Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 32

Fréttablaðið - 26.04.2008, Side 32
[ ]Sjónauki er ekki bara fyrir fuglaskoðara heldur nauðsynlegur í allar ferðir bæði innanlands og utan. Pakkið honum niður í handfarangur svo fljótlegt sé að grípa til hans. Í haust, nánar tiltekið 5. til 12. september, mun ferðaskrifstof- an Trex-Hópferðamiðstöðin efna til ferðar á slóðir sem ekki hafa mikið verið á dagskrá til þessa, Lapplands og Norður- Noregs. „Flogið verður til Helsinki, höfuð- borgar Finnlands, að morgni föstu- dagsins. 5. september og gist þar fyrstu nóttina og farið í skoðunar- ferð með leiðsögn um helstu merk- isstaði borgarinnar,“ segir Kristj- án M. Baldursson, fararstjóri í þessari ferð, og bætir við: „Að morgni næsta dags verður flogið norður til bæjarins Ivalo í finnska Lapplandi og gist þar fyrstu nótt- ina. Farin verður stutt sigling á Inarivatninu sem er heilagt í augum finnskra Sama. Að morgni þriðja dags hefst síðan fjögurra daga ferð um Lappland og Norður- Noreg, en gist verður í Hammer- fest, nyrsta bæ í heimi, í þrjár nætur.“ Þaðan verður farið til Nord- kapp, nyrsta odda Evrópu, og til bæjarins Alta þar sem Altasafnið er skoðað en það er tileinkað heimsfrægum hellaristum. Annan dag verður litast um í Hammer- fest og kynnst ýmsu áhugaverðu, þar á meðal Samafjölskyldu sem kynnir menningu Sama og býður til kvöldverðar að þeirra hætti. „Á þessum norðlægu slóðum verður hægt að virða fyrir sér haustlita- dýrðina, en mörgum þykir einmitt haustið vera fegursta árstíðin þar og veðurfar er mjög hagstætt. Ekið verður meðfram Porsang- erfirði og um slóðir Sama og hrein- dýra í hjarta Lapplands til Kara- sjok sem er höfuðstaður norskra Sama og gist verður í Saaraselka nóttina áður en flogið er aftur til Helsinki,“ útskýrir Kristján. Verð á mann í ferðinni er 164.300 krónur og eru innifaldar allar ferðir, flug, fararstjórn, allar rútu- ferðir, sigling, gisting með morg- unverði á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum og fimm kvöld- verðir ásamt skoðunarferðum, aðgangi að helstu söfnum, Nord- kapp með kavíar, kampavíni og viðurkenningarskjali. Nánari upp- lýsingar og bókanir eru á ferða- skrifstofunni TREX-Hópferða- miðstöð í síma 587 6000 eða á heimasíðunni www.trex.is. mikael@frettabladid.is Gist í nyrsta bæ heims Nordkapp er nyrsti oddi Evrópu. Kristján segir að Lappland og Norður-Noregur séu áhugaverðir staðir sem flestir ættu að hafa gaman af að sjá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Göngum, göngum GÖNGUSTAFIR ERU GÓÐUR FERÐAFÉLAGI FYRIR ÞÁ SEM HAFA GAMAN AF LÖNGUM GÖNGUM Göngustafir eru ómissandi fyrir alla áhugamenn um gönguferðir. Göngustafir fást í öllum stærðum og gerðum og því ættu allir göngugarpar að finna stafi við sitt hæfi. - mmr KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Hertz Car Rental Flugvallarvegi 101 Reykjavik, Iceland hertz@hertz.is Tel. +354 522 44 00 Fax. +354 522 44 01 www.hertz.is Bókaðu bílinn fyrir 1. maí á www.hertz.is og fáðu 1000 vildarpunkta hjá Vildarklúbbi Icelandair. Tilboðið gildir til 1. maí. Hertz hefur yfi r 7600 afgreiðslustaði í 146 löndum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.