Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 22
22 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 18. APRÍL. 182 staðfestar og skrá- settar aukaverkanir Í morgun flutti ég lítið erindi á ráð- stefnu um fötlunarrannsóknir sem haldin var á Grand Hóteli og sagði m.a. þetta: „Ég hef ekki fengist við fötlunar- rannsóknir um dagana, því mér finnst ég hafa haft nóg á minni könnu um dagana við að takast á við tvo ólæknandi sjúkdóma, sigra þá og læra að lifa með þeim. Mínir sjúkdómar eru alkóhól- ismi og þunglyndi. Hin líkamlega fötlun sem fylgir þessum sjúkdómum er að sá fyrr- nefndi getur gert göngulag manns nokkuð óstöðugt, og sá síðarnefndi getur haft þau áhrif að það kosti töluvert átak að koma sér fram úr rúminu til að taka þátt í því sem manni finnst vera hégómi og til- gangsleysi allra hluta. Til að halda alkóhólismanum í skefjum þarf ég ekkert að gera annað en láta ógert að innbyrða hugbreytandi efni af einhverju tagi, og þá er ég tala um öll hug- breytandi efni frá glasi af rauðvíni til krakkpípu. Til að halda þunglyndinu í skefj- um tek ég lyf sem á að fyrirbyggja að ég taki svo djúpa dýfu að ég nái ekki að komast upp úr henni aftur. Enn sem komið er hefur þetta lyf virkað en það hefur vissulega ákveðna ókosti að þetta vinsæla geðlyf hefur ekki aðeins þessa eft- irsóknarverðu verkun heldur einn- ig 182 staðfestar og skrásettar aukaverkanir, allt frá munnþurrki til fótkulda. Sem betur fer er fátítt að einn og sami lyfjanotandinn þjáist af öllum aukaverkunum hvers lyfs sem hann tekur – en svo versnar í því ef fólk þarf að taka fleiri en eitt lyf... Það eru tvær ástæður fyrir því að ég er ennþá uppistandandi þrátt fyrir langa sjúkdómssögu. Sú fyrri er að ég lifi í tiltölulega mjúku og siðferðislega þroskuðu samfélagi þar sem eitt og annað er gert til að hjálpa sjúkum. Það er sem sagt opinber og samfélagslegur vilji til þess að allir borgarar landsins njóti lágmarks heilsugæslu og stuðnings. Hin ástæðan er sú að það hefur aldrei hvarflað að mér sjálfum að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Úr því að ég er hingað kominn er ég staðráðinn í að njóta lífsins, að svo miklu leyti sem tækifæri gef- ast til þess.“ Seinnipart dagsins hélt svo alvara lífsins áfram þegar við frú Sólveig fórum í jarðarför Jóns S. Guðmundssonar íslenskukennara við Menntaskólann í Reykjavík. Fyrir utan að kenna mér íslensku, einkum stafsetningu, þegar ég var í MR, var Jón í stórfjölskyldu með okkur verandi faðir Ólafs Gísla læknis og eiginmanns frú Þórhöllu systur Sólveigar. Það var séra Hjálmar dómkirkju- prestur sem jarðsöng og fórst það vel úr hendi. Í erfisdrykkjunni á eftir prófaði ég þennan sálusorg- ara minn í stafsetningu með því að leyfa honum að skrifa upp vísu sem var að finna í stafsetningar- verkefnum sem Jón heitinn lagði fyrir nemendur sína. Vísan mun vera eftir Sigurkarl Stefánsson stærðfræðikennara og útgáfan sem ég kann er svona: Yxu víur ef ég hnigi og önd mín smygi í himininn út af því að það var lygi að Þráinn flygi á Skarphéðin. Jón Gúm var vanur að segja að sá sem gæti skrifað þessa vísu villulaust væri nokkuð glúrinn. Séra Hjálmar er afburðamaður í stafsetningu og leysti verkefnið upp á 10, enda hefði ekki annað verið við hæfi þegar þessi ástsæli og góði íslenskukennari var kvadd- ur. SUNNUDAGUR, 20. APRÍL. Hrossaprang og hrossa- sálfræði Helgin hefur farið í hrossaprang. Þótt ég hafi ákveðnar efasemdir um að ég eigi eftir að komast í jafn náið tilfinningasamband við annan hest og hann Hnokka minn, sem féll frá 26 vetra gamall og er sárt saknað, er ég að svipast um eftir einhverjum færleik svo að ég geti verið meðreiðarsveinn frú Sólveig- ar í Bolholti í sumar. Nú hef ég fengið augastað á fal- legum og fjörlegum klár. Hann er jarpur á litinn, skagfirskur að ætt og verður sjö vetra á sumardaginn fyrsta. Það vantar kannski nokkrar vikur upp á að hann sé fulltaminn, en þeir Óli vinur minn og Þór sonur minn fullvissa mig um að Jarpur muni útskrifast með hæstu eink unn og gera mér sumarið ógleymanlegt – hvernig sem veðrið kann að verða. Hnokki minn, sem var frá Foss- hóli í Skagafirði, var mörgum kost- um búinn, frábær reiðhestur og yndislegur félagi, gat verið soldið stríðinn og hafði góða kímnigáfu. Ég hef stundum heyrt fólk halda því fram að svonefndar skynlausar skepnur geti ekki þekkt rétt frá röngu, eins og mannskepnan á að kunna, og þaðan af síður haft kímnigáfu. Hvort tveggja er rangt. Réttlætiskennd hrossa er dálítið öðruvísi en okkar, en hún er til staðar, og margir góðir hestar eru líka afbragðshúmoristar. Hnokki minn var einn þeirra. ÞRIÐJUDAGUR, 22. APRÍL. Svæfingar með tónlistar- ívafi Ég er tvöfaldur í roðinu, eða öllu heldur margfaldur. Heilsufarslega geng ég bæði með belti og axla- bönd og trúi á allt í senn nútíma- læknavísindi, hómópatíu, handa- yfirlagningar, fyrirbænir og kínverskar lækningaðferðir eins og nudd og nálastungur. Kosturinn við nudd og nálastung- ur er að hvorugt hefur óþægilegar aukaverkanir eins og lyf hafa. Eftir klukkutíma í gini Heilsudrekans hjá hinni óviðjafnanlegu Qing er ég alltaf eins og nýr og betri maður. Frú Sólveig er á ljósmyndanám- skeiði svo ég fékk að koma litlu Sól í háttinn í fyrsta sinn í langan tíma. Allt gekk það vel, en sú litla útskýrði fyrir mér af hverju ég er ekki samkeppnisfær við ömmuna í svæfingum. Ástæðan er sú að ég er laglaus og get aðeins sagt sögur, lesið í bók og þulið kvöldbænirnar. Þetta allt saman býður amman upp á með tónlistarívafi, því að á milli bóklesturs, bæna og þjóðlegs fróð- leiks syngja þær stöllur tvísöng og skemmta sér konunglega. MIÐVIKUDAGUR, 23. APRÍL. Að leysa deilumál með gasi Í dag gekk mikið á. Trukkabílstjór- ar héldu áfram hinum undarlegu og pirrandi mótmælaaðgerðum sínum og í staðinn fyrir að reyna að ræða málin sendi ríkisstjórnin nokkra tugi lögreglumanna og sér- sveitarmanna í fullum herklæðum með skildi til að mynda testudo að rómverskum sið – og þar að auki bæði kylfur, piparúða og gas. Sem betur fer hefur dómsmála- ráðherrann ekki ennþá komið sér upp 240 manna varaher, því að þá hefðu áflogin og ofbeldið sem þarna braust út ábyggilega endað með manndrápum. Það var nóg samt. Deilumál milli borgara og ríkisstjórna á ekki að leysa með ofbeldi. Þótt ég sé ósammála öllum kröf- um bílstjóranna (og hlynntari sjó- flutningum en landflutningum) styð ég rétt þeirra eins og annarra borgara til að mótmæla án þess að vera lamdir í klessu eða úðaðir með eitri. Þeir stofnuðu öryggi ríkisins ekki í hættu. Þeir ruddust ekki inn í ráðuneyti eða þinghús. Allt sem þeir gerðu var að tefja umferð. Ég hef aldrei verið snokinn fyrir eiturefnahernaði, gasnotkun á víðavangi né í sérstökum gasklef- um. Það eiga allir að fara varlega með gas. Ekki síst ríkisstjórnir. Það getur verið eldfimt. Sérstakt lýðræðisgas hefur mér vitanlega ekki enn verið fundið upp. Í dag var tilkynnt um ritstjóra- skipti á Mogganum. Tímabili M og Styrmis er að ljúka. Það er látið svo heita að þeir hafi „losað um“ tengslin milli Blaðsins og Flokksins. Ekki hefur það starf þeirra komið mér þannig fyrir sjónir heldur breyttu þeir stöðu Moggans gagnvart Flokknum, gerðu Blaðið að deild sem ekki þurfti sjálfkrafa að sverja for- manni flokksins hollustu og trún- aðareiða. Mogginn er áhrifamikill þrýsti- hópur í Flokknum. Tengslin eru jafnjárnbent og áður. Einn Flokk- ur. Eitt Blað. Og tvær þjóðir í land- inu. Kiljan er brilljant þáttur. Viðtal Egils Helgasonar við Gunnar Dal heimspeking var bæði skemmti- legt og umhugsunarvert. FIMMTUDAGUR, 24. APRÍL. Ferming og slaghörpu- leikur Frænka mín og ferðafélagi í sum- arleyfisferðum, Birta Marsilía Össurardóttir, fermdist í dag í Frí- kirkjunni. Hún var glæsileg og í veislunni á eftir lék hún á slag- hörpu svo að unun var á að hlýða. Kannski er engin ástæða til að hafa áhyggjur af framtíðinni. Gas í nafni lýðræðis Í dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá aukaverkunum lyfja, stafsetningu, hrossaprangi, jarðarför, fermingu og eiturefnahernaði við Rauðavatn. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.