Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 34
MENNING 12 ú ert eins og Frakkinn sem hingað kom 1968 og ílentist og sagðist vita að hann væri að koma í þorp. Hann tæki ekki í mál annað en að búa í þorpinu miðju, en ekki einhverstað- ar í jaðri þess. „Já, ég er fæddur á Týsgötu 1 og hef alltaf búið þar. Ég get ekki þrifist nema hérna í miðborginni. Það voru 400 metr- ar í vinnuna en nú eru þeir bara 70. Við erum hér á Freyjugötu 1 þar sem maður þekkti vel til í gamla daga: hér versluðu Silli og Valdi og hér keypti maður skauta í Goðaborg og startskot til að hrekkja nágranna. Það er búið að breyta hér svo mörg- um húsum þar sem áður var einhver smárekstur þannig að það er orðið erfitt fyrir fyrirtæki að komast í hús- næði á þessum slóðum. Það er búið að múra upp í gluggana. Litlu búðirn- ar eru horfnar. Þingholtin voru skemmtileg blanda af atvinnufyrir- tækjum og íbúðarhúsnæði. Maður spekúlerar oft hvað þetta voru litlar einingar ef maður skoðar húsnæðið í dag en af þessu gat kaupmaður lifað með fjölskyldu.“ Steinbæir og menn „Annað sem er að hverfa úr Þingholt- unum er þessi sérstaka reykvíska uppfinning – eina framlag Reykjavík- ur til byggingarlistarinnar: gamli steinbærinn. Þeir eru fáir eftir. „Já þeir eru margir horfnir. Húsið á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs þar sem Guðmundur Árnason móður- bróðir minn rak sitt innrömmunar- verkstæði var steinbær, þar á móti var Brenna sem líka var steinbær. Þar er Bernhöftsbakarí núna. Í Brennu var Tígrisklóin, hryðjuverkasamtökin í hverfinu. Sem polli var maður látinn pissa á flöskur og Ingi Hrafn mynd- listarmaður var með dælu sem þeir notuðu til að sprauta þessu á stráka í næstu götum. Það voru götuóeirðir hérna: maður þurfti að passa sig. Bergþórugatan og Þórsgatan voru hættulegir staðir sem maður sneiddi hjá. En steinbæirnir eru margir horfnir. Hér var einn þar sem Norræna félagið er núna við Óðinstorg. Við hann var lang- ur skúr og þegar snjór var mátti renna sér frá mæni og niður. Tobbubær við Skólavörðustíg þar sem Þorbjörg Sveinsdóttir bjó fyrst og húsið fyrir ofan þar sem Benedikt Sveinsson faðir Bjarna og þeirra bræðra bjó. Hann kom til pabba þegar hann var búinn að fá sér í löppina og þegar Guðrúnu Pét- ursdóttur, konu hans, var farið að lengja eftir honum, leit hann út um gluggann og sagði: Nú er óvinurinn á leiðinni.“ Pappír og lín Hilmar fór ungur til Svíþjóðar og menntaðist í forvörslu á pappír, forn- bókum og skjölum í Konunglegu bókhlöðunni. Þegar heim kom réðist hann á viðgerðastofu Landsbóka- safnsins sem var á jarðhæð gamla Landsbókasafnsins en þar var gert við gögn frá Landsbóka- og Þjóð- skjalasafni: „Maður kynntist þar þessum heimi sem er breyttur í dag, sem nú er bara „kaffi latte“: þarna voru þessir fræðimenn og grúskar- ar, mjög sérstakt fólk, það var ekki praktískt að mörgu leyti. Einhvern tíma vantaði hespu á karlaklosettið og ég fór til Finnboga Guðmunds- sonar landsbókavarðar og bauðst til að stökkva upp í Brynju og kaupa hespu: hann klappaði á öxlina á mér og sagði: Þið eruð alltaf jafn hvatvís- ir af Víkingslækjar ættinni.“ Á þessum árum var lítið um skóla á Norðurlöndum þar sem forvarsla var kennd. Menn komu sér í vinnu á söfnum og lærðu þar. Þegar Ríkarð- ur Hördal sneri heim frá Höfn úr fyrsta skólanum sem settur var upp á Norðurlöndum til að kenna for- vörslu var hann með fyrstu nemend- unum sem útskrifuðust. Þeir Hilmar stofna þá Morkinskinnu. Það eru tut- tugu og fimm ár síðan. Fyrir þann tíma sendu menn verk til Danmerk- ur til viðgerða: „Það hefur verið mikið fyrirtæki og áhætta að senda svona hluti erlendis,“ segir Hilmar. Myndir og menn „Það segir sig sjálft að það safnast skítur á málverk á löngum tíma, einkum á stöðum þar sem mikið var reykt. Ég og samstarfsmaður minn, Klara Steinsdóttir sem er menntað- ur forvörður, segjum það stund- um ef óhreinindalagið er þykkt að nú sé verið að fjarlægja Bjarna frá Vogi. Svo verða slys og óhöpp,“ segir Hilm- ar. En afskipti hans af myndlist urðu meiri en bara viðgerð- ir og innrömmun á eldri verkum vegna skemmda úr heitum og þurr- um híbýlum landsmanna. Eyjólfur bróðir hans er myndlistarmaður og hann hefur alltaf átt mikið samneyti við myndlistarmenn: „Ég byrjaði snemma að sækja Mokka kaffi og læt aldrei bregðast að fara þangað í hádeginu. En ég fór ungur til Kaup- mannahafnar og var að vinna þar á skjalasafni í sambandi við forvörslu og þá varð ég heimagangur hjá Tryggva Ólafssyni og Gerði, bjó í næstu götu við þau. Þar var hálfgerð járnbrautastöð og þá kynntist maður þessum mönnum. SÚM-hópurinn var þá byrjaður og menn voru að fara með sýningar milli landa. Þeir eru frændur mínir Sigurður og Kristján Guðmundssynir. Gylfi Gíslason myndlistarmaður var héðan af þess- um slóðum og við vorum samferða- menn. Við Gylfi hittumst næstum daglega. Ég fór oft til hans á kvöldin þar sem hann var búinn að koma sér ágætlega fyrir á Skólastrætinu. Ég sakna Gylfa mikið.“ Gylfi Gíslason lést í fyrra á heim- ili sínu á Skólastræti. Fyrir honum lá að taka við Íslensku bókmenntaverð- laununum fyrir hlut sinn í bókinni miklu um Kjarval en Kjarval var hans maður: „Það var fyrsta opin- bera viðurkenningin sem hann fékk í lífinu. Fyrir mér var Gylfi alltaf teiknari, hann var ótrúlega góður teiknari og hann dáði Kjarval mikið.“ SÚM-árin og konseftið -Hvað var það sem heillaði þig hjá SÚM, eins undarlega og sá hópur var saman settur? „Það besta sem kom út úr SÚM getum við séð á sýningunni hans Hreins Friðfinnsonar í Listasafni Reykjavíkur. Kristján Guðmunds- son finnst mér líka frábær listamað- ur.“ -En þeirra frægð kemur að utan? „Ég held það. Mér fannst það svo- lítið sérstakt þegar talað var um að Kristján Davíðsson væri vanmetinn listamaður. Ég skildi ekki alveg hvað það innibar. Fyrir þrjátíu árum fannst mér hann mikils metinn, ég veit ekki hvort hann er ofmetinn í dag. Ef það eru einhverjir sem eru vanmetnir á Íslandi í dag þá eru það þessir tveir menn, Kristján og Hreinn. Ekki það að þeir séu ekki mikils metnir af þeim sem eitthvað þekkja til hlutanna. Það er stór hluti af fólki sem veit ekki hver Hreinn Friðfinnsson er, eða Kristján. Þeir eru menn sem eru ekki með miklar auglýsingar. Frami manna ræðst dálítið mikið af því hvort þeir eru nálægt hring- iðunni, einhverju alþjóðlegu umhverfi. Ef Svavar Guðnason hefði bara verið áfram í Danmörku en ekki komið heim eftir stríðið, þá er hægt að ímynda sér hver staða hans væri. Asger Jorn væri bara við hlið- ina á honum. Svavar bara hverfur inn í þetta litla samfélag. Þetta er öðruvísi í dag þegar ungt fólk fer bara þangað sem það vill vera og því líður vel. Og þá opnast einhver allt annar heimur, annarskonar mark- aður.“ Markaðurinn -Því er haldið fram að mynd- listarmarkaðurinn hér á landi sé að styrkjast?“ „Ég er ekki fjarri því að upp- boðsmarkaðurinn sé að sækja í sig veðrið, en um hvað erum við að tala: þetta eru 140 miljónir í veltu á ári. Hvaða djók er það? Ef maður skoðar erlenda katalóka um nútímalist þá er þetta örstærð. Öll veltan er eins og listaverk eftir mann á miðjum aldri í útlöndum. Í öllum löndum er heimamarkaður. Ef það er rétt að verk eftir Kristján Davíðsson séu að seljast á fimm til tíu milljónir, þá er spurningin hvað gengur sú hækkun langt fyrir heima- markað. Þegar menn eru að tala um tíu milljónir geta þeir farið að skoða verk á heimsmarkaði. Söfnin hér á landi hafa alveg van- rækt að kaupa erlenda list. Það þýðir ekkert að tala um að fara að kaupa verk eftir einhverja sem þegar njóta álits. Það verður að byrja einhvers- taðar og menn verða þá að byrja smátt og veðja á eitthvað. Það þýðir ekkert að hugsa um eitthvað sem er óyfirstíganlegt. Ætlar fólk aldrei að eignast erlenda myndlist? Svo getur maður líka sagt að það sé nauðsynlegt að hafa brautryðj- endurna. Það geta liðið áratugir án þess að það sjáist verk eftir menn sem eru komnir yfir miðja aldur. Listasafn Íslands líður fyrir margt, húsnæðið til dæmis. Kristján Guð- mundsson sagði um notagildi húss- ins þegar það var opnað að það væri eins og sundlaug með 30 sentimetra djúpu vatni. Heimsfrægir menn til kaups „Richard Long og Donald Judd sýndu hér í gamla SÚM-salnum með Kristjáni Guðmundssyni fyrir fjölda ára á Listahátíð og voru þá tilbúnir að selja verk sín hér fyrir brot af því sem fekkst þá fyrir verk þeirra í útlöndum en enginn hafði áhuga á því. Listasafnið var lengi að velta fyrir sér kaupum á verki eftir Long en hætti við. Í dag sér maður verkið í erlendum tímaritum og það er ómetanlegt. Það er bara Pétur Arason sem bar skynbragð á þetta. Honum tókst það sem opinberu söfnunum tókst ekki: að koma upp samtímalistasafni sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Það er mesta katastrófa í menning- arlífi okkar að SAFN skuli vera að loka. Maður er bara þunglyndur. Ég þekki þetta mjög vel. Ég starfaði við hliðina á honum með Morkinskinnu. Það var afskaplega gaman að stinga sér þarna inn. Þetta gamla hús sem þau gera upp á fagmannlegan hátt. Þetta er svo frábærlega hannað, og hugsunin í þessu að fólk trúir ekki sem kemur þarna inn að hægt sé að sýna nútímalist í þessum vistarver- um. Það sýnir sig oft að minna rými kemur þér í meiri nálægð við verkið en finnst í stórum sölum. Þetta fannst mér brenna við á sýningunni hans Hreins Friðfinnssonar í Lista- safni Reykjavíkur. Rýmið gleypti verkin. Til dæmis verkið með skón- um, A pair. Pétur hefur sýnt það og það gerði sig svo vel. Safnið þeirra Rögnu er stórmerkilegt framtak og væri algert slys að þessu yrði öllu pakkað niður. Hver einasta sýning sem þarna hefur verið sett upp hefur verið einstaklega vel hugsuð og Pétur leggur alveg gríðarlegan metnað og vinnu í þetta. Þannig að þetta snýst verulega mikið um hann.“ Mæða í miðbænum -Þið Pétur hafið talað dálítið um ÞAÐ Á AÐ GERA ÞETTA MEÐ STÆL Hilmar Einarsson í Morkinskinnu er þekktur maður í miðbæ Reykjavíkur. Það er hægt að ganga að honum vísum á kaffi húsi í hádeginu og öðru á morgnana. Hann er líklegast þessi Reykvíkingur sem menn úti á landi bölsótast út í þegar þeir tala um kaffi húsapakkið í Reykjavík, þessa í 101. Hilmar hefur í nær aldarfjórðung rekið Morkinskinnu, fyrirtæki sem er sérhæft í viðgerðum á listaverkum. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og vill hvergi vera nema í Þingholtunum, þótt hann hafi í mörg ár horfi ð burt úr borginni á sumrin og dvalið í Hringsdal við Arnar- fjörð. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.