Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 10

Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 10
 10. maí 2008 LAUGARDAGUR Gegnheilt Yberaro Ármúla 23 108 Reykjavík sími 568 1888 Njarðarnesi 4 603 Akureyri sími 464 7878 www.pog.is Ómeðhöndlað Þykkt: 14 mm Breidd: 70 mm Lengd: 450 mm Tilboð: 3.000 kr m ² Fáðu sýnishorn hjá okkur! FRAMHALDSSKÓLAR Yfir helmingur stelpna í fram- haldsskólum segist neyta grænmetis daglega eða oft á dag, og það sama á við um ávexti. Hins vegar neytir tæplega helmingur stráka grænmetis og ávaxta daglega. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar „Ungt fólk 2007 – framhaldsskólanemar“ sem nýlega var kynnt. Rannsóknin snerti líðan og framtíðarsýn íslenskra framhaldsskólanema og var lögð fyrir nemendur í öllum framhaldsskólum landsins haustið 2007. Í niðurstöðunum kom fram að þriðjungur stelpna borðar sælgæti eða sætt kex daglega eða oft á dag, og fimmtungur drekkur sykraða gosdrykki daglega eða oft á dag. Þriðjungur stráka borðar sælgæti eða sætt kex daglega og tæplega helmingur stráka drekkur sykurgos svo oft. Fimmtungur stelpna og stráka stunda nær aldrei íþróttir eða líkamsrækt og jafn stór hluti fer í partý í hverri viku. Stelpurnar ná meiri nætursvefni en strákarnir. Þær sofa í sjö til átta klukkustundir á nóttu en strákarnir í sex klukkustundir eða skemur. Fimmti hver framhaldsskólanemi fer vikulega eða oftar í partí. Stelpur fara gjarnan á kaffihús en verulega hefur dregið úr bíóferðum. Strákarnir fara hins vegar frekar í bíó en stelpurnar og þeir vilja frekar fara í bíó en á kaffihús. Framhaldsskólanemendum sem fara reglulega í leikhús, á söfn og klassíska tónleika hefur fækkað. Tónlistarnám hefur hinsvegar aukist hjá báðum kynjum. Strákarnir eru líklegri en stelpurnar til að spila í hljómsveit með vinum sínum. Fáar stelpur stunda skátastarf, ungliðastarf björgunarsveita eða ungmennastarf Rauða krossins, en tíundi hver strák- ur utan höfuðborgarsvæðisins tekur þátt í ungliða- starfi björgunarsveita. Þátttaka nemenda í félagslífi í skólanum hefur haldist jöfn, þriðjungur til fjórðungur stráka og stelpna tekur þar mikinn þátt. Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjunkt við Háskólann í Reykjavík, segir að niðurstöðurnar séu jákvæðar. „Ungt fólk á Íslandi er vel statt,“ segir hann. „Við sjáum hækkandi hlutfall varðandi tengsl við foreldra og fjölskyldu og meiri líkamlega hreyfingu. Heilt yfir sýna niðurstöðurnar flotta mynd af ungu fólki á Íslandi.“ ghs@frettabladid.is VEL STATT „Ungt fólk á Íslandi er vel statt,“ segir Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjunkt við Háskólann í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fleiri ungir borða grænmeti og ávexti Neysla framhaldsskólanema á grænmeti og ávexti hefur aukist verulega síðustu árin, en samt borðar um þriðjungur sætt kex og helmingur stráka drekkur syk- urgos á hverjum degi. Fimmti hver framhaldsskólanemi stundar ekki íþróttir. HEILBRIGÐISMÁL Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- læknir hjá Art Medica, segir breytingar á lögum sem heimila einhleypum konum að gangast undir tæknifrjóvgun fagnaðarefni. Væntanlegt er frum- varp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráð- herra sem þegar hefur verið lagt fyrir ríkisstjórn. Guðmundur segir að árlega hafi tugir einhleypra kvenna leitað til Art Medica sem hafi viljað gangast undir tæknifrjóvgun. Erfitt hafi verið að vísa þeim konum frá á grundvelli þess að lög heimiluðu ekki einhleypum konum að gangast undir slíka aðgerð. „Þetta hefur verið sérstaklega erfitt þegar konur eru orðnar um það bil 35 ára og þaðan af eldri og því þótt skammur tími til stefnu,“ segir hann. Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, segist telja að mikil eining ríki um málið innan þingflokk- ana og hún eigi von á að frumvarpið verði afgreitt innan skamms. Hún bendir einnig á að eftir að þetta mál hefur verið leiðrétt sé nauðsynlegt að vekja upp umræðu um staðgöngumæðrun en slíkt getur verið konum, sem misst hafa legið, nauðsynlegt úrræði vilji þær eignast börn. - kdk Tugir fyrirspurna frá einhleypum konum hafa árlega borist læknum Art Medica: Hefur verið erfitt að vísa þeim frá LÍBANON, AP Að minnsta kosti ellefu manns létust og yfir tuttugu særð- ust í átökum í Beirút undanfarna daga milli liðsmanna Hizbollah, sem eru sjía-múslimar, og súnní- múslima sem Bandaríkjamenn hafa stutt. Liðsmenn Hizbollah höfðu á fimmtudag náð flestum hverfum súnnía í Beirút á sitt vald. Í gær mátti hins vegar sjá hermenn úr her landsins fara inn í þau hverfi, sem Hizbollah hafði náð á vald sitt, og stilla sér þar upp í varðstöðu. Markmiðið hafði greinilega verið að sýna fram á styrk samtakanna fyrir næstu samningaviðræður um pólitíska framtíð landsins. Meðal annars höfðu um eitt hundrað Hizbollah-liðar gengið vopnaðir í gær niður Hamrastræti, sem er vinsæl verslunargata í hverfi súnnía. Hizbollah-mennirn- ir stilltu sér upp á götuhornum og gangstéttum og stöðvuðu þær fáu bifreiðar sem hættu sér inn á göt- una. Herinn hefur ekki skipt sér af átökum súnnía og sjía og lét yfir- töku Hizbollah á hverfunum afskiptalausa. Meðal annars stóð herinn hjá þegar liðsmenn Hiz- bollah brenndu byggingu helsta dagblaðs andstæðinga sinna í borg- inni. Átökin síðustu daga vekja upp minningar um borgarastríðið í Líb- anon árin 1975-90, sem kostaði 150 þúsund manns lífið. - gb Hizbollah afhenti stjórnarhernum yfirráð í Beirút eftir þriggja daga hörð átök: Hizbollah sýnir mátt sinn HERMENN STANDA VÖRÐ Stjórnarher Líbanons fékk hvert hverfi súnnía á fætur öðru afhent á ný átakalaust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GUÐMUNDUR ARASONÁSTA MÖLLER NIÐURSTÖÐUR Þriðjungur stelpna ver 2 tímum eða meiru á dag í heimanám en aðeins 16 prósent stráka. Sextíu prósent stráka verja hálftíma eða minni tíma á dag til heimanáms en aðeins þriðjungur stelpna. Um helmingur stelpna og stráka myndu læra meira ef þau fengju að ráða meiru um námið. Tíundi hver nemandi telur lesblindu hafa mikil áhrif á námsframmistöðu sína. Tveir þriðju stráka og stelpna á höfuðborgarsvæðinu og rúmlega helmingur stráka og tæplega 63 prósent stelp- na utan höfuðborgarsvæðisins telja líklegt að þau fari í háskóla á Íslandi strax að loknum framhaldsskóla. Tveir þriðju stelpna og tæplega helmingur stráka vinnur með námi. Þrír fjórðu stelpna og rúmlega helmingur strákar tala oft við fjölskyldu sína. Heimild: „Ungt fólk 2007 – framhaldsskólanemar“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.