Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 10

Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 10
 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR 40% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...betri bitar! TILBOÐIN GILDA 28. - 31. ÁGÚST w w w .m ar kh on nu n. is 30% afsláttur 40% afsláttur GOURMET UNGNAUTAHAKK 899 kr/kg 1.498 kr/kg ÍRSKAR SVÍNALUNDIR 959 kr/kg 1.599 kr/kg NAGGAR, SÆLKERABOLLUR 450g 440 kr/pk. 629 kr/pk. DANSKAR KJÚKLINGABRINGUR 900g 859 kr/pk. STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, breytti ræðu sem hann hélt á Alþingi áður en hún fór í Alþingistíðindi. Breytingin var nokkur og varla annað hægt að segja en að um merkingar- breytingu hafi verið að ræða. Í umræðu um ný grunnskólalög sagðist Guðni sakna þess að ekki væri rætt um kristilegt siðgæði. Orðrétt sagði hann: „Það er ekkert siðgæði til í rauninni nema kristið siðgæði.“ Eftir breytingar Guðna hljóðar setningin svona: „Það er í rauninni ekki til neitt sem hefur bætt heiminn jafnmikið og kristið siðgæði.“ Guðni Ágústsson segist ekki vanur að breyta ræðum sínum. „Í þessu tilviki hélt ég ræðu blaðlaust og af einhverjum ástæðum sagði ég þetta öðruvísi en ég meinti. Ég umorðaði þetta því eftir þeirri efnislegu meiningu sem ég vildi koma fram,“ segir Guðni. Íris Ellenberger, formaður Sagnfræðingafélags Íslands, segir að svona breytingar geti skekkt umræðu fræðimanna framtíðar- innar. „Auðvitað er bagalegt fyrir sagnfræðinga að geta ekki gengið að því sem vísu að þessar ræður séu réttar, að þær séu eins og þær voru sagðar á þingi. Ég vona hins vegar að svona breytingar séu ekki algengar,“ segir Íris. Hún á ekki von á að stjórn Sagnfræðingafélagsins fjalli um þetta einstaka mál. „Ef í ljós kemur að þetta er algengt verður þetta kannski tekið upp.“ Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir það lengi hafa tíðkast að þingmenn breyti ræðum sínum. „Við vitum það að menn breyta oft merkingum ræða sinna. Þingtíðindi eru hins vegar grundvallarheimildir og það hefur mikla kosti að menn séu ekki að fikta við þau. Þetta getur verið bagalegt. Ímyndum okkur að umræða eigi sér stað í fjölmiðlum í kjölfar ummæla á þingi. Sú umræða verður óskiljanleg í framtíðinni hafi menn breytt upprunalegu ummælunum í þingtíðindum.“ Gunnar segir leiðréttingu Guðna ganga nokkuð lengra en þingskaparlög heimili. „Maður hefur samt ákveðna samúð með sjónarmiði Guðna. Hann vill frekar að í skjölin fari það sem hann ætlaði að segja frekar en það sem hann sagði.“ kolbeinn@frettabladid.is Þingræðu breytt fyrir þingtíðindi Guðni Ágústsson breytti merkingu orða í ræðu áður en hún fór inn í þingtíð- indi. Ekki í takt við þingsköp, segir stjórnmálafræðingur. Breyting þingmanna á ræðum slæm fyrir umræðu framtíðarinnar en hefur tíðkast lengi. ÍRIS ELLENBERGER GUNNAR HELGI KRISTINSSON SKIPULAGSMÁL Magnús Skúlason, áheyrnarfulltrúi F-listans í skipu- lagsráði, lagði í gær fram tillögu þess efnis að ráðið samþykkti að taka til alvarlegra athugunar hvort nota mætti aðrar tillögur um Listaháskólann en vinningstil- löguna. Þannig mætti varðveita götumynd Laugavegar. Tillögunni var vísað til skipulagsstjóra og samkeppnisvinnu við Listaháskóla Íslands. „Ef aðstandendur vinningstil- lögunnar og skólans eru tilbúnir að aðlaga tillöguna þannig að götumyndin haldi sér er það hið besta mál. Annars eigum við að skoða aðrar tillögur, sem gerðu ráð fyrir að húsin við Laugaveg 41, 43 og 45 héldu sér,“ segir Magnús. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, varaformaður skipulagsráðs, segist sammála því að gott væri að ná samkomulagi um að laga vinningstillöguna að götumynd- inni. Að fleiru þurfi hins vegar að huga. „Ég hef sagt að þetta sé býsna mikið byggingarmagn fyrir þenn- an reit og hef ekki dregið það til baka. Ég var hins vegar kjörinn í skipulagsráð til að ná einhvers konar sátt í skipulagsmálum. Ég vil því ekki tjá mig um þetta án þess að kynna mér ýmis atriði varðandi málið sem mér finnst verða að huga að. Markmiðið er að finna niðurstöðu sem allir geta sætt sig við,“ segir Sigmundur. - kóp F-listinn leggur til að ekki verði farið eftir vinningstillögu um Listaháskóla: Ekki óbreytta vinningstillögu SKIPULAGSMÁL Íbúar í Lindahverfi í Kópavogi efna til fundar í Linda- skóla klukkan 20 í kvöld þar sem fyrirhugaðar breytingar á deili- skipulagi hverfisins verða kynnt- ar. Meðal breytinga sem ræddar verða eru hækkanir á byggingum neðst í hverfinu úr þremur hæðum í sjö til átta hæðir. Þar með talin er hækkun byggingar við verslunarkjarnann Lindir. „Við ákváðum að halda fund til að kynna fólki hvað búið er að samþykkja og hvað verið er að auglýsa núna sem nýjustu tillög- ur,“ segir Anna S. Magnúsdóttir, íbúi í Lindahverfi og einn fundar- boðenda. Hún segir íbúa hverfisins svikna þar sem á sínum tíma hafi hverfið verið auglýst sem fjöl- skylduvænt. „Þegar ég kaupi í þessu hverfi fyrir um tíu árum er framhaldsskóli skipulagður þar sem húsin eiga nú að rísa. Ég flutti hingað á þeim forsendum að hverfið væri fjölskylduvænt, með tveimur leikskólum, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir Anna. Þess í stað hafi verslunar-, þjón- ustu- og skrifstofuhúsnæði verið reist í hverfinu. „Ég hef áhyggjur af umferð og mengun og tel að umferðarmann- virki í hverfinu þoli ekki meira.“ Í því sambandi bendir hún á aukna umferð um hverfið vegna breytinga á Glaðheimasvæðinu skammt frá. „Við viljum mót- mæla hækkun húsanna og viljum að eldra deiliskipulag standi.“ - ovd Íbúar í Lindahverfi andvígir fyrirhuguðum hækkunum á byggingum í hverfinu: Vilja að eldra deiliskipulag standi ÓSÁTT VIÐ BREYTT DEILISKIPULAG Anna S. Magnúsdóttir við framkvæmdasvæðið neðst í Lindahverfi í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA BREYTTI ÞINGRÆÐU Orð Guðna Ágústssonar, þingmanns og formanns Framsóknarflokksins, í þingræðu um kristið siðgæði tóku breytingum áður en ræðan rataði í Alþingis- tíðindi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þingmenn fá ræður sínar til yfirlestrar áður en þær fara á vef þingsins og síðan í þingtíðindi. Í lögum um þingsköp segir: „Í Alþingistíðindunum má ekkert undan fella sem þar á að standa og fram hefur komið í þinginu og hljóðupp- taka ber með sér. Engar efnisbreytingar má gera nema leiðrétta þurfi auðsæjar og sannanlegar villur.“ Þá má engu bæta inn í Alþingistíðindin „nema þess sé óhjá- kvæmilega þörf eða í því felist sjálfsögð leiðrétting.“ Í upplýsingariti Alþingis segir: „Stundum getur verið álitamál hvort taka megi til greina óskir um lagfæringar á ræðum þeirra [þing- manna]. Villur sem stafa af misheyrn ritara, ef hljóð- upptaka er óskýr, eða af ókunnugleika (t.d. ranglega rituð erlend nöfn) er sjálfsagt að leiðrétta. Þá er viðtekin venja að heimila lítils háttar fágun á orðalagi ef merking er óbreytt, sem og augljós mismæli.“ YFIRLESTUR Á ÞINGRÆÐUM MAGNÚS SKÚLASON SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.