Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 12
12 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Kaupmáttur launafólks dróst almennt saman um næstum einn af hundraði frá mars í fyrra til mars í ár. Þetta hefur ekki gerst frá árinu 2000. Vaxandi verðbólgu er spáð. Þrátt fyrir almenna kaupmáttaraukn- ingu hafa stórir hópar upplifað kjararýrn- un undanfarin ár. Helmingur heimila er í mínus um hver mánaðamót. „Þetta þýðir að launahækkanir halda ekki í við verðbólguna, en á því eru skýringar,“ segir Rann- veig Sigurðardóttir, forstöðumaður greiningar og útgáfu í Seðlabankanum. Kaupmáttur launatekna rýrnaði um 0,9 prósent milli mars í fyrra og mars í ár. Launavísitalan hækkaði um 7,8 prósent milli ára, en verðbólga var hins vegar 8,7 prósent. Þetta, segir í Hagvísum Seðlabankans, hefur ekki gerst frá því í apríl árið 2000. Sérfræðingar Seðlabankans segja að alla jafna komi launahækkanir fram um áramót. Svo hafi ekki verið að öllu leyti nú, þar sem samingar stórra hópa voru þá lausir. Áhrif nýgerðra kjarasaminga komi fram um þessar mundir. Hins vegar spáir Seðla- bankinn vaxandi verðbólgu, svo ekki er útlit fyrir almenna kaupmáttaraukningu á næstunni. En þótt kaupmáttur rýrni nú almennt, hefur hann rýrnað hjá stórum hópum launafólks undanfarin ár. Í haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands í fyrra kom fram að kaupmáttur rýrnaði hjá næstum 40 prósentum afgreiðslufólks á árunum 2005-07. Kaupmáttur 35 prósenta iðnaðarmanna rýrnaði á árunum 2005-06 og hjá helmingi þeirra árin 2006-07. Kaupmáttur rýrnaði hjá tæplega þriðjungi verkafólks á árunum 2006-07 og hjá 40 prósentum þess árið á undan. Þá varð kaupmáttar- rýrnun hjá næstum helmingi skrifstofufólks árin 2005-07. Um 180 þúsund manns eru á vinnumarkaði hér á landi, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Því má ætla að þúsundir, ef ekki tugir þúsunda vinnandi fólks hafi orðið útundan í þenslu undanfarinna ára. Hagstofan birti nýlega tölur sem sýna að helming- ur heimilanna í landinu lifir um efni fram. Tekju- lægsti fjórðungur heimila er að jafnaði um 60 þúsund í mínus um hver mánaðamót. Þess má geta að líklega séu námsmenn í þessum hópi. Sá fjórð- ungur heimila sem hefur næstlægstar tekjur er að jafnaði um tíu þúsund krónur í mínus um hver mánaðamót. ingimar@markadurinn.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 426 5.266 +1,22% Velta: 5.627 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,34 +0,55% ... Bakkavör 41,90 -0,95% ... Eimskipafélagið 22,70 -0,66% ... Exista 12,30 +2,59% ... FL Group 6,53 +2,51% ... Glitnir 16,75 +0,90% ... Icelandair Group 23,10 -0,86% ... Kaupþing 845,00 +0,96% ... Landsbankinn 31,00 +0,65% ... Marel 90,50 +0,44% ... SPRON 5,09 +4,73% ... Straumur-Burðarás 12,73 +3,83% ... Teymi 4,01 +0,75% ... Össur 98,10 +4,92% MESTA HÆKKUN ÖSSUR +4,92% SPRON +4,73% STRAUMUR-BURÐ. +3,83% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -0,95% ICELANDAIR -0,86% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -0,66% Bein lína Eins og jafnan fór Kjartan Gunnarsson, varafor- maður bankaráðs, á kostum sem fundarstjóri á aðalfundi Landsbankans síðasta vetrardag. Kjart- an sló oft á létta strengi milli þess sem hann bar upp misformlegar tillögur til samþykktar. Þegar fundur hófst bað hann fundarmenn um að slökkva á farsímum sínum en lét þess getið um leið að kveikt væri á einum síma í húsinu, nánar tiltekið á háborðinu hjá bankaráðinu. Það væri bein lína til Seðlabankans og stjórn bankans biði í ofvæni eftir einhverjum tíðindum, eins og aðrir... Eitthvað frágengið? Litlum fregnum fer af mögulegu útspili stjórnvalda og Seðlabank- ans til að liðka fyrir fjármögnun íslensku bankanna. Forsæt- isráðherra hefur gefið í skyn að unnið sé að málinu „baki brotnu“ á bak við tjöldin og nú er er fullyrt að einhverjar aðgerðir séu þegar frágengnar, en beðið sé með að tilkynna þær. Eitt af því sem nefnt er í því sambandi, eru lánalínur milli Seðlabanka Íslands og Englandsbanka og eru leiddar líkur að því að þau mál hafi m.a. komið til umræðu á fundi forsætisráðherra landanna í Lundúnum. Bankarnir íslensku hefðu þá mögu- leika á að draga á slíkar línur, væntanlega gegn veðum í ríkisskuldabréfum eða öðrum verðbréfum, hefðu þeir á annað borð þörf fyrir slíkt. Ekki er þó talið að slík aðgerð ein og sér verði til þess að eyða óvissu um fjármögnun íslenska fjármálakerfisins, en með öðru, t.d. aukningu gjaldeyris- forðans, telja menn að unnt sé að komast yfir erfiðasta hjallann nú þegar margt bendir til þess að botninum hafi verið náð á erlendum mörkuðum... Peningaskápurinn ... Kaup norræna bankans Nordea á sem nemur tæpum 5,5 prósentum heildarhlutafjár í Straumi Fjárfest- ingarbanka í gærmorgun urðu til þess að nokkur kaupþrýsingur myndaðist og verð bréfanna hækk- aði allskarpt. Straumur hækkaði um rúm 3,8 prósent í viðskiptum dagsins. Alls keypti Nordea 5.690.000 hluti á gengi sem hljóp á bilinu 12,31 til 12,71 í 11 færslum á tæpum hálftíma frá klukkan rúmlega 10 um morguninn. Markaðsvirði hlut- anna nemur tæplega 71 milljón króna. Er talið að bankinn hafi verið að loka skortstöðum fyrir hönd viðskiptavina, en við slíkar aðstæður getur verð hækkað skarpt þegar eftirspurn eftir bréfum eykst skyndilega. Bankinn hefur lokað nokkrum slíkum stöðum á íslenska markaðnum undanfarna daga, bæði í Straumi og Landsbankanum. Verð hlutabréfa Straums hækk- aði lítillega eftir kauphrinu Nordea og endaði í 12,73 krónum á hlut. Alls skiptu rúmlega 62 milljónir hluta um hendur í viðskiptum dags- ins. - óká Kaup Nordea í Straumi hækka verð hlutabréfa Kaupmáttur rýrnar WILLIAM FALL FORSTJÓRI STRAUMS Straumur birtir tölur um afkomu fyrsta ársfjórð- ungs þessa árs í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gengi bréfa Microsoft féll um allt að 6,4 prósent á Nasdaq í gær eftir að uppgjör félagsins sýndi fram á 24 prósenta samdrátt í sölu á síð- asta ársfjórðungi. Greint er frá því í frétt Bloom berg að tekjur fyrirtækisins af Windows-stýrikerfinu kunni að verða minni en greinendur hafa gert ráð fyrir. Gengi bréfa Microsoft féll í rétt tæpa 29,77 dali á hlut í fyrstu viðskiptum, sem er mesta lækkun bréfanna í tvo mán- uði, en þau náðu sér svo á strik aftur. Microsoft bendir á að hugbúnað- arþjófnaður sé algengur á nýmörk- uðum, þar sem mest aukning hefur orðið í sölu vélbúnaðar. - óká Microsoft fatast flug á markaði VIÐ UNDIRRITUN KJARASAMNINGA Í VETUR Verðbólgan hefur undanfarið ár vaxið hraðar en laun fólks. Almennt hefur orðið kaupmáttarrýrnun. Undanfarin ár hafa kjör stórra hópa fólks rýrnað, þrátt fyrir kaupmáttaraukningu að meðaltali. Fréttablaðið/Anton Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Reykjavík þriðjudaginn 29. apríl  2008  kl. 17.00.     1. Venjuleg ársfundarstörf.    2. Önnur mál, löglega upp borin. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum.   Reykjavík 10. apríl 2008,   Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.