Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 1

Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 10. maí 2008 — 127. tölublað — 8. árgangur EFNAHAGSMÁL Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, telur að þau ríki sem noti verð- bólgumarkmið sem efnahagslegt stýritæki ættu að afnema þau. Verðbólgumark- mið vinni meiri skaða en gagn. Þetta kemur fram í grein eftir Stiglitz, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Stiglitz segir litla hagfræði og fáar rannsóknir liggja að baki verðbólgumarkmiðum. „Það er engin ástæða til að ætla að burtséð frá orsökum verðbólgunn- ar séu bestu viðbrögðin ávallt að hækka stýrivexti,“ skrifar hann. - bs / sjá síðu 20 Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði: Verðbólgumark- mið eru skaðleg Heimir og Pavla best Stjörnumaðurinn Heimir Örn Árnason og Framstúlkan Pavla Nevarilova voru valdir leik- menn ársins á lokahófi HSÍ í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 58 BOLTINN BYRJAR AÐ RÚLLA Í DAG Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag með sex leikjum. Í fyrsta skipti í sögunni er keppt í tólf liða deild. Íslandsmeistarar Vals sjást hér á æfingu á Hlíðarenda í gær en þeir hefja titilvörnina í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UPPBYGGING MIÐBORGARINNAR Hvað á að koma í staðinn fyrir tómu húsin í miðborginni og hve- nær verða húsin tilbúin? 36 HÖNNUN Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur pantað sérhann- aða lopapeysu hjá fyrirtækinu Farmers Market sem er í eigu Bergþóru Guðnadóttur og Jóels Pálssonar. Bergþóra og Jóel hafa rekið fyrirtæki sitt í hálft þriðja ár og hafa Íslend- ingar kolfallið fyrir fallegum ullarflíkum þeirra. Hróður fyrirtækisins hefur borist víða að undanförnu og hægt er að fá vörur Farmers Market í tíu löndum. Að sögn Bergþóru bætast Japan, Danmörk, Ítalía og Spánn við í haust. Ullariðnaðurinn hafði legið nokk- uð lengi niðri og Bergþóru hafði í mörg ár langað að gera eitthvað með íslensku ullina og þjóðlegar skírskotanir í hönnun. - amb / sjá síðu 32 Íslensk framleiðsla í útrás: Hanna lopa- peysu á Dorrit VEÐRIÐ Í DAG Söfnunarsími www.raudikrossinn.is 3 4 6 1011 STYTTIR UPP Í dag verður austan strekkingur nyrst á Vestfjörðum, annars hægari. Víða rigning en styttir að mestu upp syðra og rofar þar heldur til þegar líður á daginn. Hiti 3-13 stig, mildast sunnan til. VEÐUR 4 EFNAHAGSMÁL „Það er forgangs- raðað með aðeins öðrum hætti en við höfðum áætlað,“ segir Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, sem vinnur að uppbyggingu í miðbæ Reykjavík- ur. Forsvarsmenn 101 Skugga- hverfis hafa ákveðið að klára uppbyggingu ákveðinna húsa á svæðinu, en draga úr byggingar- hraða annars staðar. „Þetta breyt- ir þó ekki kaupsamningsskilyrð- um af okkar hálfu,“ segir Oddur. Íbúðirnar sem ekki munu rísa eins fljótt og ætlað var verða við Lindargötu 35 og 37. Margir byggingaverktakar hafa að undanförnu hægt á stórum verkefnum vegna erfiðs aðgengis að lánsfé og versnandi stöðu á fasteignamarkaði. Heildarvelta á fasteignamarkaði frá 2. til 8. maí nam 1,7 milljörðum en var 8,1 milljarður á sama tíma í fyrra. Alls var 62 kaupsamningum þing- lýst en 226 á sama tíma í fyrra. Gylfi Óskar Héðinsson, annar eigenda BYGG hf., segir félagið meðal annars vinna að byggingu 400 fjölbýlisíbúða í Lundinum í Kópavogi, en sala á þeim hefur verið lítil eins og víðast hvar annars staðar. „Það hægir mjög hratt á öllu núna,“ segir Gylfi. Engin íbúð er seld í fjölbýlishúsi sem nú er í bygg- ingu og þá eru enn tíu til fimmtán íbúðir óseldar í fjölbýlishúsinu sem fólk er þegar flutt inn í. Oddur gagnrýnir stjórnmála- menn og hagfræðinga Seðlabank- ans fyrir að ætla sér að tala niður verðbólguna. „Það er einkennilegt að ráðast að markaði sem um tuttugu þúsund manns hafa atvinnu sína af, með því að segja fólki að kaupa ekki fasteignir til að lækka verðbólgu. Lánsfjárkreppan er næg til þess og markaðslögmálin ráða. Ef æðstu ráðamenn þjóðar- innar myndu segja fólkinu í land- inu að hætta að kaupa bjúgu þá myndu framleiðendur þeirra fara á hausinn í stórum stíl. Fasteigna- markaðurinn er ekki öðruvísi.“ - mh Byggingaverktakar draga saman seglin Velta á fasteignamarkaði í vikunni var innan við 20 prósent af því sem hún var í fyrra. Óábyrgt að tala niður markaðinn, segir framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis. JOSEPH STIGLITZ DORRIT MOUSSAIEFF DÓMSMÁL „Það er auðvitað von mín að svona mál muni aldrei koma upp aftur og það má það einfaldlega ekki,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytis- stjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu, um málefni Byrgisins. Guðmundur Jónsson, fyrrum forstöðumaður Byrgisins, kristilegrar líknarstofnunar, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum skjólstæðingum í Héraðsdómi Suður- lands. Honum var gert að greiða konunum samtals sex milljónir króna í miskabætur. Yngsta stúlkan sem Guðmundur misnotaði var þá aðeins sautján ára. Konurnar fékk hann til ýmiss konar kynlífsiðkana í skjóli trausts og kristilegrar trúar. Brotin áttu sér stað allt frá árinu 2001. Fjárframlög til Byrgisins komu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Ragnhildur segir engan í ráðuneytinu víkja sér undan ábyrgð á málinu. „Eins og áður hefur komið fram þá var margt sem fór úrskeiðis í þessu máli. Það er hörmulegt að féð sem ætlað var til meðferðarstarfs hafi verið misnotað svona hrikalega,“ segir Ragnhildur. Það var fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 sem upplýsti fyrst um brot Guðmundar. - jss / - mh / sjá síðu 4 Ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu um nýfallinn dóm í Byrgismálinu: Má aldrei koma fyrir aftur Stefni að því að klifra upp úr söngleikjaskúffunni HELGARVIÐTAL 28 ÁSTIN OG PÖNK SELMU BJÖRNSDÓTTUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.