Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 77

Fréttablaðið - 10.05.2008, Side 77
 Stjórnunarstörf hjá Sveitarfélaginu Árborg Fjölskyldumiðstöð Sveitarfélagsins Árborgar auglýsir stöðu forstöðumanns Sundhallar Selfoss og umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz lausar til umsóknar. Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingum sem hafa m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Forstöðumaður Sundhallar Selfoss Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg og eru m.a. fyrirhugaðar breytingar á sundlauginni á Selfossi og sund- laugarsvæðinu á næstu misserum og kemur forstöðumaður til með að koma að undirbúningi framkvæmda og mótun starfseminnar til framtíðar. Starfssvið • Daglegur rekstur og áætlanagerð • Starfsmannahald • Skipulagning þjónustu við sundlaugargesti • Umsjón með viðhaldi tækja Menntunar- og hæfniskröfur • Iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun æskileg • Stjórnunar- og rekstrarreynsla æskileg • Starfsreynsla í sundlaugum eða öðrum íþróttamann virkjum æskileg • Góða samskiptahæfni nauðsynleg • Skipuleg og fagleg vinnubrögð • Almenn tölvukunnátta Umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. Málefni ungs fólks og forvarnir eru forgangsmál í Sveitarfélaginu Árborg. Þá er nýbúið að gera gagngerðar endurbætur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og mun umsjónarmaður koma til með að móta starfsemina til framtíðar. Starfssvið • Daglegur rekstur og áætlanagerð • Starfsmannahald • Skipulagning þjónustu staðarins í samráði við notendur og starfsfólk • Samskipti og samstarf við foreldra, skóla og aðra sam starfsaðila • Þátttaka í forvörnum og stefnumótun í málefnum barna og ungmenna Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á uppeldissviði eða önnur sambærileg menntun æskileg • Stjórnunar- og rekstrarreynsla æskileg • Starfsreynsla í félagsmiðstöðvum og/eða frístunda- heimilum æskileg • Góða samskiptahæfni nauðsynleg • Skipuleg og fagleg vinnubrögð nauðsynleg • Sjálfstæði og frumkvæði nauðsynlegt • Almenn tölvukunnátta Laun eru samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Um er að ræða 100% störf í báðum tilvikum. Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: bragi@arborg.is eða Borgar Ævar Axelsson, starfsmannastjóri, netfang: borgar@arborg.is í síma 480-1900. Umsóknarfrestur er til 26. maí 2008. Umsóknir berist til Borgars Ævars Axelssonar, starfsmannastjóra, borgar@arborg.is eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar, Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi, merkt: forstöðumaður Sundhallar Selfoss eða umsjónarmaður Zelsíus eftir því sem við á. Árborg er ungt sveitarfélag á gömlum grunni. Í febrúar 1998 sameinuðust Eyrarbakkahreppur, Stokkseyrarhreppur, Sandvíkurhreppur og Selfoss- kaupstaður í eitt sveitarfélag, Sveitarfélagið Árborg. Í sveitarfélaginu eru auk Selfoss, þar sem íbúar eru um 6420, byggðarkjarnarnir Stokkseyri með 540 íbúum og Eyrarbakki með 605 íbúum. Í dreifbýli milli byggðarkjarnanna eru fjölbreyttir búsetumöguleikar í næsta nágrenni við öfl uga þjónustukjarna með 165 íbúum. Fjölskyldumiðstöð Árborgar er eitt þriggja sviða í stjórnsýslu Sveitarfélagsins Árborgar og veitir íbúum sveitarfélagsins þjónustu á sviði félags-, fræðslu-, íþrótta-, forvarna- og menningarmála með það að markmiði að efl a velferðar- þjónustu sveitarfélagsins og skapa fjölskylduvænt samfélag. Umsækjendum er bent á að kynna sér heimasíðu sveitarfélagsins þar sem m.a. er að fi nna stefnu sveitarfélagins í málafl okkum sem tengjast fjölskyldunni með einum eða öðrum hætti. Við hvetjum íbúa Árborgar jafnt sem aðra að kynna sér þau störf sem hér eru auglýst laus til umsóknar. Það er gaman að vera þátttakandi í því mikla upp- byggingarstarfi sem nú er í Árborg. Félagsmenn Verkstjórafélags Reykjavíkur -VORFERÐ- Farin verður vorferð 7. júní n.k á vegum Verkstjórafélags Rey- kjavíkur, lagt verður af stað frá Skipholti 50d kl. 9:00 að morgni og Hellisheiðarvirkjun skoðuð, síðan verður ekið um Fljótshlíðina og austur að Skógum, safnið skoðað og ýmislegt fl eira. Endað verður á máltið í Fjöruborðinu á Stokkseyri. Verðið er kr. 6.000 pr. mann. Áhugasamir látið skrá ykkur á skrifstofunni, 562-7070 eða sendið póst vfr@vfr.is Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofunni. Stjórn Verkstjórafélags Reykjavíkur. Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið 22. maí n.k. á Grand Hóteli í Reykjavík. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisrétt hafa fulltrúar í stjórn og kjörnir fulltrúar svæðisdeilda. Nánari upplýsingar á www.hjukrun.is Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Námskeið í gerð áhættumats fyrir vinnustaði Vinnueftirlitið býður upp á námskeið í gerð áhættumats. Á námskeiðinu er farið yfir gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað og kennd aðferð sem nýtist við verkið. Námskeiðið er ætlað atvinnurekendum, öryggisnefndum, ráðgjöfum og öðrum sem hafa áhuga á að fræðast um gerð áhættumats. Námskeiðið skiptist á tvo daga, þrjár klukkustundir í senn, með viku millibili og er haldið hjá Vinnueftirlitinu, Bíldshöfða 16. Síðustu tvö námskeið vorannar verða sem hér segir: 13. maí (fyrri dagur) og 20. maí (seinni dagur) 27. maí (fyrri dagur) og 3.júní (seinni dagur) Skráning í síma 550 4600 eða á ingibjorg@ver.is Sjá nánari upplýsingar á www.vinnueftirlit.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.