Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.05.2008, Qupperneq 28
28 10. maí 2008 LAUGARDAGUR S elma þekkir nokkuð til þess tíðaranda sem fangaður er í söngleik Þjóðleikhússins; Ástin er diskó, lífið er pönk. Sjálf var hún að vísu of ung til að skella sér á tjúttið í Hollywood eða niður á Hlemm að sniffa lím, enda bara á barnsaldri, en hún man vel eftir eldri systkin- um vina sinna sem annaðhvort voru pönkarar eða í diskóstuði. „Maður man eftir þessum afkára- legu axlapúðum, hvítum varalit og tónlistarmyndbandinu. Svo lærði maður að dansa svona ‚eighties- dansa‘ sem sitja auðvitað alveg fastir í manni enn í dag.“ Hefði Selma sjálf verið pönkari eða diskódrottning hefði hún haft aldur til? „Ég er algjörlega blanda af báðu. Tónlistarlega séð er ég miklu meira diskó en svo er alltaf púki í manni sem fílar pönkið betur.” Og hefðir þú jafnvel getað farið í MH í stað Versló? „Já, algjörlega. En ég veit ekki hvort ég hefði getað hugsað mér að drekka þrjátíu kaffibolla á dag og vera í fötum af ömmu.“ Staðfastur Garðbæingur Við ætlum að staldra við á nokkr- um stöðum áður en við ræðum meira um sýninguna. Á hundavaði lítur Selma á sig sem Garðbæing, svo mikinn að þótt hún búi í Hlíð- unum keyrir hún enn í Garðabæinn til að fara í bankann, sundlaugina og pósthúsið, enda afskaplega íhaldssöm að eigin sögn. Foreldrar hennar gátu af sér fjórar hoppandi og skoppandi stelpur sem allar lærðu dans, á hljóðfæri og voru í kór og tóku á barnsaldri þátt í leik- sýningum í stóru leikhúsunum. Þótt systurnar hafi verið fyrstar í fjölskyldunni til að taka upp dans- inn er mikil söngelska í fjölskyld- unni sem og sagnagleði. Selma sjálf var auðvitað syngjandi frá því hún man eftir sér. Hún segir að eflaust hafi það mótað hana að þurfa að keppast við athygli í hópi fjögurra prímadonna og „jú, það er ekki spurning að það er ákveðin ástæða fyrir því að maður er visst hávær,“ segir hún, en tekur líka fram að fjölskyldustærðin hafi styrkt þær allar. Systrahjálp Selma vill jafnframt meina að hún eigi systrum sínum mikið að þakka hvernig verkefnin skoluðust á land til hennar í byrjun. „Það er svolítið fyndið. Fyrsta hlutverk mitt í barnaleikriti, Örkinni hans Nóa, kom þannig til að í verkinu voru systur mínar allar að leika, nema ég. Viku fyrir frumsýningu kem ég með pabba á æfingu og Sigríður Þorvaldsdóttir, sem var að leikstýra verkinu, sér mig og segir: „Nú, ég vissi ekki að þær væru fjórar.“ Hún var svo góð að aumka sig yfir mig og leyfa mér að leika maríuhænu, mitt fyrsta hlutverk.“ Stuttu síðar fékk Selma hlutverk Camillu í Kardimommu- bænum eftir að önnur systir henn- ar þótti of hávaxin í hlutverkið og einhver mundi eftir smærri syst- ur. Systraböndin kipptu Selmu svo aftur inn í leikhúsið þegar Selma var 21 árs gömul og hafði ekki leikið í tíu ár. Hrafnhildi systur hennar, sem í dag er óperusöng- kona, var boðið hlutverk í West Side Story og í prufunum, sem voru aðeins ætlaðar menntuðum leikurum, segir Hrafnhildur Þjóð- leikhússtjóra að hún eigi þrjár systur sem geti sungið og dansað og leikhússtjórinn segir henni að leyfa þeim að koma. „Og eftir það fékk ég hlutverk Rósalíu í West Side Story.“ Stóra tækifærið í Þjóðleikhúsinu Selma samþykkir það hiklaust að West Side Story hafi verið hennar stóra tækifæri – þar sem allt fór af stað. „Og þarna fékk ég bakter- íuna. Fram að því sá ég mig fyrir mér, á mjög barnslegan hátt, setj- andi vonda fólkið inn í fangelsi og bjargandi góða fólkinu, í starfi lögfræðings. En þegar þarna var komið og ég sá að þarna gat ég unnið vinnu þar sem ég fékk að dansa, syngja og leika – allt í senn – var ég handviss um að þetta væri algjörlega málið.“ Í kjölfarið bauðst hvert verkefnið á fætur öðru, án þess að Selma segist nokkru sinni hafa ákveðið að verða leikkona. „Þetta byrjaði bara að rúlla og ég er búin að vera þarna síðan. Svo kemur alltaf reglulega þetta: ‚Jæja, hvenær ætlaði ég svo að fara að læra eitthvað þannig að ég geti orðið „stór“? Ég hef ekki séð neina ástæðu til að stökkva af lestinni á meðan það er svona gaman. En hver veit. Við Rúnar Freyr höfum verið að líta í kring- um okkur eftir hugsanlegu eins til tveggja ára framhaldsnámi, það væri gaman að breyta um umhverfi og bæta við sig. Í hverju? Leikstjóranám kæmi vel til greina sem og master í leiklist. Staðsetn- ingin skiptir þá ekki öllu máli – ég var meira að segja að skoða skóla á Nýja-Sjálandi um daginn. Hver veit hvað verður?“ Komið að listinni frá öllum hliðum Selma hefur starfað í lausa- mennsku í þrettán ár og þrátt fyrir að hafa ekki liðið fyrir verkefna- skort er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera sjálfstætt starfandi að vita jafnvel ekkert hvað sé næst á dagskrá eftir mánuð. „Ég þekki það ástand svo vel. Það venst og stressar mig furðulítið. Svo lærir maður líka á þetta – geymir kannski einhver verkefni sem koma upp í febrúar, þegar nóg er að gera, fram í júní þegar minna er um að vera fyrir mann. Og jú, jú, það kemur alveg fyrir að ég verði kvíðin fyrir sumr- inu en kannski er þá einmitt búin að vera á fullu allan veturinn og er dauðslifandi fegin að fá frí með fjölskyldunni.“ Að vinna sjálf- stætt hefur líka gert það að verk- um að Selma hefur öðlast mjög margvíslega reynslu, en hún hefur leikið, dansað, sungið, samið dansa, leikstýrt, framleitt, starfað við sjónvarp, skrifað, kennt, þjálf- að fólk í framkomu og meira til. Ofan í fleiri skúffur Heldur Selma að hún hefði þessa reynslu ef hún hefði ákveðið að fara hefðbundna veginn og fara í leiklistarnám? „Nei, ekki svona víðtæka reynslu og ég myndi alls ekki vilja skipta, nei. Ég hef feng- ið góð tækifæri til að þroska minn dans og söng í þeim söngleikjum sem ég hef verið í en ég hef í dag löngun til að takast á við fjölþætt- ari hlutverk.“ Er þá erfiðara að fá dramatískar rullur sem ómennt- aður leikari? „Jú, það eru alltaf ákveðnar efasemdir eða ‚fordóm- ar‘ í gangi, og þótt ég líti ekki á mig sem amatör, hafandi starfað í atvinnuleikhúsi með atvinnufólki á öllum sviðum í þrettán ár, þá er það dálítið sérstakt í leiklistinni hvað það orð er mikið notað. Slíkt er hins vegar aldrei sagt í söngn- um. Tónlistarbransinn virðist vera léttari í þessu. Ég hef aldrei upp- lifað mig sem amatör þrátt fyrir að ég hafi ekki lært söng. Þetta truflar mig ekki lengur, en mér finnst þetta eilítið hjákátlegt. Ég stefni sem sagt á að klifra upp úr söngleikjaskúffunni minni. Við Íslendingar erum dálítið flokkun- arglöð og setjum fólk snemma í skúffur. Það er okkar að reyna í það minnsta að komast ofan í fleiri skúffur. Ég tel litlar líkur á að komast upp úr Eurovision-skúff- unni ógurlegu því Eurovision er jú á hverju ári og þá er þátttakan rifjuð upp í hvert sinn. Það er magnað hvað Eurovision er þraut- seigur merkimiði miðað við hvað ég eyddi litlum tíma í það verkefni á ferlinum. En ég er ekkert ósátt við þennan merkimiða, hef lúmskt gaman að þessu.“ Fullkomnir dagar Á löngum ferli er margt skemmti- legt sem stendur upp úr. Selma segir verkefnið að hafa séð um uppfærsluna á Hárinu árið 2004 hafa verið afar skemmtilegt, einn- ig að leika einar þrjátíu sýningar af Rómeó og Júlíu með Vesturporti, og síðast en ekki síst að leikstýra Gosa – þar sem hún segist hafa verið svo heppin með Borgarleik- hússtjóra, Guðjón Pedersen, að hann tók vel í allt og leyfði þeim að hafa algerlega frjálsar hendur. „Hvert verkefni hverju sinni er svo í raun alltaf skemmtilegasta verkefnið. Eins og núna hefur Ástin er lífið diskó er pönk verið æðislegt ævintýri. Ég veit satt best að segja ekkert skemmtilera en að mæta í svona vinnu – keyra mig út í dansinum í þrjá til fjóra tíma, syngja eins og brjálæðingur og fara svo á leikæfingar með ógeðslega skemmtilegu fólki. Fyrir mér er þetta hinn fullkomni dagur og ég kem heim til mín líð- andi eins og ég hafi verið í tívolí, í sirkus og útlöndum – allt í senn!“ Fullkomnunarsinni Umrædd sýning er í leikstjórn Gunnars Helgasonar, en verkið samdi bróðir hans Hallgrímur Helgason. Þetta er því sannkölluð fjölskyldusýning því systur Selmu semja dansa, Þorvaldur Bjarni semur tónlistina og kona hans, Þórunn Geirsdóttir, er sýningar- stjóri og svo eru Selma og Sveppi bræðrabörn. „Ég leik Mæju, bestu vinkonu ungfrú Hollywood, Rósu Bjarkar, sem er aðalkarakterinn. Hún er algjör diskódís en svo verða straumhvörf,“ segir Selma og bætir við að best sé að gefa ekki of mikið upp til að skemma ekki sýninguna fyrir áhorfendum. Í sýningunni hljómar stuðtónlist frá 9. áratugnum, íslensk að megn- inu til og sýningin er eitt allsherj- ar stuð. Á Selma sjálf eitthvað sameiginlegt með Mæju? „Já, já, við Mæja þekkjumst vel – hef hitt hana áður.“ Sjálf er Selma farin að einbeita sér meira að leiknum en söngnum og segir hún skýringuna líkast til liggja að einhverju leiti í því að hún fái meiri útrás í leiknum. „Ég lít á mig sem performer í dag, frekar en tónlistarmann.“ Var föst í rútínu Að lokum er Selma innt eftir því hvort það sé einhver töfraformúla að baki velgengninni. „Ég held að það hafi lengi verið vöntun á fólki sem er jafnvígt á dans og söng í leikhúsin, þótt mér finnist meira um það síðustu misserin að fram sé að koma ungt fólk sem er það. Jafn- framt er ég afskaplega gagnrýnin á sjálfa mig og hef mikinn metnað fyrir því sem ég er að gera. Svo getur það reyndar snúist upp í and- hverfu sína og ég verið minn versti óvinur hvað sjálfsgagnrýni varðar. Ég er yfirleitt mætt ein á sviðið, korter í átta, búin að hitta upp og gera allt og er í minni maníu að gera rútínuna aftur og aftur og syngja lögin. Svo verð ég brjáluð ef ég geri fimm prósentum lélegra í dag en í gær. Á tímabili var þetta reyndar farið að taka yfirhöndina – ég varð að gera allt eins fyrir sýn- ingar til að allt yrði fullkomið. Meira að segja ganga sömu leið inn á svið. Nú til dæmis tók ég meðvit- aða ákvörðun þegar ég kom í Þjóð- leikhúsið að gera aldrei neitt eins og síðast! Það er skelfilegt að þurfa að fara skjálfandi inn á svið af því að maður gerði rútínuna sína ekki nákvæmlega eins og í gær. Sem betur fer er ég að lagast með þetta allt,“ segir Selma, á leið á sýningu um kvöldið og svo ekki svo langt undan - langþráð sumarfrí. ...Selma hélt að hún gæti ekki sungið sem unglingur og söng nær ekkert frá tíu ára aldri til tvítugs. ...er fædd 13. júní 1974, og er því tvíburi. ...börnin hennar heita Gísli Björn og Selma Rún. ...Selma er forvitin að eðlisfari nema henni finnst mjög erfitt að svara spurningum um sjálfa sig. ...stundaði nám við hagfræði- deild þegar hún var í Verslunar- skólanum. ...Selma og eiginmaður hennar, Rúnar Freyr Gíslason, voru samtíða í skólanum en þekktust ekkert. ...þau kynntust þegar þau unnu við söngleikinn Grease. VISSIR ÞÚ AÐ... UPP ÚR SÖNGLEIKJASKÚFFUNNI „Ég stefni sem sagt á að klifra upp úr söngleikjaskúfunni minni. Við Íslendingar erum dálítið flokkunarglaðir og setjum fólk snemma í skúffur. Það er okkar að reyna í það minnsta að komast ofan í fleiri skúffur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Eins og sirkus, tívolí og útlönd Ferillinn samanstendur af þrettán árum í atvinnuleikhúsi, næsthæstu hæðum í Eurovision, 21 söngleik, leikstjórn, tveimur sóló- metsöluplötum og ótal, ótal öðru. Mörgum þætti saga að segja frá því að sú sem státar þessum klæðum kunni hvorki að lesa nótur né hafi lært leiklist. Selma Björnsdóttir hefur þó þessa sögu að segja og sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur að nú væri nám, jafn- vel í leikstjórafræðum, farið að toga í hana þessa dagana. Í augnablikinu er það hins vegar diskó og pönk sem á hug hennar allan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.