Fréttablaðið - 10.05.2008, Síða 92

Fréttablaðið - 10.05.2008, Síða 92
40 10. maí 2008 LAUGARDAGUR Berlínarbúar virðast upp til hópa óttast öfgahyggju og skyldi engan undra. Þeir hafa lært sína lexíu; umburðarlyndi borgar sig. Til marks um þetta umburðarlyndi borgarinnar er gjarnan nefnt að hann Wolfí borgarstjóri kjósi að kyssa karla frekar en konur. Og það sé allt í lagi með það. Þýskir hommar eru stoltir strák- ar og ófeimnir. Þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er heldur berjast gegn því sem þeim misbýður. En ekki dugir alltaf að skrifa í blaðið. Þegar óvinurinn er stór og sterkur, eins og kristindómurinn, dugar ekki minna til en mólotov-kokteilar. Christival heitir árleg kristileg samkoma þýsks ungdóms og var haldin í Brimarborg á dögunum. Allt að tuttugu þúsund manns, sirka 16 til 26 ára, þustu þangað til að taka þátt í alls konar söng skemmtan og gleði. En mesta athygli vakti kristinfræðslan og sérstaklega fyrirlesturinn Að skilja samkynhneigð: Tækifæri til að breytast [aftur í gagnkyn- hneigð]. Þar vildi kristinn maður segja frá því hvernig hann, með hjálp Jesú, læknaðist af homma- skap. En umburðarlyndið hefur sín takmörk. „Þetta á ekki heima í nútímasamfélagi!“ öskruðu um eitt hundrað grímuklæddir homm- ar meðan þeir gerðu árás og vörp- uðu bensínsprengjum á aðalsvið hátíðarinnar. Áður höfðu þeir hakkað heimasíðu hátíðarinnar í tætlur. Kristindómsfræðslu var aflýst. Þýskir pönkarar koma einnig á óvart. Um daginn sat hópur þeirra hér í almenningsgarði. Bleikhærð- ir og göddum prýddir og ógurlegir á allan hátt lágu þeir í grasinu og gleyptu bjór og brauð og ropuðu. Eins og pönkurum sæmir dreifðu þeir rusli allt í kring um sig. Tómar flöskur, hálfétinn matur og sígar- ettustubbar allstaðar í gildum radí- us. Aðrir gestir þorðu ekki að ávíta brjálæðingana. En viti menn. Að lokinni lautar- ferðinni tóku skítapönkararnir sig til og söfnuðu öllu draslinu snyrti- lega í poka. Plast fór í einn, pappír í annan. Þeir hirtu upp hvert snifsi og gengu á braut. Þannig er margt öfugt í borg umburðarlyndisins. Níhilistar standa vörð um hinar sameigin- legu stofnanir, meðan grímuklædd- ir hommar berja kristna unglinga í klessu. Og borgin stendur með sínum. Hommum. Harðir þýskir hommar KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON SKRIFAR FRÁ BERLÍN GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Góð vika fyrir Jakob Frímann Magnússon... Ef Jakob væri að gefa út plötu þá væri nánast öruggt að hún væri á toppi allra metsölulista landsins. Stuðmaðurinn fyrrverandi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn áberandi í pólit- ískri umræðu þrátt fyrir að hafa farið að minnsta kosti tvisvar í prófkjör. Nú hefur Jakob öll lyklavöld í miðbænum og ef píanó- leikarinn stórsnjalli er samur við sig verður þess eflaust ekki langt að bíða að Miðborgar- Herinn setji svip sinn á bæinn. Begga og Pacas... Kokkana Begga og Pacas sem unnu sér inn tvær milljónir með sigrinum í Hæð- inni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í upphafi þáttaraðarinnar þá var parið rekið af veitingastaðnum Glóin. En nú eru þeir tveimur milljónum ríkari og vaða í atvinnutilboðum. Svo virðist sem þetta raunveruleikaævin- týri ætli að rætast því greint hefur verið frá því að þeir muni jafnvel verða með matreiðsluþátt á Stöð 2 þegar fram líða stundir. Dorrit Moussaieff... Íslenska þjóðin hefur lengi vitað að Dorrit væri bæði fjörug og skemmtileg en Dorrit stal svo sannarlega senunni þegar aðalbornir frá Dana- veldi komu í stutta heimsókn. Þrátt fyrir að danski krónprinsinn sé þekktur fyrir að vera almennilegur og laus við snobb þá hafði hann ekki roð við forsetafrúnni sem lék við hvurn sinn fingur alla dagana og notaði meðal ann- ars tækifærið til að sýna hæfni sína með tökuvél. Slæm vika fyrir... Jón Sigurðsson Forstjórinn ungi þurfti enn og aftur að horfast í augu við hluthafa fyrirtækisins og tilkynna þeim um tap. Nú voru það 47 milljarðar sem höfðu tapast á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Ekki er langt síðan að hluthafarnir sáu heiðskíran himin og glampa af sólskini en nú hefur heldur betur dregið fyrir sólu og fyrirtækið væntanlega á leiðinni af hlutabréfamarkaði. For- stjórinn ungi þarf að skera enn frekar niður í rekstrarkostnaði og nú er spurning hvort ekki verði bara skipt á glæsibifreiðunum og Skoda. Ólaf F. Magnússon Rétt eins og þetta er góð vika fyrir Jakob Frí- mann þá hafa síðustu dagar ekkert verið neitt sérstaklega auðveldir hjá Ólafi F. Magnússyni. Allt ætlaði hreinlega um koll að keyra hjá borg- arstjóranum þegar tilkynnt var að Stuðmað- urinn hefði verið ráðinn. Ólafur hefur beitt gamalkunnri brellu Davíðs Oddssonar, hinni víðfrægu smjörklípu, og reynt að beina ljósinu að bruðli annarra borgar- stjórnarmeðlima. Sjálfur segist Ólafur aldrei hafa farið út fyrir landsteinana á kostnað borgarbúa en getur sér þess til að aðrir borgarfulltrúar hafi verið á ferð og flugi fyrir skattpeningana. Sophiu Hansen Mál hennar virðist engan endi ætla að taka og hún virðist vera ein í eyðimerkurgöngu sinni. Sophia sakar sinn nánasta stuðningsmann til margra ára, Sigurð Pétur Harðarson, um að hafa falsað undirskrift sína. Hann telur Sophiu aftur á móti hafa stolið tugum milljóna frá sér og sinni fjölskyldu. Svo kemur Halim Al eins og skrattinn úr sauðar- leggnum og býðst til þess að rétta fyrrver- andi eiginkonu sinni hjálparhönd. Sjaldan er ein báran stök. Veggjakrot i Berlín – samkynhneigðir pönkarar á ferð ? Viðskiptaráðuneytið Dagskrá: 8:10 Morgunverður 8:30 Ávarp Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra 8:40 Skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ - Dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir félagssálfræðingur, Félagsvísindastofnun HÍ - Ásdís Aðalbjörg Arnalds MA, félagsfræðingur, Félagsvísindastofnun HÍ 9:20 Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ - Dr. Þórólfur Matthíasson prófessor, Hagfræðideild HÍ 9:50 Kaffihlé 10:05 Kynning á skýrslu Lagastofnunar HÍ - Ása Ólafsdóttir lektor, Lagastofnun HÍ - Eiríkur Jónsson lektor, Lagastofnun HÍ 10:45 Sjónarmið hins virka neytanda - Dr. Gunni 11:00 Pallborðsumræður 11:30 Afhending Íslensku neytendaverðlaunanna. Fundarstjóri er dr. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra. Aðgangur ókeypis Ný sókn í neytendamálum Viðskiptaráðuneytið býður öllu áhugafólki um neytendamál til ráðstefnu um stöðu neytendamála á Íslandi og stefnumótun til framtíðar þar sem kynntar verða nýjar skýrslur þriggja stofnana Háskóla Íslands. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þann 14. maí frá kl. 8:10-11:30. Staða neytenda á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.