Fréttablaðið - 10.05.2008, Page 56

Fréttablaðið - 10.05.2008, Page 56
GLEÐIBANDIÐ EDOCSKEFAS G.I.G JACKLOND GOSPELKÓR SUÐUR SIGURÐUR INGIMARSS MIRIA KÓRVÍÐISTA BLÚSSVEIT Þ Ó TRÚBOÐARNIR HERBERT GUÐMUNDSSON ICESTEPP RÚNAR OG EMIL PÉTUR HRAFNSSON HJÁLPRÆÐISHERINN u.n.G GOSPELKÓR JÓNS VÍDALÍNS SKÁTARNIR GOSPELKÓR RE BJÖRG PÁLL RÓSINKRANS S Þ ND SALTSGOSPELBA Skoðaðu dagskrána á www.biggospelfestival.com 2 STÓRA Frítt innNánari upplýsingar, drög að dagskrá, video, tónlist og fleira er að finna á vef okkar www.biggospelfestival.com HVAÐ ER GOSPEL? Þessi spurning gæti komið upp í huga margra um þessar mundir, þegar þeir sjá umfangið á Stóru Gospelhátíðinni. Búið er að heilmerkja 2ja hæða rútu fyrir viðburðinn, tvö til þrjú tólf blaðsíðna blöð verða gefin út og send inn á öll heimili landsins og fréttabréf sent á öll heimili í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi. Heilmiklum vef er haldið úti og yfir 100 manns á leiðinni til landsins frá ýmsum löndum til að taka þátt í viðburðinum. Alls mætti áætla að um 500 manns spili og syngi á hátíðinni ef við teljum innlenda tónlistarfólkið og Gospel- kórana með. Þessi tónlistarhópur er fólk sem á það sameiginlegt að spila einhverskonar Gospeltónlist. Flestir koma einungis ánægj- unnar vegna en aðrir í þeim hugleiðingum að koma tónlist sinni á framfæri og taka þátt í þessari skemmtilegu útihátíð sem á að höfða til allrar fjölskyldunnar. Fjölbreytileiki í stað fordóma Kristilegt starf er jafn fjölbreytt og litirnir í náttúrunni. Hvert starf og kirkja hefur sinn lit hvort sem það er Þjóðkirkjan, Fríkirkjan eða frjálsu samfélögin. Það sem er sameiginlegt með öllum kristilegum samtökum og kirkjum eru góð gildi sem gott er að rifja upp: Undirstaðan (gildin) í kristinni trú eru td: Heiðarleiki, jákvæðni, hjálpsemi, kærleikur, miskunnsemi, réttlæti, uppbygging, líf, heilbrigði, einlægni, óeigingirni, bæn, lækning, uppfræðsla, vísindi, sannleikur og fordóma- leysi. Orðið GOSPEL þýðir Fagnaðarerindið eða Góðu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru þær að Jesús kristur sonur Guðs lægði sjálfan sig, gerðist maður og tók allar misgjörðir okkar á sig. Hann leysti fólk undan valdi myrkursins með því að ganga í dauðann fyrir það og reis aftur upp okkur til lífs og blessunar. Hver er munurinn á Gospel og annari tónlist? Gospel á rætur sínar í kristna trú og sungið er til Guðs á frjálsan og óháðan hátt. Tónlistin hefur það markmið að byggja upp áheyrendur, draga fram nærveru og frið Guðs eða einfaldlega fjalla um góða og heilbrigða hluti í lífinu. Sum trúarbrögð kyrja einhvers konar tónlist en Gospel er frjáls tjáningarmáti listamannsins um trú sína sem skilar áheyren- dum og tónlistarfólki einhverri djúpstæðri reynslu eða upplifum sem hvergi er hægt að finna í neinni annari tegund tónlistar. Ef hefðbundin tónlist er skoðuð þá fjallar hún alltaf um manninn og gjörðir hans og oft er ástin upphafin á mismunandi heilbrigðan hátt eða bara stokkar og steinar, fjölbreytnin þar er óendanleg en er yfirleitt veraldleg eða um veraldlega hluti. Gospeltónlist er alltaf um Guðdóminn eða eitthvað tengt Guðdóminum. Albert Einstein sagði á sínum seinni árum að það væri ekki mögulegt að enginn Guð væri til. Líklega hefur hann hugsað málið til enda og komist að þessari niðurstöðu, það er nefnilega mjög ólíklegt að veröldin hafi orðið til af tilviljun. Gospeltónlist mætti líkja við hafið Fyrir þá sem standa í fjarska og horfa á hafið er það ósköp slétt og ekkert sérstaklega merkilegt, en þeir sem kafa ofan í hafið (Gospeltónlistina) fá að upplifa nýjar víddir, nýtt líf, nýja möguleika og gróður og landslag sem ekki er hægt að sjá í fjarska. Þú þarft að dýfa þér í Gospelið til að upplifa áhrifin. Fjórir flokkar Gospeltónlistar Fyrst ber að nefna tónlist þar sem textum er beint “til Guðs”. Í þessari tegund af tónlist gerist alltaf eitthvað merkilegt, bæði hjá tónlistarfólkinu sjálfu og þátttakendum því það beinir söng sínum til Guðs, tilbeiðsla og bænir eru sungnar og raddirnar þandar til Guðs skapara alls. Þessi tónlistarstíll er kallaður Worship á ensku, tilbeiðsla á íslensku og flokkast undir lofgjörðartónlist en í mörg ár var þessi tegund af tónlist að mestu bundin við kórsöng. Seinna bættust svo hljóðfærin við og þótti mörgum um mikið ofstæki að ræða, en trúin er ekkert feimnismál og það er í lagi að brjóta upp stíla og hefðir svo lengi sem boðskapurinn helst óbreyttur. Í dag hefur Worshiptónlist verið brotin upp á nýjan hátt og er Worship sungið í rokk stíl, reggae stíl, blues stíl og í raun er allt tónlistarform leyfilegt að nota í Worshiptónlist. Við fáum að heyra í Sarah Kelly sem syngur í þessum stíl laugardagskvöldið 28. júní og hvet ég alla til að sjá þetta atriði þar sem Sarah syngur bæði um reynslu sína í lífinu og svo er hún með einstakan tilbeiðslusöng til Guðs. Sarah Kelly hefur greinilega kafað ofan í bænina og Orðið því hún kann svo sannarlega að kalla á Guð sinn í tilbeiðslusöng sínum. Öllum líkar vel við Söru því hún er einlæg í því sem hún gerir og hún fer ekki fram á mikið umstang í kringum sig. Sarah spilar einungis frumsamið efni en hefur stöku sinnum spilað einn og einn sálm sem hún útsetur á einstak- lega skemmtilegan hátt. Fleiri listamenn spila Worship tónlist á hátíðinni og mætti nefna af þeim sem koma erlendis frá, þá Christian Charles De Plique, Katie Bennett með þjóðlagastíl og Michelle Fragar frá Hillsong United með accustic tónlist. Hérlendis flytja margir aðilar Worshiptónlist í hinum ýmsum útfærslum og við fáum að sjálfsögðu að heyra í þeim á hátíðinni. Fyrir áratug eða svo bættist flokkur númer tvö til viðbótar í Worshiptónlist með þann tilgang að draga niður nærveru Guðs en það er lofsöngur sem er “persónuleg bæn til Guðs” og spámannleg til áheyrandans. Í þessum flutningi leitast tónlistarfólk við að heyra frá Guði, leyfa anda sínum, tilfinningum og huga að ráða ferðinni og sleppa sér lausum í tilbeiðslu sinni. Þessi flutningur getur stundum stuðað fólk sem þessu er ekki vant. Skrítið segja sumir, en hér er bara einn stíll til viðbótar í Gospeltónlist. Hátíðarnefnd vill leyfa sem flestum stílum að njóta sín á hátíðinni og verður þessi því ekki undanskilinn og vonum við fyrir vikið að hátíðin verði frumlegri, óhefðbundnari og meiri upplifun fyrir áheyrendur. Einnig viljum við biðja þá sem eldri eru að fordæma ekki þennan nýja stíl eða flutninginn því svo lengi sem flutningurinn er jákvæður, heilbrigður og biblíulegur er hann velkominn í Gospelflóruna. Sá sem flytur svona tónlist þarf að vera sérstaklega hæfur og vel að sér í orði Guðs. Ekki má listamaðurinn tjá sig í bæninni nema það samræmist heilagri ritningu kristinna manna. Allt skal miðast til uppbyggingar fyrir áheyrendur. Númer þrjú má nefna Gospeltónlist sem fjallar “um Guð og hvernig hann starfar” og er þessi stíll kallaður Praise og fellur hérlendis undir flokkinn lofgjörðartónlist enda náskyldur Worshiptónlist en er meira fyrir sálina. Í flokk númer fjögur er tónlist sem fjallar “um boðskap Guðs” og einhver íhugun um orð hans og réttlæti. Í þessum flokki sem er líklega sá stærsti í Bandaríkjunum og víðar eru flestir Gospel listamenn. Oft er þetta kallað Semí Gospel eða “kristileg afþreyingartónlist” því hér er hægt að útfæra boðskapinn á alla tónlistarstíla sem til eru og form og hefðir ekki teknar of hátíðlegar. Á hátíðinni fáum við að heyra bæði rokk, indi rokk, techno, hip Hop, reggae, o.fl. í þessum flokki. Öll þessi tónlist er með einhvern boðskap til íhugunar og þarf áheyrandinn að fylgjast vel með því hvað flytjandinn er að koma til skila í lagasmíð sinni. Öll Gospel- tónlist á það sameiginlegt að hún upphefur ekki veraldlega hluti né dóp, kynlíf, ofbeldi eða óheilbrigt líferni. Allur texti er miðaður til uppbyggingar fyrir áheyr- andann, óháð aldri og vonumst við til þess að svo megi verða í ár. Vonandi sérð þú og þín fjölskylda þér fært að koma á þessa útihátíð sem er nú í fyrsta skipti, haldin á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Endilega vertu með því öll litaflóran verður í Hafnarfirði í sumar, njóttu vel. Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri Stóru Gospelhátíðarinnar Upplifðu eitthvað nýtt, dagana 20.-29. júní 2008 og vertu með okkur. Lífið hefur svo margt gott upp á að bjóða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.