Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 99
SUNNUDAGUR 18. nóvember 2007 23 allar götur frá því hann rak for- seta hæstaréttar í vor, en neyddist til að bakka með það eftir hörð mótmæli lögfræðinganna. Bhutto snýr aftur Aðgerðir Musharrafs virðast þó fátt annað hafa tryggt en að Ben- azir Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra sem var nýkomin aftur til landsins úr tíu ára útlegð, hefur snúist gegn honum aðeins fáeinum vikum eftir að þau náðu samkomu- lagi um að vinna saman. Bhutto sneri aftur til Pakistans 18. október síðastliðinn. Hún er leiðtogi eins stærsta stjórnmála- flokks landsins, Þjóðarflokks Pakistans, sem er eins konar sósíaldemókrataflokkur, stofnað- ur árið 1967. Það var faðir hennar, Zulfikar Ali Bhutto, sem stofnaði flokkinn á sínum tíma og gaf honum jafnframt kjörorðin: „Íslam er trú okkar, lýðræði er stefna okkar, sósíalismi er hag- fræði okkar, allt vald til fólksins.“ Bhutto hafði verið forsætisráð- herra tvisvar sinnum, fyrst 1988 til 1990 og síðan aftur 1993 til 1996. Í bæði skiptin vann flokkur hennar glæstan sigur í kosningum, en í bæði skiptin hrökklaðist hún úr embættinu vegna ásakana um spillingu. Ákærurnar, sem hún á yfir höfði sér vegna spillingar- málanna, eru einnig helsta ástæða þess að hún taldi sér ekki fært að snúa heim úr útlegðinni. Spillingarmálin Hún er sökuð um að hafa notfært sér aðstöðu sína til að hagnast persónulega á viðskiptasamning- um erlendra fyrirtækja við Pak- istan. Sjálf segir hún ekkert hæft í þessum ásökunum, þær eigi sér eingöngu pólitískar rætur. Liður í samkomulagi þeirra Musharrafs, þótt þau hafi svo sem aldrei staðfest það opinber- lega, er sakaruppgjöf sem Mus- harraf veitti henni og samstarfs- mönnum hennar í tengslum við þessi spillingarmál. Hæstiréttur Pakistans hafði tekið til skoðunar þessa sakar- uppgjöf og átti stutt eftir í að kveða upp úrskurð um hvort hún samrýmdist stjórnarskrá landsins þegar Musharraf lýsti yfir neyðarástandi og rak dómarana. Þótt Bhutto hafi harðlega gagn- rýnt Musharraf fyrir að nema stjórnarskrá landsins úr gildi og krefjist þess að kosningar verði haldnar á fyrirfram áætluðum tíma, þá hefur hún ekki haft uppi mörg orð um aðgerðir hans gegn dómurunum – enda þykir líklegt að hún sjálf njóti góðs af því að ekkert varð úr úrskurði hæsta- réttar um sakaruppgjöfina. Grefur undan sjálfum sér Þótt Musharraf leggi sjálfur áherslu á að hann hafi lýst yfir neyðarástandi til að bjarga Pakist- an, þá segja andstæðingar hans ljóst að hann hafi fyrst og fremst viljað tryggja sjálfum sér áfram- haldandi völd. Svo virðist þó sem andstæðingum hans hafi bæði fjölgað og staða þeirra styrkst þegar Musharraf greip til örþrifa- ráða sinna um síðustu helgi. Þannig hefur Bhutto, eftir að hún sagði upp splunkunýju sam- bandi sínu við Musharraf, tekið höndum saman við aðra andstæð- inga Musharrafs, þar á meðal annan fyrrverandi forsætisráð- herra, Nawaz Sharif, sem ólíkt henni fékk ekki leyfi frá Mushar- raf til að koma heim úr útlegð í haust. Bhutto hafði að nokkru misst álit margra stuðningsmanna sinna þegar hún samdi við Musharraf um skiptingu valda, en nú þegar hún hefur snúist gegn Musharraf og tvisvar verið hneppt í stofu- fangelsi hefur almenningsálitið sveiflast til hennar á ný. Andstaða lögmannastéttarinnar hefur auk þess harðnað og margir þeirra segja ekki koma til greina að sætta sig við að forseti landsins komist upp með að skipta út dómurum í hæstarétti landsins. Meira að segja Bandaríkja- stjórn, sem til þessa hefur litið á Musharraf sem ómissandi banda- mann í hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum, virðist nú þegar vera farin að búa sig undir brott- hvarf Musharrafs. HARÐSNÚNIR ÍSLAMISTAR Einn af stjórnmálaflokkum Pakistans er Jamiat-e- Ulema Islam, flokkur strangtrúaðra múslima í norðvesturhéruðum landsins þar sem talibanar njóta mikils fylgis. Flokk- urinn studdi á sínum tíma talibanastjórnina til valda í Afganistan og er enn í nánum tengslum við talibanahreyfinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 15% vaxtaauki! AR G U S / 0 7- 08 27 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is Glæsileg plata frá stórglæsilegri söngkonu. Inniheldur m.a. lagið Solo Noi sem vakið hefur mikla athygli undanfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.