Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 35
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 5
Með haustinu, þegar birta fer
að þverra á kvöldin, er þörf á
hlýlegri lýsingu þegar gestum er
boðið í mat.
Lampinn Betty Lou var kynntur á
hönnunarsýningu í New York í
maí síðastliðinn, af hönnunar-
fyrirtækinu Mmckenna. Betty
Lou gefur hlýlega birtu við borð-
haldið.
Lampinn er glerkúpull sem
hægt er að hvolfa yfir hvaða vín-
glas sem er og engin snúra kemur
nærri. Lampann knýr lítil lithíum
rafhlaða sem er endurhlaðanleg
en í botn vínglassins er sett linsa
sem endurkastar ljósinu um glasið
og stafar hlýlegum bjarma. Ljósið
endist í sjö tíma í senn.
Hönnunar og framleiðslufyrir-
tækið Mmckenna hefur verið
starfrækt í New York frá árinu
2002. Það sérhæfir sig í lýsinga-
hönnun en stofnandi þess og aðal
hönnuður, Mark McKenna lærði
meðal annars hjá Ingo Maurer.
Fyrirtækið leggur áherslu á að
nýta nýjustu tækni en að útkoman
verði elegant og gæsileg. - rat
Betty Lou
á borðið
Glerkúplinum er hægt að hvolfa yfir
hvaða vínglas sem er. MYND/ANTOINE BOOTZ
Garðurinn – Endurvinnsla
Það sem áður var skilgreint sem
úrgangur eða rusl er í dag hrá-
efni eða auðlind fyrir aðra fram-
leiðslu. Úrgangur og rusl er ekk-
ert annað en auðlind á villigötum.
Næstum allt er hægt að endur-
nota eða endurvinna. Lykillinn er
að flokka úrgang rétt til að það sé
mögulegt. Röng flokkun getur
gert að verkum að ómögulegt sé
að endurvinna úrgang á síðari
stigum. Með endurvinnslu minnk-
ar einnig þörfin á urðun, sem
minnkar áhættu á jarðvegsmeng-
un. Urðun er einnig dýr, en það
endurspeglast ekki í verði vara
þar sem það er innifalið í útsvari
til sveitarfélaga.
Best af öllu er hins vegar að
forðast að kaupa „rusl“.
Hversu oft er ekki
verið að kaupa
umbúðir sem fara
beint í ruslið
þegar heim er
komið. Helstu
endurvinnslu-
flokkar eru
skilgreindir af
hverju sveitar-
félagi fyrir sig
og er þar stuðst
við Fenúrflokk-
ana. Mögulegir
endurvinnsluflokkar
á Reykjavíkursvæð-
inu eru mun fleiri en
úti á landi. Það skýrist
af því að enduvinnsla er bein-
tengd hagkvæmni og ef hag-
kvæmni fæst ekki út úr flutningi
á hráefni til enduvinnslu um lang-
an veg er það látið vera. Sveitar-
félög eru einnig misjafnlega í
stakk búin til að taka við efni til
endurvinnslu en stöðug framför
er á þessu sviði.
Öll sveitarfélög taka þó við
spilliefnum og langflest við flokk-
uðum pappír (dagblöðum, sléttum
pappa og bylgjupappa), flöskum
og skilagjaldskildum umbúðum
(gosflöskum og áldósum), fern-
um, timbri, fatnaði, húsbúnaði,
garðaúrgangi og lyfjum. Á höfuð-
borgarsvæðinu er víða er hægt að
koma úrgangi frá sér í
grenndargáma. Einn-
ig í flestum sveitar-
félögum. Þú getur
kynnt þér hver
tekur við
hverju á
Grænum
síðum Nátt-
úrunnar
undir Endur-
vinnsla eða
leitað til
sorpstöðvar
þíns sveitar-
félags.
Meira um alla hluti í garðinum
á: http://www.natturan.is/
husid/1261/
GÓÐ RÁÐ
fyrir þig og umhverfið
Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund