Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 86
54 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. himinn 6. pfn. 8. blása 9. gogg 11. tónlistarmaður 12. sljóvga 14. einkennis 16. ólæti 17. kusk 18. ágæt 20. frú 21. framkvæma. LÓÐRÉTT 1. umdæmis 3. hola 4. flokkur sýkla- lyfja 5. verkur 7. matarlím 10. óvild 13. skjól 15. listi 16. ái 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. loft, 6. ég, 8. púa, 9. nef, 11. kk, 12. slæva, 14. aðals, 16. at, 17. ryk, 18. fín, 20. fr, 21. inna. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. op, 4. fúkalyf, 5. tak, 7. gelatín, 10. fæð, 13. var, 15. skrá, 16. afi, 19. nn. Gunnar Einarsson Aldur: 31 árs. Starf: Auglýs- ingastjóri hjá Víkurfréttum. Fjölskylda: Giftur Ásdísi Þor- gilsdóttur, einka- þjálfara. Á soninn Einar Gunnarsson og stjúpdótturina Indíönu Dís Ástþórsdóttur. Foreldrar: Einar Gunnarsson, starfar í fríhöfninni í Leifsstöð, og Þorbjörg Ráðhildur Óskarsdóttir, ritari. Búseta: Heiðarbraut í Reykjanes- bæ. Stjörnumerki: Hrútur. Gunnar Einarsson varð Íslandsmeistari í körfubolta með Keflavík í vikunni, og var valinn leikmaður úrslitanna. Erlendir tónlistarmenn sem hing- að koma fá borgað í erlendum myntum og því hefur fall krónun- ar haft mjög slæm áhrif á afkomu- möguleika tónleikahaldara. Skatt- urinn leggur annan stein í götu þessarar viðkvæmu atvinnu- greinar því nú þarf að borga fimmtán prósenta skatt af tekjum erlendra listamanna. „Með þessu er verið að kippa fótunum undan mjög brothættum iðnaði því þessi skattur verður beinn aukakostnaður fyrir okkur,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur inn Paul Simon í sumar. „Það verður erfitt að halda þessu áfram. Menn þurfa að hugsa sig mjög vel um áður en tekin er ákvörðun og kannski verður ástandið aftur eins og það var. Kannski einir almennilegir tón- leikar á svona tveggja ára fresti.“ „Miðað við fallandi gengi krón- unnar getur þessi skattur algjör- lega drepið þetta,“ segir Björgvin Rúnarsson hjá 2BC, sem flytur inn Whitesnake í sumar. „Það er nú ekki eins og menn hafi verið að labba frá tónleikum með fulla ruslapoka af peningum svo það má hvergi út af bregða.“ „Þetta kippir sæmilega í því nú bætist einfaldlega nýr og nokkuð stór kostnaðarliður við,” segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Conc- ert. James Blunt og Bob Dylan koma hingað á hans vegum í sumar. „Við settum lögfræðinga í að skoða það að fá undanþágu því okkur fannst að þetta hlyti að telj- ast tvísköttun. Listafólkið og umboðsfyrirtækin borga náttúr- lega skatt af þeim greiðslum sem þau fá fyrir tónleika hér í sínu heimalandi. Lögfræðingarnir voru vongóðir í byrjun, enda vísað í það í upprunalega bréfinu frá skattinum að hægt væri að sækja um undanþágu vegna tví- sköttunar, en nú skilst okkur að niðurstaðan sé sú að engar undan- þágur sé hægt að fá og þetta er sem sagt að enda sem hreinn aukakostnaður fyrir okkur.“ - glh Nýr skattur ógnar tónleikahaldi SKATTURINN SEILIST Í VASA DYLAN Eða öllu heldur tónleikahaldarans sem þarf að borga skattinum 15 prósent af upp- hæðinni sem Dylan fær fyrir að spila. „Þetta var stórkostleg árshátíð og mikill gleðifundur. Allir voru góðir við mig og Mar- gréti og við vorum umvafin góðu fólki. Ég fann engan óvin í húsinu,“ segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að mikill urgur hafi verið meðal stangveiði- manna vegna þess að sérlegur heiðursgestur á árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur var Guðni Ágústsson. Fóru menn mikinn á spjallsvæði félagsins og fundu margir Guðna allt til foráttu og töldu hann hafa verið hinn versta mann í landbúnaðarráðuneytinu. Voru jafnvel uppi áform um að rísa á fætur og ganga úr salnum þegar Guðni hæfi ræðu sína. Fremstur í flokki gagnrýnenda var Jón Þór Júlíusson, einhver umfangsmesti leigu- taki landsins, og bjuggust menn frekar en ekki við því að slægi jafnvel í brýnu milli þeirra Guðna. Troðfullur salur var á árshátíðinni sem haldin var í vikunni. Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður fór á kostum sem veislustjóri. Var spenna í lofti þegar heiðursgesturinn flutti sína ræðu en Guðni var fljótur að sýna hversu góður ræðumaður hann er. Hann hóf mál sitt á að segja að aldrei hafi heiðursgest- ur mátt búa við aðrar eins svívirðingar. Og hér gæti dregið til tíðinda, jafnvel átaka en Guðni beið líkt og veiðimaður við vatn, hugrór og stilltur, spenntur að sjá þann stóra. Guðni sagði svo frá að hann hefði hitt Jón Þór sem hafi heilsað. Ungur, glæsilegur maður vel klæddur líkt og hann væri nýfermdur. Þegar hann heilsaði horfði Guðni í augu hans kalt og rólega og sagði: Þú ætlaðir að drepa mig. Nei, svaraði Jón Þór. Við erum vanir því veiðimenn að koma flugu í kjaft þess stóra, þreyta hann og sleppa síðan. Guðni horfði þá á Jón og sagði: Syndir þínar eru fyrirgefnar barnið mitt. Risu menn við svo búið á fætur og klöppuðu. Óhætt er að segja að ræðan hafi frá þeim punkti verið ein sigurganga. Og seinna um kvöldið kvaddi Jón Þór sér hljóðs, talaði til Guðna af nokkurri hlýju og færði honum þá flugu sem hann hafði hnýtt sjálfur, flugu með framsóknarívafi, græna, og kallaði Guðna sterka. - jbg Veiðimenn átu úr lófa Guðna GUÐNI ÁGÚSTSSON Vann hug og hjörtu veiðimanna með snjallri ræðu. „Jújú, þetta er náttúrulega sér- kennilegt í ljósi þess sem síðar varð. En það var bara hringt niður á Þrótt og beðið um einhvern flott- an bíl,” segir Sturla Jónsson vöru- bílstjóri og byltingarforingi. Sturla og frægur Volvo VN 670 byltingartrukkur hans voru í lykil- hlutverki þegar Fíton í samvinnu við Saga Film gerðu mikla og flotta auglýsingu fyrir olíufyrirtækið N1. Það skýtur skökku við í ljósi þeirra atburða sem síðar urðu – þar sem Sturla leiðir vörubílstjóra í baráttu fyrir lækkun olíuverðs. „Ég er nátt- úrulega ekkert í stríði við olíufur- stana. Ég er í stríði við ríkisstjórn- ina. Baráttan beinist eingöngu gegn þeim. Þetta snýst um að lækka gjald á olíu og kílómetragjald. Þeir lofuðu á sínum tíma að díselolían yrði 10 krónum ódýrari en bensínið en það er vel öfugt,“ segir Sturla. Auglýsingin var gerð síðasta sumar. Hún byrjar þannig að Sturla gengur að trukki sínum í dagrenn- ingu, ræsir vélarnar, kveikir ljósin og allt hefst. Og undir dúndra tónar frá hljómsveitinni Queen: Don’t Stop Me Now. Leikstjórar eru þeir Sammi og Gunni. Sturla er ánægð- ur með auglýsinguna sem slíka þó verðið á olíu sé honum ekki að skapi. „Við vorum einhverja tvo klukku- tíma að taka upp þetta atriði sem varir svo í örfáar sekúndur. Þeim datt í hug að fá bílinn minn því hann er um það bil sá eini sinnar tegund- ar á landinu. Það er einn gamall til líka en ekki eins flottur og þessi,“ segir Sturla. Hann var reyndar, þegar Fréttablaðið náði tali af honum, á leið með trukkinn á Vöku. Hann er stórtjónaður eftir að hafa lent í miðju átakanna. Sturla segir lögreglu ætlast til að hann greiði viðgerðina, sem sé galið – þegar bíllinn var skemmdur var honum löglega lagt. „Ég held að menn ætli að halda áfram,“ segir Sturla aðspurður hvað sé næst á döfinni hjá vörubíl- stjórum. Hann lýsir yfir sárum vonbrigðum með aðgerðir lögreglu þegar allt fór í loft upp á miðviku- dag. „Lögreglan fékk náttúrulega bara skipun frá Birni Bjarnasyni. Hann á náttúrulega að segja af sér. Forkastanleg vinnubrögð dóms- málaráðherra.“ jakob@frettabladid.is STURLA JÓNSSON: LÉK Í AUGLÝSINGU FYRIR N1 Byltingartrukkur Sturlu í auglýsingu olíufélags ÚR AUGLÝSINGUNNI Trukkurinn og Sturla leika lykilhlutverk í auglýsingu sem gerð var fyrir olíufélagið N1. STURLA JÓNSSON Skoðar skemmdir sem urðu á bíl sínum í átökunum en lögregla vill að hann greiði sjálfur viðgerðina. FRÆGUR TRUKKUR Ekki aðeins sem helsti byltingartrukkur landsins heldur frægur úr auglýsingum. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs er nú staddur úti í Kína. Hann lætur ekki slá sig út af laginu fremur en flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og telur ekki að hann sé að styðja stjórnvöld þar þó hann sæki landið heim. Ekki eru það erindi í tengslum við Ólympíuleikana heldur mun Gunnar vera að ganga frá því að Kópavogur eignist kínverskan vinabæ. Búið er að ganga frá samningi við Þorstein J. Vilhjálmsson á RÚV um að hann verði með sérstaka spjallþætti í tengsl- um við EM sem verður haldið í sumar. Þáttur- inn verður með mannlegum vinkli eins og Þorsteini er lagið að kalla til fólk sem fáum hafði fyrirfram dottið í hug að tengdust fótbolta á nokkurn máta. Félag kráareig- enda hélt fund á sumardaginn fyrsta á Glaumbar. Ýmislegt er það sem þeir höfðu að ræða en eins og Fréttablaðið greindi nýverið frá í viðtali við Kormák Geirharðsson hafa þeir áhyggjur af því að borgar- yfirvöld ætli sér að stytta opnun- artíma. Hugsanlegt er að Stefán Eiríksson lögreglustjóri hafi fengið hiksta því hann er ekki efstur á vinsældalista verta en Stefán hefur sótt fast að borgaryf- irvöldum þess efnis að þrengt verði að veitingarekstri í miðborginni. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Ágúst Fylkisson. 2. Garðar Thór Cortes. 3. Færri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.