur eftir kaffibolla
á kaffihúsum en karlar. Fylgst
var með 295 viðskiptavinum á
kaffihúsum í Boston í Banda-
ríkjunum.
Rannsóknin, sem ber nafnið
„Dömurnar fyrst?“, bendir á
kvenfyrirlitningu af hálfu
karlkyns afgreiðslumanna sem
mögulega skýringu. Einnig taki
þeir sér oft tíma til að daðra við
kvenkyns viðskiptavini. - sgj
Ný bandarísk rannsókn:
Konur bíða leng-
ur eftir kaffinu
SVEITARSTJÓRNIR Lagt hefur verið
til í atvinnumálanefnd Vestur-
byggðar að ríkið stofni miðlægan
gagnagrunn um einkunnir allra
grunn- og framhaldsskólanema,
sem vistaður verði á Bíldudal.
„Atvinnuástand á Bíldudal er
mjög bágborið og er staða
kvenna þar hvað verst,“ segir í
tillögu Hjartar Sigurðarsonar
sem sett er fram í ljósi ábend-
inga Vestfjarðarnefndar um
gagnavinnslu á Bíldudal. Hjörtur
segir húsnæði á staðnum sem
hægt sé að selja ríkinu undir
starfsemina. - gar
Vantar atvinnu í Vesturbyggð:
Skólaeinkunnir
verði á Bíldudal
HÁTÍÐ SÓLGUÐSINS Nepölsk kona
færir sólguðinum fórn að hindúasið. Á
Chhath-hátíðinni þakka hindúar fyrir
þær gjafir sem sólin hefur veitt þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP