Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 22
22 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
„Verstu kaup sem ég hef gert eru
þegar ég keypti árskort í líkamsrækt
fyrir þremur árum,“ segir Guðjón
Davíð Karlsson leikari hjá Borgar-
leikhúsinu, oftast kallaður Gói. „Ég
fór aðeins tvisvar. Ég er ennþá að
jafna mig.“ Þetta eru algeng mis-
tök hjá þeim sem ætla að drífa sig
í ræktina, að byrja á því að kaupa
árskort, en finna sig svo ekki í
ræktinni. Gói er þó ekki alveg
hættur við líkamstæktina,
því hann segist verða að
fara að huga aftur að ræktun
líkamans. Spurningin sé bara
hvernig hann fari að því,
því tæki inni í sal eigi ekki
nógu vel við hann eins og
reynslan hafi sýnt. „Kannski
ég athugi hlaupaskó,“ segir Gói, enda
hollt og gott að skokka ef viðkomandi
er rétt skóaður.
Almennt segist hann þó vera skyn-
samur maður og góður neytandi og
því sleppa við slæm kaup.
Bestu kaupin segir Gói að séu áskrift-
arkort í Borgarleikhúsið, enda vill
hann fá sem flesta í leikhúsið
sitt.
„Tuttugu og sex ára
og yngri fá kortið á
4.450 kall. Með því
kostar hver leikhús-
miði tólf hundruð
krónur, sem er
gjafverð. Þetta verða
gjafir mínar núna
næstu vikurnar.“
NEYTANDINN: GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LEIKARI
Enn að jafna sig eftir líkamsræktina
Kostnaður við kaup á
kennslubókum getur hlaup-
ið á tugum þúsunda króna.
Nemar eiga fáa aðra kosti
en að leita til Bóksölu
stúdenta á meðan, vegna
kostnaðar við að panta að
utan. Bókalán Lánasjóðs
íslenskra námsmanna (LÍN)
er innifalið í námslánum og
nemur 48 þúsund krónum á
ári eða 24 þúsund krónum á
önn. Kostnaðurinn getur þó
verið mun meiri.
Tekin voru dæmi af heimasíðu
Bóksölu stúdenta á kostnaði ann-
ars árs nema í rafmagns- og tölvu-
verkfræði og kostnaði þriðja árs
nema í hjúkrunarfræði nú í haust.
Rafmagns- og tölvuverkfræði-
nemarnir eru
með bókalista
sem kostar
57.960 krónur
fyrir önnina.
Bækurnar eru
sjö og kosta á
bilinu fimm til
tíu þúsund krón-
ur hver.
Hjúkrunar-
fræðinemarnir þurfa að greiða
45.007 krónur fyrir sínar bækur,
sem einnig eru sjö talsins.
Ódýrustu bækurnar kosta rúm-
lega fjögur þúsund krónur en þær
ódýrustu eru á um það bil 8.500
krónur.
Eins og sjá má vantar talsvert
upp á að bókalánin nái að koma
fyllilega til móts við kostnað nem-
enda.
Steingrímur Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri LÍN, segir að málið
hafi ekki verið rætt innan lána-
sjóðsins í háa herrans tíð.
„Þegar breytileg lán hafa verið
rædd hefur það frekar verið í
tengslum við húsnæði vegna þess
hve mikill munurinn er á leigu-
verði hjá nemum.“
Sumir nemendur reyna að lækka
kostnaðinn með því að kaupa
bækur að utan í gegnum netið. Séu
bækur nemanna sem um er rætt
keyptar í gegnum Amazon lækkar
heildarkostnaður hjúkrunarfræði-
nemanna um níu þúsund krónur en
rafmagns- og tölvuverkfræðinema
um tíu þúsund krónur.
Með nýrri tillögu Gísla Tryggva-
sonar, talsmanns neytenda, getur
kostnaður við innkaup í gegnum
netið lækkað umtalsvert, einkum í
þeim tilfellum sem ein til tvær
bækur eru keyptar í einu. Þar gætu
nemar sparað nokkur þúsund krón-
ur en margir reyna að dreifa bóka-
kaupum yfir önnina eins mikið og
völ er á.
Gísli segist vona að tillaga hans
verði samþykkt og það verði til auk-
innar samkeppni á bóka- og póst-
verslunarmarkaði, sem muni von-
andi leiða til einhverra lækkana.
helgath@frettabladid.is
Háskólanemar bundnir
við verðlag Bóksölunnar
BÆKUR Í BÓKSÖLU STÚDENTA Bókalán LÍN eru úr samhengi við raunverulegan
kostnað fjölmargra háskólanema. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GÍSLI TRYGGVASON
Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt!
Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t
engir þig beint
við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn!
Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is
HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is
Neytendavaktinni hafa borist bréf um
kostnað foreldra við grunnskólanám
barna. Arna skrifaði:
Nú þegar sonur minn er að byrja í sex
ára bekk þurfti ég að borga meira en tíu
þúsund krónur bara til þess að hann
gæti byrjað í skólanum. Þá átti ég eftir
að kaupa á hann skólaföt og tösku. Er
þetta leyfilegt?
Leifur skrifaði okkur um svipað efni:
Hvernig stendur á því að skólarnir geta
rukkað foreldra um efnisgjöld og dýrar
vörur? Eiga þær ekki að vera innifaldar í
sköttum?
Það er erfitt að átta sig á því hve mikið foreldrar
eru að greiða því eflaust fer það eftir skólum
og ekki síst eftir efnahag fólks. Í Aðalnáms-
krá grunnskóla segir:
„Samkvæmt lögum eiga grunnskólanem-
ar að fá námsgögn til afnota sér að
kostnaðarlausu í þeim námsgreinum sem
aðalnámskrá grunnskóla kveður á um.
Óheimilt er að krefja nemendur í skyldu-
námi um greiðslu fyrir kennslu, námsgögn
eða annað sem þeim er gert skylt að
nota í náminu samkvæmt aðalnáms-
krá.“
Í 33. grein laga um grunnskóla
segir: „Opinberum aðilum er ekki
skylt að leggja nemendum til gögn
til persónulegra nota, svo sem
ritföng og pappír.“ Ekki er fjallað um
möppur og aðra fylgihluti í lögunum.
Foreldrar verða því að athuga að ritföng
eiga ekki að falla undir námsgögn.
Samkvæmt Aðalnámskrá eru það „prentað efni,
myndefni, hljóðefni, tölvuforrit, efni á Netinu,
margmiðlunarefni, efni til verklegrar kennslu og
slíkt sem fellur undir skilgreiningu námsgagna“.
Þessa hluti eiga foreldrar aldrei að þurfa að
greiða fyrir.
Foreldrar kvarta yfir dýrum innkaupalistum skólanna:
Eiga skólar að leggja til ritföng?
■ Þorbjörn
Pétursson, bóndi
á Ósi, kann gott
ráð vilji menn
komast fljótt að
því hvaða mann
einhver hefur
að geyma.
„Það er nú
þannig að
sauðkindin
finnur það strax
á sér hvort einhver sé vel, sæmilega
eða illa innrættur. Af viðbrögðum
hennar má verða margs vísari um
það hvaða mann einhver hefur að
geyma. Það er því tóm vitleysa að
tala um skynlausar skepnur, það eru
vitlausir menn sem láta sér slíkt um
munn fara.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
AÐ ÞEKKJA INNRÆTI FÓLKS
Þegar skoðað er verð á ofnæmislyfinu Kestine má sjá að talsverður munur er á
milli apóteka. Þrjátíu stykkja pakkning með 10 mg töflum er dýrust hjá Lyfjum
og heilsu en þar kostar lyfið 2.440 krónur. Apótekarinn kemur næstur með
pakkninguna á 2.248 krónur og síðan Lyfja á 2.118 krónur. Hjá Garðsapóteki
kostaði pakkinn ekki nema 1.986 krónur en Lyfjaver átti vinninginn með lægsta
verðið, 1.884 krónur. Það er 566 krónum ódýrara en hjá Lyfjum og heilsu.
■ Verðlag
Lyf og heilsa með hæsta verðið
Breytingargjald Icelandair hefur hækkað. Farþega Icelandair brá í brún þegar
hann hafði í ógáti slegið inn rangar upplýsingar við pöntun flugmiða hjá
félaginu. Þegar hann hringdi í Icelandair til þess að laga villuna var honum tjáð
að hann þyrfti að greiða tíu þúsund króna breytingargjald auk verðmunar á
sætunum tveimur. Þannig getur miði sem kostar 35 þúsund auðveld-
lega hækkað upp í fimmtíu
þúsund krónur. Því ríður á
að gera ekki mistök þegar
pantað er á netinu og fara
vel yfir allar upplýsingar.
■ Hækkun
Meiri munur á sæti og sæti hjá Flugleiðum
Neyðarþjónustan hefur verið fundin sek um að kasta
rýrð á vörur frá ASSA með bréfi til viðskiptamanna. Þetta
kemur fram á heimasíðu Neytendastofu.
Neyðarþjónustan braut gegn lögum um eftirlit með
óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðar-
ins með athæfi sínu. Einnig braut fyrirtækið gegn
ákvæði sömu laga „með ósönnuðum fullyrðingum
í kynningarbréfi og á vefsíðu fyrirtækisins og með
því að bera saman verð á ósamanburðarhæfum
vörum frá MU og ASSA“.
■ Vörur
Neyðarþjónustan rægði vöru-
merkið ASSA
Útgjöldin
> Verð bíómiða á venjulega sýningu.
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
90
0
KR
.
1997 2007
58
8
KR
.