Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 87
41 MENNING
Að störfum í
Morin skinnu
Hilmar Einarsson
og Klara Steins-
dóttir .
M
YN
D
: FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/VA
LLI
Nú er búið að skipa afmælisnefnd vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar, það fyrsta sem þeir eiga
að gera er að friðlýsa Arnarfjörð – það er ekkert flóknara
13
ástandið á Laugaveginum og götunum í
kring?
„Já, við vorum í góðri stöðu til að sjá
hvernig hverfið á þessu svæði fór. Það
er mikið þarna af bakhúsum og ástandið
var lengi þannig að maður hugsaði: hve-
nær ætlar þessi niðurlæging að taka
enda? Þá er ég að tala um niðurlægingu
húsanna sem eigendur hafa forsómað að
halda við. Svo er þarna sest að ógæfu-
fólk, hefur hreiðrað um sig og það er
ekki nokkur staðar á byggðu bóli slík
vanræksla á miðborg og við höfum mátt
horfa upp á.
Kringlan sló lífsmarkið úr þessum
miðbæ á sínum tíma. Það átti að byggja
einhvern nýjan miðbæ. Og miðbærinn
lamaðist. Ef maður gekk niður Banka-
stræti þá var það eins og dauðs manns
gröf. Það er þó eitthvað líf þar núna og
byggðin eitthvað að þéttast. Forsenda
þess að miðbærinn komist á réttan kjöl
er að það verður að fjölga íbúunum. Þeir
verða sækja sér þjónustu og það eykur
verslun. Hver vill ekki búa í miðborg?
það er allt þangað að sækja. Það er
praktískt að búa í miðborg. Ég segi oft:
Ef það fæst ekki í 101 hef ég ekki not
fyrir það.“
Leiðin vestur
„Hringsdalur var búinn að vera í eyði í
þrjátíu ár þegar við keyptum jörðina.
Við höfum eytt þarna lunganum úr
sumrinu í tuttugu og fimm ár. Það er
bara tímaspursmál hvenær þjóðin upp-
götvar Vestfirðina. Það eru bara vegirn-
ir sem standa í vegi fyrir því. Sunnan-
leiðin er varla fólksbílafær.
Arnarfjörðurinn er perla.
Svo gerðist það í fyrrasumar að það
var farið að grafa þarna, sumpart fyrir
mína tilstuðlan. Það hefur lifað þarna
munnmælasaga sem er skráð um 1885
sem segir frá vígaferlum Austmanns
sem settist að í Austmannsdal og Hrings
sem settist að í Hringsdal. Hringur
kemur frá Noregi og Austmann eltir
hann en þeir höfðu átt í deilum í Noregi.
Síðan segir sagan að Hringur hafi sent
menn sína til skógarhöggs inn á Stein-
nes gegnt Bíldudal og þeir fara að
honum tíu eða tólf. Hann nær að drepa
átta austmenn áður en þeir fella hann.
Þarna eru öll örnefni: Víghellan þar sem
hann hryggbraut þá, Ræningjalág þar
sem þeir komu að honum upp frá
bænum, þarna er Efri-Bardagagrund og
Neðri-Bardagagrund og svo segir saga
að þeir hafi verið heygðir niður á Bökk-
um sem kallaðir eru.
Ég hugsaði mikið um þetta en var ekk-
ert að aðhafast en fór svo að garfa í
þessu og það var til þess að það fannst
þarna lærleggur fyrir tilviljun. Og þá
var Adolf Friðrikssyni á Fornleifastofn-
un útdeilt þessu verkefni og hann fór í
þetta og fann Hring, eða fornmann með
öllum sínum vopnum. Hann finnst þarna
með sverð, spjót, skjaldarbólu sem er
heilleg og mjög fátíð, og hár kambur.
Síðan var grafið aftur í sumar og þar
fannst þá manngerð hleðsla inni í þess-
um kumlateig sem virðist algerlega
óspilltur því þar hefur ekki orðið neitt
jarðrask.
Hingað kom kvikmyndalið á vegum
Discovery til að gera þátt um þennan
fund, stór hópur, og var unnið handrit
um fundinn frá fyrra sumrinu, fræði-
menn komu vestur og mjög fagmann-
lega að þessu staðið. Svo gerist hið
óvænta við lokin á tökunum að það
finnst annar fornmaður, að vísu búið að
hrófla við gröfinni, en það fannst mjög
fín öxi undir beinunum. Það sér ekkert
fyrir endann á þessu. Nú er búið að
leggja fyrir beiðni um meira fjármagn.
En þegar Hringur er kominn suður, þá
sækja Austmenn að honum aftur: nú
vilja menn reisa olíuhreinsunarstöð í
Arnarfirði.“
Milljarða og ekki meir
Þú hefur orðað þá hugmynd að þú viljir
fá Hring aftur í hérað?
„Þetta er ekki yfirgripsmikið svæði í
sjálfu sér. Staðurinn er ótrúlega falleg-
ur. Það er bakki við sjóinn og sér fram
fjörð og inn fjörð. Ég hef verið að hug-
leiða hvort það sé hægt að gera eitthvað
með þetta á þessum stað. Það er allt
framkvæmanlegt ef það eru einhverjir
peningar. Vitaskuld verður að standa
vel að því, en ég hef hugsað að þetta yrði
að vera sem aðgengilegast, hugsanlega
sé hægt að skoða fornmanninn í sinni
gröf. Ekki með einhverri byggingu þótt
það verði kannski endirinn á að þess
þurfi. Ég hef mikinn áhuga á þessu.“
-Víkjum þá að hinum nýju austmönn-
um.
„Þessu laust niður eins og eldingu
þegar þessi umræða hófst í byrjun sum-
ars. Arnarfjörður – olíuhreinsunarstöð
– hvaða geðveiki er þetta eiginlega?
Ólafur Egilsson, fyrr verandi sendi-
herra, sem ég þekki frá fornu fari og er
mikill áhugamaður um listir og menn-
ingarmál. Ólafur hlýtur að hafa dottið á
hausinn og það er mikið fall því maður-
inn er á þriðja metra. Auðvitað verður
aldrei af þessu.
Nú er búið að skipa afmælisnefnd
vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðsson-
ar, það fyrsta sem þeir eiga að gera er að
friðlýsa Arnarfjörð – það er ekkert
flóknara. Það er búið að eyrnamerkja
tvöhundruð milljónir – þeir eiga láta það
í smáverkefni: láta Bókmenntafélagið fá
þá peninga en það styttist í 200 ára
afmæli þess. Þeir gætu látið smáaura í
safnið í Selárdal eða til að ljúka greftrin-
um í Hringsdal. Það sem á að gera er að
taka tvo milljarða og gera þetta með
stæl. Á hundrað ára afmæli Jóns
Sigurðssonar var stofnaður Háskóli á
Íslandi 1911. Svo ætla menn að setja 200
miljónir í þetta hátíðahald nú? Hvað er
það? Það á að gera þetta með stæl, ekk-
ert svona hérumbil. Fyrir hundrað árum
áttu menn ekki neitt, núna eigum við
allt. Hrafnseyri er ótrúlega fallegur
staður. Og Arnarfjörður er engu líkur.
Brátt koma göng svo það opnast allt
svæðið. Hátíðanefndin á að fá til sam-
starfs við sig listafólk og aðra og búa til
hugmyndabanka. Það er ekkert þarna
sem dregur til sín fólk og því þarf að
breyta. Við erum að tala um sjálfstæðis-
hetju Íslendinga. Við eigum að gera
þetta stórt, ekki smátt.“