Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 28
28 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR VISSIR ÞÚ AÐ... Hafið þið hist áður? Jónsi: Ég hef ekki hitt þig áður, ekki í eigin persónu. Illugi: Nei. Jónsi: Hef séð þig í sjónvarpinu. Illugi: Já, sömuleiðis. Jónsi: Það verður reyndar að viður- kennast að fólk sem hefur aðeins séð hvert annað í sjónvarpinu heilsast samt sem áður úti á götu. Illugi: Já, það er svolítið spes reynd- ar og ég hef lengi haft leikjafræði- lega útskýringu á því. En við skulum ekki fara út í hana því hún er mjög „politically incorrect“. Elskar orðið Sjálfstæðisflokkurinn Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðin „Í svörtum fötum“ Illugi? Og hvað dettur þér í hug Jónsi þegar þú heyrir orðið „Sjálfstæðisflokkurinn“? Illugi: Fyrir utan að detta Jónsi í hug þá er það myndin Men in Black. Hvern- ig er tímaröðin á þessu – voruð þið í bandinu á undan myndinni? Jónsi: Ég held að við höfum verið rétt aðeins á undan. Og þess vegna keypt- um við líka www.mib.is Illugi: Og þess vegna eru málaferlin við Hollywood einmitt ennþá í gangi eða hvað? Jónsi: Akkúrat. En hvað varðar orðið Sjálfstæðisflokkurinn þá líður mér alltaf vel þegar ég heyri það. Það er eiginlega ekkert sterkara í hjörtum fólks en sú eilífa löngun að vera sjálf- stæður, hvort sem það er frá öðrum þjóðum, foreldrum eða lánastofnun- um. Þetta er orð sem grípur Íslendinga í heild. Illugi: Ég hefði nú bara ekki getað orðað þetta betur. Hreinlega endurtók þá ákvörðun mína að ganga í Sjálfstæð- isflokkinn! Rámar í Eurovision-Jónsa Nefnið þá þrjá hluti um hvorn annan sem þið vitið ekki hvort eru sannir eður ei en gætuð engu að síður trúað að væru það? Jónsi: Ég skal ríða á vaðið og ég tel að þú strauir ekki skyrturnar þínar sjálfur, Illugi. Illugi: Svarið við þessu er: Kolrangt. Jónsi: Ég trúi þér ekki. Illugi: Það er að vísu sannleikskorn í þessu, ég er ekki mjög húslegur, þannig. En skyrturnar mínar strauja ég alltaf sjálfur. Mín fyrsta spurning er sú, og finnst ég jafnvel hafa heyrt af því, að þú sért stundum ræðumað- ur í kirkjum. Jónsi: Hárrétt. Þá held ég að þú Illugi hafir prýðisgott sjálfstraust og þessu sjálftrausti blandar þú við létta lund. Ég mæli þetta af merkilegum hlut eða því að þú ert léttrauðhærður að sjá og kominn með örlítið grátt í vanga – en þú ert ekki einu sinni að hafa fyrir því að lita á þér hárið. Er þetta ekki rétt hjá mér? Illugi: Þetta er rétt og ekki rétt. Ég er tiltölulega hirðulaus um eigið útlit og hvað varðar sjálfstraustið þá verður maður auðvitað að hafa visst lág- markssjálfstraust í því starfi sem ég er í. Engu að síður leynist þessi efi alltaf í manni um það sem maður er að gera og ég hef minn skerf af honum. Fólk sem efast aldrei getur enda bæði verið nett óþolandi og eiginlega allt að því hættulegt – því það er aldrei í vafa um að það sé að gera rétt eða segja rétt. En ég hefði átt að gúgla eitthvað í nótt um Jónsa. Látum okkur sjá. Ég hef á tilfinningunni að þú sért fyrir- myndar fjölskyldumaður. Jónsi: Já og nei. Ég vinn mikið og hef kannski ekki alltaf tíma á þessum dæmigerða fjölskyldutíma, því ég vinn til dæmis mikið um helgar. Ég hef hinsvegar verið annálaður sem lélegur drykkjumaður og það hefur Garðar Thór og Bjarna Ár- manns í mafíu Ef Illugi Gunnarsson yrði að flytja í opinbera byggingu à la Björgólfs-fjölskyldan yrði hann að helluleggja garð- inn í bak og fyrir því hann er með grasofnæmi. Fengi Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, að velja sér opinbera byggingu til að flytja í yrði tónlistar- húsið fyrir valinu. Júlía Margrét Alexandersdóttir hlust- aði á Rökstólapar vikunnar skipuleggja mafíustarfsemi. ÓSKA-JARÐARBERJAJÓGÚRT OG TÓMATAR Þar sem tómatar eru í miklu uppáhaldi hjá Illuga og óska-jarðarberjajógúrt hjá Jónsa, yrðu þær vörutegundir fyrir valinu fengju þeir að lækka einhverja vöruflokka úti í matvörubúð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR háð mér mjög í söfnun rokk-stiga í gegnum tíð- ina. Fjölskyldan hefur verið mín stoð og stytta enda eignaðist ég hana áður en kom að popp- ferlinum. Illugi: Já, það er alltaf gott að eignast sína nán- ustu áður en maður gengur í gegnum eldskírn- ina. Jónsi: Þriðja atriðið: Ég held að þú hafir alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn. Illugi: Það er fullkomlega rangt hjá þér. Ég náði að klára MR sem vinstrimaður. Jónsi: Lentirðu í svona vinstri-villu? Illugi: Ég var orðinn tvítugur þegar ég skipti um skoðun. Mamma mín, vinstri-konan, segir hins vegar að þetta hafi verið eitt það vandræðaleg- asta sem yfir fjölskylduna hafi gengið. Mitt þriðja atriði: Mig grunar Jónsi, að þú hafir verið í Eurovision. Jónsi: Jú, passar. 2004 í Tyrklandi. Illugi: Það var nefnilega eins og mig rámaði í það. Jónsi: Með lagið Heaven. Illugi: Unnum við? Jónsi: Nei, nei, nei, nei. Við lentum í 19. sæti. Illugi: Ég er nefnilega lélegur í að muna svona og er ekki með þennan lista alveg á hreinu. Og það er auðvitað pólitískt mjög ósnjallt að játa þetta. Húsið sem kostar alla milljarða Skundum í Hallargarð Björgólfs-fjölskyldunnar, sem hefur verið talsvert í fréttum síðustu vik- una. Ef þið yrðuð að flytja með fjölskylduna í einhverja opinbera byggingu – hvert mynduð þið flytja og hvað mynduð þið setja í garðinn? Hver er fallegasti garðurinn á Íslandi? Jónsi: Vilt þú ekki kýla á þetta Illugi, þú ert nú meira í opinberum byggingum en ég. Illugi: Þetta er auðvitað mjög viðkvæm spurn- ing. Ef ég dytti í það að segjast vilja búa í Stjórn- arráðinu yrði því eflaust tekið sem svo að ég væri orðinn galinn og vildi verða forsætisráð- herra. Jónsi: Gott að ég er ekki pólitískt tengdur. Ég get leyft mér að flytja hvert sem er. Á RÖKSTÓLUM ...á milli Jónsa og Illuga eru 10 ár. ...þeir eru báðir á því að Gunnar Eyjólfsson yrði góður forseti. Hann er með flotta fortíð eins og Reagan. ...Illugi vonar að hann þurfi ekki að draga úr vindlareykingum þegar hann eldist. ...Jónsi vonar að hann verði ekki farinn að horfa á fótbolta þegar hann eldist. ...Jónsi myndi gefa Illuga reyfara í sumar- gjöf. ...Illugi myndi aftur á móti gefa Jónsa sokka í sumarglaðning. Illugi: Já! Bjarni gæti virkað sem fixer. En þá vantar okkur enn foringja. Jónsi: Það verður náttúrulega að vera maður sem hefur vald og getur hrifið fólk með sér. Illugi: Já, ég vann náttúrulega með svoleiðis manni. Honum Davíð. Jónsi: Er það ekki kjörið? Með fullri virðingu fyrir háttvirtum seðlabankastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.